Page 1 of 1

Braumeister

Posted: 7. Mar 2011 16:23
by bjakk
Nú erum við Bjórklúbbsmenn búnir að panta græjuna fyrir brugghúsið okkar "mjólkurhúsið"

Það er svokallaður Braumeister - http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;, en við ætlum að fá 50 L útgáfuna. Kemur vonandi eftir 3 - 4 vikur.

Á sama tíma höfum við verið að vinna að því að fá leyfi fyrir framleiðslunni. Það er dálítill frumskógur. :beer:

Re: Braumeister

Posted: 7. Mar 2011 18:32
by hrafnkell
Næs! Þetta verður líklega fyrsti braumeister hér á landi, amk svo ég viti :) Það verður gaman að fá að sjá myndir af þessu hjá ykkur og hvernig ykkur líkar græjan.

Ég er að vinna í því að smíða mér copycat útgáfu af braumeister. Ég er svo nískur að ég tímdi ekki að kaupa mér alvöru græjuna :)

Re: Braumeister

Posted: 7. Mar 2011 21:49
by Oli
bjakk wrote:Nú erum við Bjórklúbbsmenn búnir að panta græjuna fyrir brugghúsið okkar "mjólkurhúsið"

Það er svokallaður Braumeister - http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;, en við ætlum að fá 50 L útgáfuna. Kemur vonandi eftir 3 - 4 vikur.

Á sama tíma höfum við verið að vinna að því að fá leyfi fyrir framleiðslunni. Það er dálítill frumskógur. :beer:
Þú gætir kannski lýst þessu ferli nánar fyrir okkur hina? Hvaða leyfi þarf til osfrv.

Re: Braumeister

Posted: 8. Mar 2011 10:44
by bjakk
Þið eruð velkomnir í heimsókn þegar tækin eru komin

Hvað varðar leyfið. Þá þarft þú fyrst að sækja um iðnaðarleyfi. Sótt er um það til sýslumanns. Til að fá það leyfið þarft þú að vera með fyrirtæki og með leyfisumsókninni þarf fyrirtækið að sýna fram á vsk númer, útskrift úr firmaskrá og að það sé ekki í gjaldþrotaskiptum. Einnig þurfa stjórnarmenn að sýna fram á sakavottorð, búsforræði og útprenntun úr þjóðskrá. Kostar þetta vottorð 41 000 og vottorðin fyrir hvern aðila 5000. Þegar græjurnar verða komnar og allt sett upp munum við sækja um vínframleiðsluleyfi til Lögreglunar í Reykjavík. Þá mun þurfa að vera gerð úttekt á aðstöðunni af heilbrigðiseftilitinu, vinnueftirlitinu og slökkviliðnu. Einnig þarf þetta að fara fyrir umfjöllun hjá sveitafélaginu. Ef að það er allt jákvætt þá fáum við leyfið og verðum 160 þúsund fátækari. Held að árlegt leyfisgjald sé svo 80 þúsund eftir það.

Vona að þetta skýri :sleep: frumskóginn, eitthvað.

Re: Braumeister

Posted: 8. Mar 2011 11:02
by Oli
já takk fyrir að deila reynslunni
Maður kíkir örugglega við þegar maður á leið hjá :beer:

Re: Braumeister

Posted: 8. Mar 2011 19:48
by anton
Og þið þurfið væntanlega að borga áfengisgjöld af hverjum framleiddum lítra ef hann er yfir 2.25%? (Hvort sem þið seljið hann 3ja aðila eða hann sé til einkaneyslu?)

Re: Braumeister

Posted: 8. Mar 2011 22:14
by Hofer Brauer
some guy on the german board made him self a Braumeister :)

take a look . only in german but they are some pics there. enjoy

http://www.hobbybrauer.de/modules.php?n ... 2&tid=2841" onclick="window.open(this.href);return false;

Hofer Brauer

Re: Braumeister

Posted: 9. Mar 2011 15:43
by bjakk
Já, við munum skila öllum sköttum og skyldum af því sem við framleiðum. Við fórum í þetta, vegna þess að við erum með vínveitingaleyfi á barnum okkar. En viljum líka fara í gegnum þetta til að geta kennt öðrum á frumskóginn.

Re: Braumeister

Posted: 14. Mar 2011 18:03
by creative
anton wrote:Og þið þurfið væntanlega að borga áfengisgjöld af hverjum framleiddum lítra ef hann er yfir 2.25%? (Hvort sem þið seljið hann 3ja aðila eða hann sé til einkaneyslu?)
og hvað er áfengisgjaldið mikið ??