Olíubrák á virtanum?
Posted: 6. Mar 2011 21:11
Sælir.
Við félagarnir gerðum okkar fyrstu tilraun til að brugga bjór núna um helgina og við teljum allt hafa gengið vel nema við höfum eina spurningu.
Við reyndum eftir fremsta megni að gæta mikið uppá hreinlæti og notuðum einungis Glyserín Joðafór sem við blönduðum 10ml(Tappi) í 10L. Okkur var sagt að þetta væri skolfrítt en við reyndum nú samt að skola allt eftir bestu getu.
Eftir kælingu þá dældum við virtanum úr suðupottinum í gerjunarílát og sótthreinsuðum að sjálfsögðu ílátið og líka slönguna en það gæti mögulega verið að við höfum ekki skolað nógu vel úr henni að innan. Slangan hafði legið í Joðafórlausn yfir alla nóttina og létum tvær til þrjár bunur að vatni leka í gegnum slönguna.
Þegar virtinn var síðan kominn yfir í gerjunarílátið var froða yfir honum öllum og eins og svona olíubrák sem glampaði.
Við ákváðum nú samt setja ger yfir virtann og lokuðum fyrir með vatnslás. Teljið þið að þessi bjór verði ódrekkjanlegur eða teljið þið jafnvel að muni ekkert gerjast? Hafið þið lent í svipuðu?
Takk fyrir
Kveðja Gylfi
Við félagarnir gerðum okkar fyrstu tilraun til að brugga bjór núna um helgina og við teljum allt hafa gengið vel nema við höfum eina spurningu.
Við reyndum eftir fremsta megni að gæta mikið uppá hreinlæti og notuðum einungis Glyserín Joðafór sem við blönduðum 10ml(Tappi) í 10L. Okkur var sagt að þetta væri skolfrítt en við reyndum nú samt að skola allt eftir bestu getu.
Eftir kælingu þá dældum við virtanum úr suðupottinum í gerjunarílát og sótthreinsuðum að sjálfsögðu ílátið og líka slönguna en það gæti mögulega verið að við höfum ekki skolað nógu vel úr henni að innan. Slangan hafði legið í Joðafórlausn yfir alla nóttina og létum tvær til þrjár bunur að vatni leka í gegnum slönguna.
Þegar virtinn var síðan kominn yfir í gerjunarílátið var froða yfir honum öllum og eins og svona olíubrák sem glampaði.
Við ákváðum nú samt setja ger yfir virtann og lokuðum fyrir með vatnslás. Teljið þið að þessi bjór verði ódrekkjanlegur eða teljið þið jafnvel að muni ekkert gerjast? Hafið þið lent í svipuðu?
Takk fyrir
Kveðja Gylfi