Page 1 of 1

Félagsbruggun - smakk

Posted: 2. Mar 2011 23:54
by arnarb
Mig langar að minna félagsmenn og aðra á að næstkomandi mánudag er ætlunin að nýta mánaðarfund félagins til að smakka félagsbruggið á APA sem menn lögðu vonandi í fyrir einhverjum vikum.

Við stefnum á að hafa smökkunina í formlegri kantinum, þe að smakkaðilar skrifi niður upplýsingar um hvern bjór sem þeir smakka. Bruggarar fá síðan þessar upplýsingar til að læra af, svipað og gert var á gorhátíðinni sl. haust.

Re: Félagsbruggun - smakk

Posted: 3. Mar 2011 09:04
by hrafnkell
Glundrið mitt verður bara búið að vera í uþb 10 daga á flöskum, en ég stefni á að mæta.

Re: Félagsbruggun - smakk

Posted: 3. Mar 2011 11:37
by anton
Gott framtak.
Spurningar:

Hvað mikið smakk þarf að koma með?
Má koma með tvær tegundir?