Page 1 of 1

Bjórgerðarnámskeið fyrir byrjendur

Posted: 2. Mar 2011 23:31
by arnarb
Fágun mun í samstarfi við Vínkjallarann standa fyrir bjórgerðarnámskeiði fimmtudaginn 10. mars 2011.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í bjórgerð og verður farið yfir öll helstu undirstöðuatriði og sýnikennsla í bruggun á bjór með bjór-kitti, ásamt möltuðu byggi, humlum og geri. Engin auka sykur verður notaður við bjórgerðina.

Skráning og greiðsla fer fram á vef Vínkjallarans http://www.vinkjallarinn.is. Nánari upplýsingar um verð koma fram á vef Vínkjallarans, en innifalið í gjaldinu er kennslan, hráefni til bjórgerðar ásamt ítarlegum leiðbeiningum. Að auki býður Vínkjallarinn 20% afslátt af vörum í verslun á meðan á námskeiði stendur.

Staðsetning námskeiðs er Suðurhraun 2b, 210 Garðabær. Námskeið hefst kl. 20:00.

Missið ekki af þessu frábæra tækifæri til að tileinka ykkur þekkingu á bjórgerð.

Stjórnin