Page 1 of 1

Hvernig á að sótthreinsa ?

Posted: 2. Mar 2011 19:00
by Belgur
Er einhver til í að benda mér á, eða setja inn aulaupplýsingar
um hvernig á að þrífa áhöld og flöskur fyrir bruggun oþh.
Það sem ég á við er hvernig á að nota klórinn og joðófórið,
í hvaða röð á að nota þetta stöff eða er þessu blandað saman.
Á að láta liggja í fötum og flöskum eða hvernig gerið þið þetta .....?

s.s. Leiðbeiningar fyrir idiot um hvernig á að sótthreinsa.

Re: Hvernig á að sótthreinsa ?

Posted: 2. Mar 2011 19:21
by Örvar
Ég vil helst þrífa bara með heitu vatni og mjúkum svamp. En læt liggja í klórblöndu það sem næst ekki bara með vatni.
Þegar ég sótthreinsa þá skola ég allt með skolfrírri joðófórlausn (1ml/ltr), læt yfirleitt áhöldin liggja í joðófórlausn og kippi þeim uppúr lausninni bara rétt þegar þarf að nota þau.
Svo finnst mér best að skola allt vel eftir notkun þá þarf í raun ekki að þrífa neitt heldur bara sótthreinsa áður en maður notar hlutina aftur.

þegar ég sótthreinsa flöskur þá fylli ég þær af skolfrírri joðófórlausn og helli úr þeim og læt þær þorna með því að snúa þeim á hvolf í ikea "þurrkgrind" sem ég sný á hvolfi (http://www.ikea.is/products/11239" onclick="window.open(this.href);return false;). Þetta geri ég yfirleitt á meðan ég fleyti bjórnum úr gerjunarfötu yfir í átöppunarfötuna.

Re: Hvernig á að sótthreinsa ?

Posted: 2. Mar 2011 23:02
by smar
Heitt vatn er málið, drepur flest sem gæti orðið til vandræða, ef það er pain þá hef ég notað klór.
En flöskurnar mínar skola ég létt og skelli svo bara í uppþvottavélina á 90.

það þarf bara svona normal eldhús hreinlæti til að brugga bjór.
flestir gerlar fíla allt sem er í kringum líkamshita svo að góð regla er að eiga handspritt þegar brugg og bruggtól eru meðhondluð.

Það eru ekki margir gerlar sem lifa af 67c.

En annars er bara allt gott við það að þrífa allt í drep, bjórbrugg er 70% uppvask 30% ánægja :)

Re: Hvernig á að sótthreinsa ?

Posted: 2. Mar 2011 23:03
by smar
Heitt vatn er málið, drepur flest sem gæti orðið til vandræða, ef það er pain þá hef ég notað klór.
En flöskurnar mínar skola ég létt og skelli svo bara í uppþvottavélina á 90.

það þarf bara svona normal eldhús hreinlæti til að brugga bjór.
flestir gerlar fíla allt sem er í kringum líkamshita svo að góð regla er að eiga handspritt þegar brugg og bruggtól eru meðhondluð.

Það eru ekki margir gerlar sem lifa af 67c.

En annars er bara allt gott við það að þrífa allt í drep, bjórbrugg er 70% uppvask 30% ánægja :)