Page 1 of 1

Fljótandi ger - Brewing classical styles

Posted: 2. Mar 2011 18:31
by Smári
Ætla að brugga belgískt ljósöl, byggt á uppskrift úr Brewing classical styles.

Höfundur ráðleggur að skvetta tveimur pökkum af fljótandi geri í tunnuna (5 gallon).

Á pökkunum frá Wyeast stendur að gerið sé passlegt fyrir 5 gallon af virti.

Ætti ég að láta einn duga eða fara eftir bókstafstrúnni?

Re: Fljótandi ger - Brewing classical styles

Posted: 2. Mar 2011 18:49
by Eyvindur
Ég myndi fara á gerreiknivélina hans Jamil á mrmalty.com og reikna út hvað þú þarft stóran starter. Gera svo starterinn eftir kúnstarinnar reglum. Hann veit hvað hann er að tala um þegar ger er annars vegar.

Re: Fljótandi ger - Brewing classical styles

Posted: 5. Mar 2011 21:42
by Oli
Átti ger frá white labs, lítið glas sem á að duga í 5 gallon, hafði lítinn tíma og ákvað að taka sénsinn og hella því beint í virtinn. Í stuttu máli þá gerðist ekkert, gerið dautt eða næstum því, þurfti að setja nýtt ger.
Mæli því með því að búa alltaf til starter úr fljótandi geri, maður veit aldrei hvernig meðhöndlunin á pakkanum hefur verið áður.