Page 1 of 1

Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 09:06
by atlios
Sælir, Atli heiti ég og er alger byrjandi í bjórgerð. Get eiginlega ekki kallað mig byrjanda, þar sem ég hef aldrei bruggað :oops:
En ég er búin að vera eins og svampur á veraldarvefnum undanfarna mánuði að sjúga í mig alla þá vitneskju sem er æskileg og komin ansi langt í þessu í hausnum á mér ;)
Ég held t.d. að ég sé búin að lesa alla þræði inná þessu snilldarspjalli :)
En vegna peningaleysis hefur maður ekki náð að byrja.

Við erum tveir félagarnrir sem ætlum að leggja í okkur fyrstu lögn í næsta mánuði. Höfum ákveðið að BIAB verði frumraunin, en tengdó átti þennan líka fína 20 lítra pott sem á eftir að koma sér vel :)
Einnig vorum við svo heppnir að fá lánaðan stóran glerkút sem hefur legið í mörg ár í geymslu. Vandamálið er að hann hefur ekki verið þryfinn nógu vel og eru svona svartir blettir í botninum á honum.
Þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort það lumaði ekki einhver hér á aðferð við að þrífa svona skítugan kút, eða hvort hann sé bara ónothæfur?

Ég er búin að leita á spjallsíðum, þar sem var ráðlagt að láta þetta liggja í einhverja daga í einhverju efni sem er sennilega ekki til á landinu, allavega næ ég ekki að koma því fyrir mig. Því var ég að vonast til að þið væruð með einhverja alíslenska og góða lausn á þessu :)

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 09:13
by Eyvindur
Velkominn, verðandi byrjandi.

Ég myndi láta kútinn standa með sterkri klórblöndu í nokkra daga og ráðast svo á hann með bursta. Ég veit að í Ámunni, og kannski víðar, fást carboy burstar, sem eru svolítið ómeðfærilegir, en virka ágætilega til að ná drasli sem er fast innan úr glerkútum. Mér finnst mjög ólíklegt að kúturinn sé ónýtur - gler er þrautseigt.

Velkominn aftur, og gangi þér vel.

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 09:13
by anton
Þannig byrjar þetta.. á að lesa og lesa og lesa...

Ég mynd bara skutla BÓNUS klór - blönduðu vatni í glerkútinn. Fylla upp í topp. Láta liggja í 1 viku a.m.k. (ættir að sjá þetta "hverfa") - skola svo vel (smella ca 1 dl klór í hverja 10lítra vatn). Eða nota Ip5 klórsótan frá brew.is.

Klórinn étur allt nema glerið. Svo þarf að skola vel. Fyrst myndi ég skola mjög vel með köldu (til að losna við klórinn) og svo heitu.

Ef að myglublettirnir eru enn í kútnum eftir svona meðferð þá veit ég ekki hvað...

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 16:15
by viddi
Sælir

Mér áskotnuðust flöskur frá því áður en bjórbanni var aflétt með alls kyns drullu í. Mér gekk bölvanlega að ná því úr en fann ráð á netinu með slíkt. Kannski vert að prófa það ef klórinn virkar ekki sem skyldi. Þá er sett edik í flöskuna og svolítið af ósoðnum hrísgrjónum og allt hrist duglega. Mér hefur amk. gengið vel að ná fastri drullu innan úr gömlum bjórflöskum með þessari aðferð.

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 22:07
by atlios
Takk kærlega fyrir þessar ráðleggingar :)
Ég ætla að skella klór blöndu í hann og láta bara standa í viku, svo verður þetta endurskoðað þá ;)

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 22:44
by atlios
Eitt enn, var að athuga með klórbyrgðir og átti til bleikiklór frá mjölfrigg.
Þar stendur í öryggisbæklingnum: Vottanir/samþykktir: Varan er vottuð af Umhverfisstofnun til notkunar í matvælaiðnaði (97-165).
Haldiði að það sé ekki í lagi að nota þennan klór?

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 25. Feb 2011 22:59
by hrafnkell
atlios wrote:Eitt enn, var að athuga með klórbyrgðir og átti til bleikiklór frá mjölfrigg.
Þar stendur í öryggisbæklingnum: Vottanir/samþykktir: Varan er vottuð af Umhverfisstofnun til notkunar í matvælaiðnaði (97-165).
Haldiði að það sé ekki í lagi að nota þennan klór?
Ég myndi halda að það sé í góðu lagi.

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 26. Feb 2011 00:43
by Eyvindur
Ég hef notað hann í hallæri einhvern tíma. Ég er enn á lífi.

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 26. Feb 2011 00:49
by atlios
Hahaha :D

Re: Tékk inn og spurning

Posted: 26. Feb 2011 21:04
by sigurdur
Velkominn inn á spjallið.
Þar sem að það er búið að skjóta á þig aragrúa af upplýsingum þá býð ég þig bara velkominn og læt þar við sitja. :)