Page 1 of 1

Meskikersdæla í gegnum klósettbarka?

Posted: 24. Feb 2011 19:38
by Braumeister
Hæ hó

Ég er búinn að panta PID og er næstum búinn að panta svona solar project dælu.

Hvernig eruð þið annars með dælurnar tengdar?

Sogar hún í gegnum klósettbarka / falskan botn og dælir upp eða sogar hún ofan af og dælir í gegnum klósettbarka / falskan botn?

Er hægt að nota klósettbarka ef maður dælir, eða verður maður að hafa falskan botn?

Kv.

Re: Meskikersdæla í gegnum klósettbarka?

Posted: 24. Feb 2011 20:03
by kalli
Í fyrstu tilraun minni með dæluna notaði ég BIAB.

Nú er ég er með 33L fötu og aðra 20L fötu innan í henni. 20L fatan er með fölskum botni eða vír möskva sem lekur í gegnum. Kornið er í þeirri fötu að sjálfsögðu. Dælan dregur svo virtinn frá botninum undir innri fötunni og dælir ofan á kornbeðinn í henni. Þetta virkar bara vel.

Ég nota ekki klósettbarka. Það er engin ástæða til þess, þar sem virturinn undir fötunni er laus við korn.

Ef þú ert að hugsa um að nota dæluna með kæliboxi og klósettbarka, þá efast ég um að það virki. Það er of lítið yfirborðsflatarmál á klósettbarkanum til að anna flæðinu.

Annað sem gæti virkað er kælibox með stífri gataplötu sem er klippt til svo hún passi stíft í kæliboxið sem falskur botn. Það gefur hámarks yfirborðsflatarmál og flæði gegnum kornbeðinn.

Re: Meskikersdæla í gegnum klósettbarka?

Posted: 24. Feb 2011 20:58
by hrafnkell
Svo er annað með dæluna. Hún er ekki gerð til að sjúga. Þ.e.a.s. þú mátt ekki svelta hana, en það er ekkert mál að setja þrengingu (krana eða eitthvað) á úttakið á dælunni.

Ef þú vilt dælu sem sýgur, þá þarf það að vera diaphragm eða peristaltic dæla. (Ekki impeller eins og solarproject dælan)

Re: Meskikersdæla í gegnum klósettbarka?

Posted: 24. Feb 2011 23:44
by Eyvindur
Til að tryggja að varmadreifingin verði sem best þarftu að hugsa þetta eins og fly sparge. Ég mæli með því að kíkja á How to Brew. Í einhverjum appendix kaflanum eru myndir af því hvernig vökvinn dreifist með mismunandi kerfum (fölskum botni, mismunandi gerðum af rörum, o.s.frv.). Því víðar sem vökvinn kemst neðst, því betri er dreifingin. Klósettbarki myndi þess vegna aldrei ganga.