Page 1 of 1

Klósettbarki.

Posted: 20. Feb 2011 22:23
by Sleipnir
Hæ.

Veit einhver um góða leið til að ná gúmmíinu innanúr svokölluðum klósettbarka?

Kv.
Siggi

Re: Klósettbarki.

Posted: 20. Feb 2011 22:35
by anton
hmm.. saga, klippa, skera "fittings" endana af og draga út...

Re: Klósettbarki.

Posted: 20. Feb 2011 22:41
by Sleipnir
Ok nostur semsagt, vil halda skrúfganginum öðrum megin og hélt að það væri til leið að ná slöngunni úr án þess að skemma það.

Re: Klósettbarki.

Posted: 20. Feb 2011 22:43
by hrafnkell
Ég er ekki viss um að það sé hægt :)

Pro tip: Taka rafmagnsteip og teipa 2-3 hringi þar sem þú ætlar að saga barkann í sundur. Þá gliðna endarnir miklu minna.

Re: Klósettbarki.

Posted: 20. Feb 2011 23:08
by atax1c
Sleipnir wrote:Ok nostur semsagt, vil halda skrúfganginum öðrum megin og hélt að það væri til leið að ná slöngunni úr án þess að skemma það.

Ég gerði það með því að stinga tannstöngli í gegnum barkann allan hringinn nálægt skrúfganginum, svo bara toga í gúmmíið og það slitnar.

Re: Klósettbarki.

Posted: 21. Feb 2011 09:41
by andrimar
atax1c wrote:Ég gerði það með því að stinga tannstöngli í gegnum barkann allan hringinn nálægt skrúfganginum, svo bara toga í gúmmíið og það slitnar.
+1

Notaði reyndar saumnál....poteito potato

Re: Klósettbarki.

Posted: 21. Feb 2011 11:33
by anton
Getur verið Sniðugt.
Ég klipti bara af endana af, bretti inn og setti á 1/2" T stykki með tveim slöngutengjum og hosuklemmur yfir, keypti langa slöngu svo hún nær hringinn í 35L kæliboxi.

En kannski annað í þessu, það verður með þessu mót væntanlega eitthvað af gúmmí eftir inn í barkanum, rifið og tætt, spurning hvernig gúmmi það er og hvort það sé æskileg viðbót í bjórinn? (Gúmmí getur morknað)

Re: Klósettbarki.

Posted: 21. Feb 2011 17:38
by Eyvindur
Ég notaði líka nál við þetta, og gúmmíið hefur ekki valdið neinum vandræðum. Það getur verið að það sé möguleiki, en ég hef ekki upplifað neitt aukabragð eða slíkt, ekki einu sinni í allra ljósustu bjórum (hefeweizen, til dæmis, sem ég gerði þegar barkinn hafði verið í notkun í rúmlega ár).

Re: Klósettbarki.

Posted: 21. Feb 2011 20:16
by Sleipnir
Takk fyrir svörin.
Þetta var kökubiti eftir að ég stakk beittum nagla allan hringinn. Trúlega er þetta í lagi varðandi gúmmíið, eru þessar slöngur ekki líka notaðar fyrir heitt neysluvatn?
Kv.
Siggi