Page 1 of 1

Skrúftappa flöskur

Posted: 20. Feb 2011 22:17
by tolvunord
Góðan og blessaðan...

Nú er ég með rauðvín í vinnslu og senn líður að því að tappa á flöskur. Ég á einhvern slatta af rauðvínsflöskum með skrúftappa, og var að velta því fyrir mér hvort þær væru í lagi undir heimabruggið, eða hvort það væri algjört no-no og aðeins sé hægt að nota korktappa fyrir þetta?

kv.
Mundi

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 20. Feb 2011 22:43
by valurkris
Ég hef notað flöskur með skrúfutappa, en ég drekk alltaf þær flöskur fyrst, veit ekki hvernig er að geyma lengi í þeim

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 21. Feb 2011 17:44
by Eyvindur
Ég efast um að þú getir lokað flöskunum nógu þétt með skrúftappa. Svona tappar aflagast mjög auðveldlega, og ég held að það sé alveg öruggt að súrefni myndi leka inn, og vínið yrði staðið frekar fljótt. Eflaust fínt að nota þá ef þú sérð fram á að geta drukkið þær flöskur snemma, en þetta er örugglega fatalt upp á langtímageymslu.

Ég myndi hins vegar fara varlega í sótthreinsunina á þessum töppum. Nú veit ég ekki hvaða málmur er í þessu, en klór getur farið illa með suma málma. Ég held að maður sé oftast nokkuð seif með joðófór, en þori ekki að sverja fyrir það. Það gæti verið skynsamlegast að sjóða þá bara, til að vera öruggur. Ég er ekki manna fróðastur um málma, en finnst betra að fara varlega í þessum efnum (ef einhver veit betur en ég, endilega leiðréttið mig - ég er bara að fabúlera).

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 21. Feb 2011 22:49
by tolvunord
Takk fyrir svörin, ætli maður verði ekki bara að redda sér venjulegum flöskum, nenni ekk að lenda i veseni með þetta :)

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 22. Feb 2011 14:43
by heidar
Ég hef margoft notað flöskur með skrúfutöppum. Setur bara kork og svo tappann yfir.

Það svínvirkar og er smekklegt!

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 22. Feb 2011 17:43
by bjarkith
Já, hægt að seta kork í flestar skrúftappaflöskur.

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 24. Feb 2011 15:30
by tolvunord
Svona er maður einfaldur, spáði ekki einusinni í því hvort það væri hægt að setja kork í flöskurnar :) Takk takk.

Re: Skrúftappa flöskur

Posted: 26. May 2013 17:13
by Bjori
Ég hef líka notað skrúftappaflöskur og ýmist brætt hettu yfir tappan eða hreynlega teipað tappann til að þétta. En korkurinn er klárlega bestur