Page 1 of 1
suðupottur
Posted: 20. Feb 2011 17:51
by snowflake
Sælir
Ég var að pæla hvort að það væri í lagi að útbúa suðuílát úr gerjunartunna eins og áman er að selja (þessar hefðbundnu) ?
Þ.e.a.s að setja element úr hraðsuðukatli í fötuna.
Svo var ég líka að pæla sambandi við biab er það gerjað í sama íláti og soðið er í ?
kv.halli
Re: suðupottur
Posted: 20. Feb 2011 22:12
by valurkris
Það er í lagi að búa til suðutunnu úr gerjunartunnu, en ég mindi setja svo í annað gerjunarílát
Re: suðupottur
Posted: 21. Feb 2011 17:40
by Eyvindur
Klárlega ekki gerja í íláti með elementi. Ég veit ekki hvernig málmar eru notaðir í þessi element, en ég hugsa að þetta sé málmblanda sem er ekki endilega æskileg fyrir bjór í gerjun.
Re: suðupottur
Posted: 22. Feb 2011 22:25
by snowflake
gott að vita þetta
En er einhver sem getur reddað mér poka til þess að sjóða í? Hef ekki aðgang að saumavél er náttúrlega til í borga fyrir pokann
Kv.Halli
Re: suðupottur
Posted: 22. Feb 2011 22:56
by hrafnkell
snowflake wrote:gott að vita þetta
En er einhver sem getur reddað mér poka til þess að sjóða í? Hef ekki aðgang að saumavél er náttúrlega til í borga fyrir pokann
Kv.Halli
Ég get reddað þér poka fyrir 1500kr. Þú sýður samt ekkert í pokanum, nema ef þú ætlar bara að setja humlana í pokann.
Re: suðupottur
Posted: 22. Feb 2011 23:45
by snowflake
mig vantar svona biab poka
kv.