Page 1 of 1

Arnór

Posted: 1. Jun 2009 21:18
by Arnor
Góða kvöldið,

ég er svona að spá í að prófa að brugga, veit eiginlega voða lítið um ferlið og hvar er best að ná sér í hráefni, áhöld og slíkt eða yfir höfuð hvað þarf til. Rambaði inn á þennan vef eftir talsverða leit á Google. Ég vona að einhverja hjálp sé hér að finna, ég held ég þekki engan sem hefur verið í þessu...

Viðbót: Kannski er best að taka fram að áhugi minn á bruggun nær aðallega eða eingöngu til bjórs.

Re: Arnór

Posted: 1. Jun 2009 22:03
by Hjalti
Velkominn á spjallið! :hello:

Þetta er frábær staður þar sem þú getur lært allt í tengslum við það að gerja eginlega hvað sem þú villt.

Ef Bjór er þitt val þá er það frábært val og fullt af efni hérna inni.

Hefurðu eithvað spáð í hvað þú villt gera?

Re: Arnór

Posted: 1. Jun 2009 22:42
by Arnor
eiginlega bara mest til í að prófa, kannski eitthvað einfalt fyrst. uppáhaldsbjórinn minn er eiginlega hveitibjór en það er kannski ágætt að byrja á einhverju einfaldara.

Re: Arnór

Posted: 1. Jun 2009 22:53
by Hjalti
Mér fynnst það mjög gott markmið :)

Það eru til nokkrar mismunandi aðferðir til að brugga.

Ég byrjaði á svo kallaðri - Humluð Extrakt bruggun - Týpískt notað Coopers Kit sem þú kaupir í ámunni. Tekur svona kit bætir í 5 L af sjóðandi vatni við sírópið sem kemur úr dósini og fyllir upp í 23 L í brugg ílátið sem þú ætlar að nota.

Lætur þetta standa í rúmlega 20 daga og smellir beint á flöskur. Bætir við smá sykri við hverja flösku (magn fer eftir uppskrift) og svo bíðurðu í ca. 2 vikur til að drekka þetta.

Svona Humlað Extrakt eru sennilega síðstu bjórarnir en klárlega minnsta málið.

Það eru líka til mun fleiri leiðir þar sem þig vantar korn og annað dót sem þú sýður saman eftir ákveðnum aðferðum en ég er kanski ekki besti maðurinn að lýsa hvernig maður gerir það þar sem að ég á ekki græjjurnar í það né hef ég gert það.

Ég myndi segja að það sé sniðugt að prufa svona coopers kit og kaupa "start" kittið hjá ámunni, þeir sýna þér hvernig þú átt að gera hlutina með því kitti líka þannig að það er flottur starter í áhugamálið.

Re: Arnór

Posted: 1. Jun 2009 23:30
by Arnor
Frábært, takk fyrir þetta Hjalti. Ég skelli mér klárlega í Ámuna á næstunni.

Re: Arnór

Posted: 1. Jun 2009 23:37
by Öli
2 vikur á flöskum er samt algert lágmark. Hann er vissulega drykkjarhæfur og ekki vondur, ég mæli með að þú geymir nokkrar flöskur í 3 mánuði og smakkir á þeim þá, það er verulegur munur á þeim.

Re: Arnór

Posted: 2. Jun 2009 00:13
by Eyvindur
Sæll vertu og velkominn... Ég hef reyndar frekar verið í að letja menn til að prófa Cooper's kittin en hitt, en það er auðvitað guðvelkomið. Vertu bara vel meðvitaður um að útkoman verður ekki endilega eins og þú vonast til, og að þú getur fengið mun metri bjór með háþróaðri aðferðum... Ég mæli með http://www.howtobrew.com til að fá allar upplýsingar um allar gerðir bjórgerðar (segðu þetta þrisvar hratt). Allavega, gangi þér mjög vel og vonandi fellur þér þetta áhugamál í geð.

Re: Arnór

Posted: 2. Jun 2009 00:22
by Arnor
Hvað er svona gróflega áætlaður kostnaður við svona starter dæmi þarna hjá Ámunni?

Re: Arnór

Posted: 2. Jun 2009 00:25
by Arnor
Ég er svona einna spenntastur fyrir að prófa að brugga hveitibjór, Trappist-style (ekki þó "genuine") og amber.

Re: Arnór

Posted: 2. Jun 2009 00:48
by Eyvindur
Ef þú ætlar að gera hveitibjór duga kittin úr ámunni ekki. Ég hef gert mjög góðan belgískan hveitibjór með extract kitti að utan, og svo er auðvitað alltaf hægt að gera það frá grunni, úr korni... Enn og aftur, kíktu á How To Brew.

Re: Arnór

Posted: 2. Jun 2009 06:27
by nIceguy
Sæll og velkominn, þú ert í þann veginn að hefja ferðalag án enda. Þegar þú ert kominn í gang (með það sem verður að teljast eitt skemmtilegasta áhugamál veraldar) verður ekki aftur snúið ehehhe. Ég er sjálfur frekar nýr í þessum hluta bjórheimsins, þ.e.a.s að brugga, hef lengi verið í smakkinuhttp://www.bjorbok.net. Ég vildi bara segja þér til hvatningar að ég er farinn að búa til verulega góðan bjór og samt hóf ég ferilinn í október á síðasta ári. Hef bruggað Trappist stíl (er þó ekki munkur sjálfur þannig að það má ekki kalla það Trappist) með verulega góðum árangri. Einmitt núna er svo hveitikarl að gerjast hjá mér. Þú getur kíkt við á bruggsíðuna http://www.bjorbok.net/nicebrew.htmmína þar sem ég fer í gegnum hvernig þetta hefur verið að ganga hjá mér, bara svona til að sjá nörd í action hehehe. Einnig færðu góða "Þjónustu" hér, hér eru þaulreyndir karlar (og kona) sem svara fljótt og örugglega.