Page 1 of 1

Vaskur á innfluttu geri?

Posted: 18. Feb 2011 22:03
by kobbi
Sælir bruggarar.

Þannig háttar málum að ég var að panta ger til ostgerðar um daginn og tollurinn flokkaði þetta sem "bóluefni", þ.e. í flokk 3002.9000
3002 - Mannsblóð; dýrablóð framleitt til lækninga, varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómsgreiningar; mótsermi og aðrir blóðþættir og umbreyttar ónæmisfræðilegar vörur, einnig fengnar með líftæknifræðilegum aðferðum; bóluefni, toxín, ræktaðar örverur (þó ekki ger) og áþekkar vörur:
3002.9000 - Annað
Þessi flokkur er með 25% vsk

Þetta fannst mér fáránlegt og lagði til við tollayfirvöld að þeir settu þetta í 2102.1001
2102 - Ger (lifandi eða dautt); aðrar einfruma örverur, dauðar (þó ekki bóluefni í nr. 3002); unnið bökunarduft:
2102.1001 - Annað en brauðger, þó ekki það sem notað er í skepnufóður
Þessi flokkur er með 7% vsk.

Ég hafði ekki mikla trú á að þeir myndu breyta þessu en ég sendi þeim semsagt póst og fekk að lokum svar um að
endurskoðun tollstjóra segði að fyrri tollflokkun hafi verið rétt og að gerlar til ostagerðar eigi að tollflokkast í 3002-9000.

Hvað eruð þið að borga mikinn vsk af geri til bruggunar?

Hvað finnst ykkur um þetta?


Kveðja,
Kobbi

Re: Vaskur á innfluttu geri?

Posted: 18. Feb 2011 22:41
by Classic
Bjórger fellur væntanlega í flokk 2102.1001, ger, ekki til brauðgerðar en þó ekki skepnufóður... Þetta osta"ger" þitt er væntanlega ekki ger heldur einhver bakteríukúltúr, "ræktaðar örverur", en þó ekki gersveppir.

Maður hefði þó talið eðlilegt að hráefni í afurð til manneldis ætti að bera 7% virðisauka eins og annað sem við látum ofan í okkur, en tollkerfið getur verið stórundarlegt, sérstaklega þó þegar kemur að tollum og vörugjöldum ...

Re: Vaskur á innfluttu geri?

Posted: 20. Feb 2011 13:35
by halldor
Jú mikið rétt, bjórger ber 7% VSK.