Page 1 of 1

Sumarfríið góða :)

Posted: 30. May 2009 23:08
by Hjalti
Ég og Korinna erum að fara í sumarfrí í Júní og munu ca. 9 dagar af því fara í þýskaland.

Við byrjum í Kiel, stefnum svo á Hamborg / Bremen áfram til Köln (Kölsch!) niður Mosel dalinn og þaðan til München þar sem við verðum í 2 daga.

Höfum þarna 5 daga í bílaleigubíl frá Kiel til München og það væri æði ef einhver er með skemtilegar ábendingar um staði sem er skemtilegt að heimsækja í kringum Düsseldorf, Köln og niður Mosel Dalinn til München.

Við erum kominn með http://www.hopfenmuseum.de" onclick="window.open(this.href);return false; rétt norðan við München sem væri gaman að skoða :fagun:

Einhver með aðrar ábendingar?

Re: Sumarfríið góða :)

Posted: 30. May 2009 23:36
by Stulli
Ég man eftir einhverjum brewpöbbum í Dusseldorf, sem framleiða Alt bjóra, mynnir að Uerige hafi verið hvað bestur.

Ég hef því miður ekki komið til Kölnar áður. En þar ætti að vera hægt að baða sig uppúr Kölsch :beer:

Annars er König pilsner frá Duisburg (rétt norðan við Dusseldorf), einn af mínum uppáhalds þýskum pils bjórum áeftir Jever.

Ég man ekki eftir neinum sérstökum stöðum á þessu svæði, en hef ferðast etv meira í suður og austur héruðum Þýskalands.

Ég held að ég hafi koverað Munchen í einhverju pósti, ítreka Weisses Brauhaus, Ayinger á Am Platzl og Augustiner á Landsbergerstrasse.