Page 1 of 1

Að panta korn, humla og ger frá útlöndum

Posted: 15. Feb 2011 17:39
by Burger
Sælir, langaði að vita er óhætt að panta korn humla og ger af netinu.
Það er að segja uppskrift með öllu tilheyrandi.
Hvað segja þeir í tollinum um það. Er það ekkert mál eða eru þeir með derring ?
Sá að í áfengislögum telst áfengi vera vökvi þannig að ég myndi halda að þetta væri í lagi.

Re: Að panta korn, humla og ger frá útlöndum

Posted: 15. Feb 2011 17:49
by hrafnkell
Það er ekkert mál. Sendingarkostnaður er þó frekar stór partur af verðinu ef maður er að kaupa korn.

Re: Að panta korn, humla og ger frá útlöndum

Posted: 15. Feb 2011 18:13
by andrimar
Þú getur líka keypt allt hráefni til að koma þér af stað á http://www.brew.is. Mjög samkeppnishæf verð!

Re: Að panta korn, humla og ger frá útlöndum

Posted: 15. Feb 2011 21:26
by Burger
Ég ætlaði einmitt að prófa að versla Bee cave af brew.is. Er að vinna í að koma upp græjum fyrir All grain.