Page 1 of 1
Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 16:57
by Sigfús Jóns
Góðann daginn, ég er að pæla í því að fara að nota gelatin og er að spá í hvort að það væri í lagi (ef maður miðar við 10 daga gerjun) að rakka í secondary á sjöunda degi og láta gelatínið þá útí og leyfa þessu að setjast í 3 daga og setja svo á flöskur
(btw ég nota ekki keg og ég ætla helst ekki að nota cold crash þar sem að þeir gera þetta í ameríkunni margir án þess að nota cold crash og fá mjög góðan árangur
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 17:14
by kristfin
ég sé ekkert því til fyrirstöðu. þú gætir jafnvel prófað að setja það í primary til að losna við að umhella
en svona almennt, ef maður er að leita að extra hreinum bjór, þá er gott að byrja á því að velja ger. nottingham og wlp002 eru fín því þau detta mjög hratt og vel niður. einnig verða þau flott á flösku þar sem þau eiginlega límast við botninn
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 17:25
by Sigfús Jóns
kristfin wrote:ég sé ekkert því til fyrirstöðu. þú gætir jafnvel prófað að setja það í primary til að losna við að umhella
en svona almennt, ef maður er að leita að extra hreinum bjór, þá er gott að byrja á því að velja ger. nottingham og wlp002 eru fín því þau detta mjög hratt og vel niður. einnig verða þau flott á flösku þar sem þau eiginlega límast við botninn
ókei.. þá set ég það í primary var að enda við að setja lokið á .. en næst þegar ég legg þá nota ég bara nottingham í staðin fyrir fermentis get fengið það hjá Kela
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 19:03
by Sigfús Jóns
Jæja ég hellti uppleystu gelatíni í eina tunnuna hjá mér sem að er komin 8 daga á leið. svo er bara að sjá hvernig þetta kemur út og vona það besta
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 19:54
by atax1c
S-04 er líka mjög fljótt að gerja og það fellur vel og gerir þétta gerköku á botninum.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 20:01
by Sigfús Jóns
atax1c wrote:S-04 er líka mjög fljótt að gerja og það fellur vel og gerir þétta gerköku á botninum.
það er það sem að ég er að nota einmitt
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 20:17
by atax1c
Já ok.
Endilega segðu okkur hvernig það kemur út að setja gelatín í bjórinn án þess að kæla hann. Hvort hann verði með chill haze og svona.
Ég var einmitt að prófa gelatínið í fyrsta skiptið um daginn, nýtti mér kalda veðrið og setti bjórinn út á svalir til að kæla hann. Kom ágætlega út.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 21:03
by Sleipnir
Ég tók eftir þessu með Nottingham í Jólaölinu sem ég gerði, mjög auðvelt að hella úr flöskunni þar sem þetta var virkilega þétt við botninn. Setti S-04 í Det gode liv á sunnudaginn á því eftir að sjá hvernig það kemur út.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 22:04
by kristfin
það er hinsvegar ekkert vitlaust að kæla bjórinn, til að fella hann. ég mundi allavega ekki taka upp neina prinsipp afstöðu gegn því.

Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 15. Feb 2011 22:08
by Sigfús Jóns
kristfin wrote:það er hinsvegar ekkert vitlaust að kæla bjórinn, til að fella hann. ég mundi allavega ekki taka upp neina prinsipp afstöðu gegn því.

Hugsa að ég komi líka til með að prófa það einhverntíman en ég ætla að prófa þetta fyrst
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 18. Feb 2011 20:53
by Sigfús Jóns
Jæja ég leyfði bjórnum að sitja í 3 daga eftir að gelatínið fór í og þegar ég fleytti yfir þá tók ég smá sýni og útkoman er hreint út sagt stórkostleg
Hér er mynd af gelatín bjór og ó gelatínuðum bjór og það leynir sér ekki að það virkaði
Til hægri gelatin til vinstri no gelatin og þetta eru svipað dökkir bjórar.. þessi með gelatininu er aðens dekkri
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 19. Feb 2011 11:41
by sigurdur
Þetta er flottur samanburður.
Eru bjórarnir kaldir?
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 19. Feb 2011 13:12
by Allipalli
Ég giska á að gelatín bjórinn sé volgur og no-gelatín sé kaldur.
Ef þetta virkar svona vel með svona hrikalega þæginlegri aðferð þá sé ég fátt til fyrirstöðu annað enn að gera þetta í hverri lögn hjá mér allavegana.
Skál Fúsi

Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 20. Feb 2011 13:38
by halldor
En hvað með carbonation tíma í flöskum? Er bjórinn ekki lengur að ná upp kolsýru ef minna er af geri í boði?
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 21. Feb 2011 08:11
by sigurdur
Það er aðeins lengur, en munurinn finnst mér ekki vera merkilegur.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 21. Feb 2011 13:14
by halldor
sigurdur wrote:Það er aðeins lengur, en munurinn finnst mér ekki vera merkilegur.
Þá er þetta ekki spurning... ég er búinn að bíða allt of lengi með að prófa þetta

Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 3. Mar 2011 22:22
by Örvar
Sigfús: Hvernig er bjórinn með gelatíninu að koma út eftir að hann er kældur? alveg jafn tær?
Er að spá í að gera þetta við APA sem ég er með í gerjun núna. Setja gelatín útí ca. 3 dögum fyrir átöppun og sleppa cold crash.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 7. Mar 2011 18:16
by Örvar
Var að spá hvort ég ætti kannski að nota kalda veðrið núna til að kæla á meðan gelatínið vinnur sína vinnu...
Þar sem ég er ekki með ísskáp og get ekki framkvæmt cold crash þá var ég að spá hvort ég ætti að kæla niður skúrinn í staðinn, það er spáð um -10°C næstu daga svo ég gæti hugsanlega náð skúrnum niður í ca 5°C en gæti þó illa stýrt hitastiginu.
Hvort mynduð þið gera ef þið væruð í sömu aðstöðu?
Halda ca. 16-19°C eða flöktandi ca 0-10°C ?
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 7. Mar 2011 23:07
by Sigfús Jóns
Gelatín er allveg klárlega the way to go kom mjög vel út hjá mér og það án þess að nota cold crash og það eina sem að maður þarf að passa er bara að passa að fleyta engu geri úr botninum úr gerjunarfötunni með. carbonation time er aðeins lengur en það verður komin full kolsýra í bjórinn eftir þessa 10-20 daga sem að maður bíður. svo líka ef að maður tekur óvart aðeins of mikið af geri með eins og ég gerði í annað skiptið sem að ég og frændi minn prófuðum þetta þá verður þetta allt saman fullsest innan tíu til fimmtán daga.. þetta lookar djöfulli vel og þó að cold crash sé mjög sniðugt þá er það ekki nauðsynlegt til að fá glæran bjór. ég finn ekkert bragð af gelatíninu. enda er það fullkomlega bragðlaust.. og þetta er svoo einfalt. það dugar að leysa upp hálfa plötu í svona desilíter af vatni en passa bara að þetta sjóði ekki og passa líka að það sé fullkomlega uppleyst. láta útí þegar það eru 3 dagar eftir af gerjun og bjórinn er glær á tíunda degi.. svo er bara að vanda sig við það að fleyta yfir. ég mæli 100% með þessu og árangurinn mun að öllum líkum vera skotheldur enda er þetta svo gott sem idiot proof
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 7. Mar 2011 23:10
by Sigfús Jóns
btw bjórinn var ekki kaldur og ég er ekki búinn að prófa að kæla gelatin bjór
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 8. Mar 2011 08:32
by sigurdur
Sigfús, ég mæli að vísu á móti því að vera að drífa gelatínið svo snemma í bjórinn. Ástæðan er sú að gerið þarf tíma til að bæði klára gerjun (fullgerja) og svo tíma til að "taka til eftir sig". Eftir að gerið hefur tekið til eftir sig (margir miða við u.þ.b. 1 viku eftir að þú hefur náð FG) þá mæli ég frekar með að bæta gelatíninu við.
Ef gelatínið er sett of snemma í, þá tel ég góðar líkur á því að gerið nái ekki að klára gerjun og taka almennilega til eftir sig.
Hinsvegar erum við öll með mismunandi smekk þannig að ef einhverjum finnst þetta betra, þá er um að gera að gera þetta.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 28. Mar 2011 23:08
by Örvar
Ég prófaði þetta um daginn.
Skellti gelatín blöndu útí pale ale í primary 3 dögum fyrir átöppun og sleppti cold crash.
Opnaði svo flösku af bjórnum um helgina, ca 10 dögum eftir átöppun og gat ekki séð að þetta hafi haft nokkur áhrif, bjórinn var alveg helskýjaður eins og sá síðasti.
Reyndar notaði ég heldur ekki irish moss eða whirlfloc og skellti nánast öllu trub-inu úr suðupottinum í gerjunarfötuna.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 28. Mar 2011 23:31
by sigurdur
Þá er spurning um hvað getur verið í skýinu hjá þér.
Gelatín virkar ekki fyrir allt, en til að halda bjórnum sem minnst skýjuðum þá er mjög gott ráð að nota felliefni (whirlfloc eða fjörugrös) og reyna að halda trub í lágmarki í gerjunarfötunni.
Þetta síðarnefnda er víst eitthvað lykilorð að eld og ösku hjá sumum, en þetta er það sem ég hef lesið og fundið sjálfur.
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 28. Mar 2011 23:39
by Örvar
sigurdur wrote:Þá er spurning um hvað getur verið í skýinu hjá þér.
Gelatín virkar ekki fyrir allt, en til að halda bjórnum sem minnst skýjuðum þá er mjög gott ráð að nota felliefni (whirlfloc eða fjörugrös) og reyna að halda trub í lágmarki í gerjunarfötunni.
Þetta síðarnefnda er víst eitthvað lykilorð að eld og ösku hjá sumum, en þetta er það sem ég hef lesið og fundið sjálfur.
Hvað áttu við með "lykilorð að eld og ösku" ?
En annars truflar það mig ekkert hversu skýjaður bjórinn minn er svo lengi sem hann er góður.
Það var aðallega forvitnin sem dreif mig í að prófa þetta.
Er það ekki rétt að gelatínið fellir aðallega út chill haze og þá þarf væntanlega að kæla bjórinn/virtinn niður til að mynda chill haze áður en gelatínið er sett útí til að það hafi einhver áhrif
Re: Smá pæling um gelatín notkun
Posted: 28. Mar 2011 23:44
by sigurdur
Neinei, gelatín fellir út ýmsa hluti og þar á meðal ger sem fellur mjög hægt.
Til að fella út chill-haze, þá er mjög gott að kæla bjórinn niður fyrst svo að gelatínið nái að bindast þeim ögnum.
En gelatín er ekki eina lausnin (þetta tengist eðlisfræði, jákvætt hlöðnum ögnum og neikvætt hlöðnum ögnum .. gelatín virkar á annan hópinn t.d.), það eru fleiri lausnir. Þess vegna er oft gott að nota nokkrar tæringaraðferðir (eins og fjörugrös t.d.) til að fá góðar niðurstöður.