Page 1 of 1

Milla/Kvörn

Posted: 12. Feb 2011 22:29
by valurkris
Jæja þá var ég að klára að gera mér kvörn í dag sem að ég er bara sáttur með
1.jpg
Ég ætlaði að nota þessar skrúfur til að stilla bilið en alltaf þegar að ég herrti þær niður á sleðann kom einhver skekkja.
2.jpg
þannig að nú stilli ég bilið með shrúfu í endanum
3.jpg
4.jpg
Og hér er millan í heild sinni. Hægt er að taka sílóð af með 4
7.jpg

Re: Mill/Kvörn

Posted: 12. Feb 2011 22:32
by atax1c
Glæsilegt, mikill kostnaður ?

Re: Mill/Kvörn

Posted: 12. Feb 2011 22:42
by valurkris
Nei nánast enginn kostnaður fyrir mig. Fékk gefins stálplötur (var verið að rífa þær af bar og allar í lími öðru megin sem þarf að hreinsa af) sem ég notaði í sílóið og ég hafði aðgang að stáli í vinnuni. Eini kostnaður var í legunm en það var bara smotterí.

Svo mun afgangurinn af stálplötunum fara í 75-100l suðupott :D sem verður smíðaður á næstunni

Re: Mill/Kvörn

Posted: 13. Feb 2011 09:19
by hrafnkell
Eru þetta kúlulegur? Þola þær þetta álag?

Annars lítur þetta mjög vel út hjá þér. Ertu búinn að prófa að mala?

Re: Mill/Kvörn

Posted: 13. Feb 2011 11:43
by valurkris
hrafnkell wrote:Eru þetta kúlulegur? Þola þær þetta álag?

Annars lítur þetta mjög vel út hjá þér. Ertu búinn að prófa að mala?
Já þetta eru kúlulegur og ég vona að þær muni standast álagið, það mun tíminn einn leiða í ljós. ég veit að krisfin er með kúlulegur hjá sér og held að það hafi verið í lagi.

En já ég er búin að prufa að mala og ég er mjög sáttur með hana.

Re: Milla/Kvörn

Posted: 13. Feb 2011 12:45
by kristfin
flott hjá þér. en er ekki vesen með að korn rennur út til hliðana? gætir kannski skorið út ikea plastskurðarbretti og sett í endana svo kornið detti ekki út til hliðanna.

en hvernig eru keflin. splæstu á okkur mynd

Re: Milla/Kvörn

Posted: 13. Feb 2011 20:20
by valurkris
kristfin wrote:flott hjá þér. en er ekki vesen með að korn rennur út til hliðana? gætir kannski skorið út ikea plastskurðarbretti og sett í endana svo kornið detti ekki út til hliðanna.

en hvernig eru keflin. splæstu á okkur mynd
Takk, takk

Það var eithvað af korni sem að slapp út, ég mun sennilega setja ikeabretti eins og þú talar um.

Kem með fleiri myndir á morgun af keflinu og þegar að þetta var í smíðum

Re: Milla/Kvörn

Posted: 15. Feb 2011 22:24
by valurkris
Jæja þá koma myndir af keflunum.
8.jpg
Og svo nokkrar myndir frá sköpunarferlinu
9.jpg
10.jpg
11.jpg
12.jpg

Re: Milla/Kvörn

Posted: 15. Feb 2011 22:27
by valurkris
13.jpg

Og svo næsta vitleysa. Suðupottur
14.jpg

Re: Milla/Kvörn

Posted: 15. Feb 2011 23:47
by kristfin
djöfulli er þetta flott.

alltof löng kefli reyndar, svona fyrir heimabruggara, en ef þú gerist atvinnumaður þá býrðu að því :)

þú hefur greinilega haft tíma til að dunda þér. glæsilegt!

Re: Milla/Kvörn

Posted: 16. Feb 2011 17:07
by valurkris
kristfin wrote:djöfulli er þetta flott.

alltof löng kefli reyndar, svona fyrir heimabruggara, en ef þú gerist atvinnumaður þá býrðu að því :)

þú hefur greinilega haft tíma til að dunda þér. glæsilegt!

Takk fyrir það.

Ég verð greinilega að fara að undirbúa atvinnumenskuna í þessu svo að millan nýtist til fulls