Page 1 of 1

Whirlpool fyrir 200 kr

Posted: 12. Feb 2011 16:12
by OliI
Var að tilraunast með Whirlpool (hringiðun). Keypti mér klósettbursta, skrúfaði skrúfu í endann á honum, klippti hausinn af og sneri með borvél til að mynda hringiðun.
Í sem skemmstu máli svínvirkaði þetta, fékk fallega hringiðun í pottinum, lét setjast í 15-20mín og tappaði af.
Ég var nú ekki duglegur að mynda, lélega myndin af pottinum er tekin með farsímanum, ef vel er að gáð sést fallegur humlakónn í miðjum pottinum.
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að burstinn er nýr og hefur ekki verið notaður í neitt annað.

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Posted: 12. Feb 2011 16:40
by kristfin
góður. getur líka notað múrrhræru, sennilega auðveldara að hreinsa hana

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Posted: 12. Feb 2011 18:08
by OliI
Jamm, en ég varð bar að reyna þetta. :geek: Ég held það verði ekkert mál að hrista af þessu kuskið, enda selt til að þrífa verri hluti en bjór - en það á auðvitað eftir að koma betur í ljós hjá með tímanum. Svo er voða þægilegt að hafa þetta í joðófórfötunni og skvetta bara af rétt fyrir notkun.

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Posted: 1. Jun 2011 00:39
by noname
skemtilegt að tekið sé fram að burstinn sé alveg ónotaður