Page 1 of 1

Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 13:56
by viddi
Lögðum í Luxe Pilsner frá Brewferm í þvottapotti með BIAB aðferð. Gekk að mestu fínt - lentum reyndar í smá veseni með að mæla hitastig í þrepameskingu því forláta Thermapen mælir sýndi misjafnt hitastig í pottinum eftir því hvar var mælt þrátt fyrir að hrært hefði verið. Makkerinn vildi endilega svolítið sterkari bjór svo við bættum dextrósa út í undir lok suðunnar og fengum út OG upp á 1.088! Kannski overkill. Hef smá áhyggjur af því að gerið muni ekki ráða við það.
Var reyndar hissa á því hve gruggugur virturinn var eftir suðu. Síuðum hann í gegnum BIAB pokann fjórfaldan og það virtist nú laga hann helling. Amk. varð nóg eftir í pokanum af leðju. Kannski ekki sérlega sniðugt að nota affallið neðst á þvottapottinum. Gæti verið hugmynd að koma fyrir krana á hliðinni svo að við tökum ekki bókstaflega allt úr honum yfir í gerjunarfötuna.
Krosslegg svo bara fingurna í framhaldinu.

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 14:06
by hrafnkell
Sjæse, það verður sæmilega sterkur pilsner... 8-10% eftir því hvað FG verður...

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 14:16
by gunnarolis
Virtinn er alltaf hel-skýjaður þegar hann kemur úr pottinum...

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 16:42
by kristfin
þessi verður sterkur.

en það er betra að láta þetta bara gossa í fötuna í stað þess að vera að sía. síunin kynnir bara til sögunar óþrifnað og leiðindi. sérstaklega þegar verið er að brasa svona eftir suðu.

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 17:57
by atax1c
Hvernig ger voruð þið með ? Ef þurrger, þá hefðuð þið kannski átt að setja 2 pakka.

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 19:10
by viddi
Við vorum með ger sem fylgdi með. Ósköp litlar upplýsingar á því. Hafði einmitt áhyggjur af því að geta ekki bætt sams konar geri í. Spurning um að hafa samband við Brewferm og reyna að fá upp úr þeim hvað er hægt að nota með ef ske kynni að það þyrfti að bæta í.

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 20:22
by atax1c
Bookmark-aðu þetta: http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Oft mjög þægilegt að nýta sér þetta, slærð inn OG og magn og sérð þá hversu mikið ger þarf. ;)

Re: Luxe Pilsner

Posted: 12. Feb 2011 22:51
by Eyvindur
Þú verður væntanlega engu bættari með því að bæta geri við, nema gerjunin stoppi. En gerið ætti alveg að ná að fjölga sér og græja þetta, en vandinn er að ef þú setur of lítið (og í lagergerð þarf djöfull mikið af geri) myndar gerið djöfullega mikið af esterum ef maður setur of lítið, sem eyðileggur hreina lagerbragðið svolítið. En það fer reyndar eitthvað eftir gerinu.

Ef gerjunin stoppar skiptir hins vegar sáralitlu máli hvaða ger þú setur út í, þar sem þéttleikinn verður væntanlega það lágur að gerið ætti ekki að þurfa að erfiða neitt, og ætti ekki að mynda neina aukaestera þá. Ef hún fer alls ekki af stað þarftu að pæla í hvaða ger þú notar (þó bara að það hæfi stílnum - gerinu er sama hvort það heitir Brewferm eða Danstar), en ekki ef það er rétt til að klára sig af. Einu esterarnir sem þú færð eru úr fyrsta gerinu. Af sömu ástæðu skiptir sáralitlu máli hvaða ger maður notar ef maður bætir geri út í við átöppun. Það hefur ekki mikil áhrif þegar það hefur mjög lítið að gera.