Page 1 of 1

Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 12. Feb 2011 00:56
by oddur11
sælir. oddur heiti ég og fékk þessa svakalegu hugmynd að byrja að brugga bjór sem hobby (þar sem ég er ekki með bílskúr til að gera við bílinn minn lengur, og er alltaf heima með syni mínum).

Og byrjaði ég núna á mánudaginn síðast liðinn að lesa og fræðast um bruggun bjórs, bara þetta byrjunar dæmi frá coopers.

Það var svo í gær sem ég sagði við sjálfan mig eftir að hafa skoðað þessa frábæru síðu (fagun.is), "Oddur, ef þú ætlar einhvertíma að gera þetta, þá ferðu núna og kaupir allt í þetta og byrjar". Og viti menn, í gær um 9 leitið var ég búin að setja ger í bruggið (man ekki hvað þetta kallast), og bíð bara eftir árangri.

mun eflaust koma til með að spyrja spurninga og segja frá hvernig gengur.
kv.oddur
:beer:

Re: Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 12. Feb 2011 09:07
by atax1c
Velkominn ;)

Re: Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 12. Feb 2011 14:35
by sigurdur
Velkominn í hópinn. :beer:

Re: Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 16. Feb 2011 09:11
by halldor
Velkominn Oddur.
Ef þú ert að hugsa um þetta sem áhugamál, eins og flestir hér, þá á þetta eftir að koma þér skemmtilega á óvart. Maður getur algjörlega gert hlutina á sínum hraða og hættir einhvernveginn aldrei að læra eitthvað nýtt.
Þú mátt alls ekki mikla fyrir þér all-grain bjórgerð, því hægt er að byrja smátt og bæta svo smám saman við sig búnaði og tækni. :fagun:

Re: Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 16. Feb 2011 11:41
by oddur11
ég er búin að vera fræða mig um BIAB núna í 2daga, og held að ég prufi það kannski bráðum, fékk vin minn til að vera með mér í því, það er allavega meira spenandi heldur en sirop dæmið, einig var ég að byrja að gera cider

Re: Alltaf læri ég eithvað nýtt

Posted: 16. Feb 2011 12:21
by hrafnkell
Velkominn.

BIAB er klárlega málið fyrir byrjendur (og lengra komna). Ég nenni ekki að nota fína meskikerið mitt lengur, geri bara BIAB til að spara tíma, og fæ alveg jafn góðan bjór.