Page 1 of 1

nýskráning en reynslubolti í bjórsötri

Posted: 11. Feb 2011 19:16
by haukur_heidar
Sælir

Búinn að stunda ansi lengi að skoða umræður hérna, ákvað loksins að skrá mig. Hef ekki verið að brugga en búinn að vera í smökkun í ansi mörg ár, tegundir eru komnar yfir 1,000 og ég hef ekki tölu á bruggsmiðjunum sem ég hef skoðað.

Ég skjalfærði lengi allt mitt á ratebeer.com (user: haukur) en hef verið ansi latur síðustu 2-3 ár að henda inn dómum þangað en hef aftur á móti reynt að halda bókhaldi fyrir mig.

Finnst þetta vera áhugaverður félagsskapur og fagna þeim áhuga og eldmóð sem ég hef séð hérna

:skal:

Re: nýskráning en reynslubolti í bjórsötri

Posted: 11. Feb 2011 19:22
by arnarb
vertu velkominn í hópinn.
Það er fínt að fá reynslubolta í bjórsmökkun til að smakka alla þá veigar sem eru í boði :)

Re: nýskráning en reynslubolti í bjórsötri

Posted: 11. Feb 2011 19:33
by gunnarolis
Ég startaði ratebeer account til þess að komast fram úr þér :)

Velkominn...

Re: nýskráning en reynslubolti í bjórsötri

Posted: 11. Feb 2011 20:29
by Eyvindur
Innilega velkominn.