Page 1 of 1

"food grade" slanga

Posted: 6. Feb 2011 12:37
by viddi
Sælir
Veit einhver hvert maður snýr sér til að fá "food grade" slöngu? Ég á við slöngu svipaða garðslöngu að sverleika. Vantar að skipta út gamalli gúmmíslöngu úr þvottapotti.

Re: "food grade" slanga

Posted: 6. Feb 2011 12:42
by valurkris
Er ekki til svona í BYKO, það eru allavega til grennri slöngur þar

Re: "food grade" slanga

Posted: 6. Feb 2011 12:48
by hrafnkell
Ef þú vilt hitaþolna og food grade þá fæst slíkt í barka. Ógeðslega dýrt samt, eða uþb 1500-2000kr metrinn.

Re: "food grade" slanga

Posted: 6. Feb 2011 15:56
by anton
Það fer já eftir hitastigi. Það eru til glærar, styrktar og óstyrktar, food grade slöngur í húsasmiðjunni og byko. Kostar ekkert, en eru upp í 60° / 80° eitthvað svoleiðis eftir gerðum

Ef þú vilt flytja "sjóðandi" vökva (100°) þá þarftu að fara í dýrari slöngur úr silicon. Það kostar hálfan handlegg.

Re: "food grade" slanga

Posted: 6. Feb 2011 23:40
by kristfin
það er hægt að fá bláa food grade slöngu í barka. 1/2" kostar 800 kall meterinn.

silikon slöngurnar eru á 2-3000 kall meterinn

Re: "food grade" slanga

Posted: 7. Feb 2011 14:51
by Andri
Fæst einnig í landvélum, mikið úrval