Page 1 of 1

Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 10:21
by Stulli
OK, það má alls ekki taka þessu of hátíðlega. En ég hef verið að velta þessari hugmynd fyrir mér í svolítinn tíma. Þegar að FÁGunar fundir fara að rúlla af stað, þá datt mér í hug að það væri gaman að hafa reglulega fyrirlestra. Pælingin er að hver sem er sem að hefur áhuga á að dýpka þekkingu á einhverju efni sem að tengist gerjun á einn eða annan hátt getur sett saman fyrirlestur (eins óformlegt eða formlegt og hver og einn vill) og flutt fyrir meðlimi FÁGunar. Fyrirlestrarnir þurfa ekki að vera vísindaleg, löng eða ítarleg. Sá sem að heldur fyrirlestur getur svo sett upplýsingar um sín efni inn á edda.fagun.is.

En einsog og segi, þá er þetta bara til þess að hafa gaman af og jafnvel læra eitthvað nýtt í leiðinni.

Hvað finnst ykkur?

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 10:47
by Eyvindur
Frábær hugmynd. Frædir bædi fyrirlesara og áheyrendur. Gæti jafnvel ordid almennara seinna meir.

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 10:49
by halldor
Sammála... frábær hugmynd :)

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 12:37
by Hjalti
Æðisleg hugmynd!

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 13:09
by Andri
Sæl verið þið, Andri heiti ég. Nú ætla ég að ræða við ykkur um bjór.
Bjór er góður, bjór er hollur & næringarríkur drykkur og væri líklegast heilsudrykkur ef ekki væri fyrir áfengið. Stundum er talað um að hann sé ekkert nema brauð í vökvaformi................................. :?
Þið eruð klikkaðir, fínasta hugmynd.. væri gaman :D

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 13:29
by Hjalti
Haha, held að enginn okkar væri hérna á þessu appelsínugula spjalli nema það væru allir hérna nett truflaðir einhverstaðar í vinstra heilahveli :)

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Posted: 30. May 2009 14:18
by Öli
Mér finnst þetta frábær hugmynd Stullu. Verð að viðurkenna að mér hefur dottið þetta í hug líka, en hélt e.t.v. að ég væri bara klikkaður. Gaman að vita að þið eruð allir jafn klikkaðir og ég! :)