Page 1 of 1

Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 15:04
by ulfar
Langaði að láta ykkur vita kæru vinir að Úlfur frá Borg er komin í sölu. Hann er mjög góður American-IPA sem Stulli (einn af stofnendum Fágunar) skapaði. Til að nálgast hann þarf að leggja leið sína í Heiðrúnu, Skútuvog eða Kringluna.

Áfram amarillo!

http://www.olgerdin.is/frettir/317/Ulfu ... fault.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 15:12
by hrafnkell
Ég þangað.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 15:33
by karlp
ég er með kippan í bil :) gott að vinna á skútuvogi ;)

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 15:48
by Oli
Búinn að panta kippu ! :beer:

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 19:12
by bjarkith
Fór rakleiðis út í Heiðrúnu og keypti mér eina kippu þegar ég sá þetta í Fréttatímanum, kippti einum Hobgoblin með líka, spenntur að smakka hann.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 19:38
by gunnarolis
Mætti í skútuvog um klukkan 7 og þá var hann að sjálfsögðu uppseldur.
Fuller's London Porter var samt mættur blýsperrtur í hilluna, er að drekka hann as we speak og hann er one darn taisty treat.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 4. Feb 2011 21:07
by Andri
Keypti tvær kippur í heiðrúnu, það var barist um þetta. Fór fyrst í kringluna og hann var uppseldur þar en ég spurði gæjann í heiðrúnu hvort hann ætti þetta til því ég sá hann ekki í hillunum, þá var hann í neðstu hillu, fáránlegt að hafa nýjann bjór í neðstu hillu að mínu mati.
En hann sagðist eiga nóg inni, ég veit ekki hver mælieiningin á nóg er hjá honum.. meina dash er mismunandi eftir kokkum, en það hlýtur að vera eitthvað eftir :)

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 5. Feb 2011 12:44
by Bjössi
Góðar fréttir, IPA er án efa minn uppáhlds stíll
hvaða humlar eru í honum þessum?

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 5. Feb 2011 12:51
by Stulli
Sælir,

Hér er heimasíða Borgar brugghúss:
http://www.borgbrugghus.is

Og svo er ég nýbyrjaður með smá blogg:
http://stullibruggar.blog.is

Endilega hafa samband ef að það vakna einhverjar spurningar

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 5. Feb 2011 14:01
by gunnarolis
Ég ætla að giska á að það séu 3 tegundir af humlum í bjórnum og 2 þeirra séu Simcoe og Columbus.

Ég náði mér í kippu af þessum í Heiðrúnu rétt í þessu og er gífurlega spenntur að smakka. Fyrir þá sem langar að smakka, þá var ennþá eitthvað til í Heiðrúnu uppi á höfða.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 5. Feb 2011 14:12
by Eyvindur
Pilsmalt, munchen malt og caramel malt gefa grunninn og columbus, cascade, simcoe og amarillo humlar halda uppi gleðinni.
Nokkuð nærri lagi, Gunnar. Mæli með því að lesa bloggið hans Stulla.

Þar kemur líka fram að þetta eru 60 IBU.

Ohh, get ekki beðið eftir að komast heim til að geta smakkað Úlfinn.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 5. Feb 2011 16:43
by hrafnkell
gunnarolis wrote:Ég ætla að giska á að það séu 3 tegundir af humlum í bjórnum og 2 þeirra séu Simcoe og Columbus.

Ég náði mér í kippu af þessum í Heiðrúnu rétt í þessu og er gífurlega spenntur að smakka. Fyrir þá sem langar að smakka, þá var ennþá eitthvað til í Heiðrúnu uppi á höfða.
Bingó!
af http://stullibruggar.blog.is/blog/stullibruggar/" onclick="window.open(this.href);return false;
Pilsmalt, munchen malt og caramel malt gefa grunninn og columbus, cascade, simcoe og amarillo humlar halda uppi gleðinni. Beiskjan á Úlfi er 60 IBU

Þessi bjór er stórgóður. Ég keypti kippu og hefði eiginlega viljað meira. Verður ekki örugglega bruggað meira af þessum? :)

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 8. Feb 2011 00:41
by atax1c
Hann er rosalega góður, frábær ilmur :beer:

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 8. Feb 2011 16:28
by Bjössi
Keypti í gær nokkrar flöskur, virkilega góður IPA
eg persónulega hefði viljað hafa hærra IBU
en samt sem áður frábær IPA í alla staði
ég var að giska á Centennial humla

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 8. Feb 2011 23:01
by Classic
Náði mér í góðan slatta niðri í Skútuvogi í gær. Nældi mér svo í Dolaner ost og perusultu frá Búrinu í Hagkaup áðan til að bakka hann upp, og var að kyngja þessarri blöndu rétt í þessu. Eðall. Vona að hann sé kominn til að vera, nú hefur maður loksins ástæðu til að heimsækja Skattstofuna fyrir annað en rannsóknarvinnu fyrir heimilisiðnaðinn ;P

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 10. Feb 2011 22:12
by Belgur
Ahhh... sweet, alveg mátulegur á alla kanta, kaupi meira á morgun :P

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 10. Feb 2011 22:37
by Eyvindur
Sweet? Áttu ekki við bitter? ;)

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 11. Feb 2011 08:15
by anton
Ansi góður!
Bruggbúnaður, ~50kg af korni og ~1kg af humlum til sölu.....DJÓK!

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 11. Feb 2011 19:19
by arnarb
Þessi er mjög góður að mínu mati.
Skemmtilegur ilmur í upphafi, kröftugur sítrus ilmur sem minnir á grasengi.
Það er töluverð kolsýra í honum og hausinn er fallegur og helst nokkuð vel.
Jafnvægið er mjög gott, ekki áberandi maltbragð enda beiskjan í forgangi. Beiskjan bítur mátulega og lifir lengi á tungunni.

Þessi verður fastagestur hjá mér, er þegar búinn með 2 kippur og hann er ávanabindandi.

Virkilega vel heppnaður IPA að mínu mati.

Re: Nýr bjór í ríkið - nú með humlum.

Posted: 11. Feb 2011 20:00
by Belgur
Eyvindur wrote:Sweet? Áttu ekki við bitter? ;)

Touché :fagun: