Snorri Pet, sjálfskynning
Posted: 1. Feb 2011 23:13
Sælir félagar, ég ákvað að drullast til að skrá mig loksins. Ég er búinn að heimsækja þessa síðu mér til fræðslu undanfarið ár en nú er ég kominn svo langt í því sem ég er að gera að það er best að fara kynna mig og taka þátt.
Ég byrjaði að gerja kit bjór fyrir 10 - 15 árum síðan, þegar ég var fyrsta bekk í menntó. Þá snérist þetta um ódýrt fyllerí. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikinn sykur var sett út í á þessum árum til að keyra upp alkahólið. Ég kom mér upp dágóðu safni af Grolsh flöskum en svo þurfti maður alltaf að fara í partý með þær og þá einhvernveginn í æsingnum fór maður bara að drekka á stút og skítt með gruggið.... Mig hryllir að hugsa um þetta í dag en svona var þetta samt.
Ég byrjaði aftur fyrir tveimur árum og er kominn í þetta af fagurkera-ástæðum, skulum við segja.
Nú er ég búinn með nokkrar "all grain" týpur og upp á síðkastið hef ég verið í Pal ale bransanum og þyrstir í fleiri uppskriftir. Smekkur minn fyrir Lager bjór hefur stórminnkað fyrir vikið.
Alla vega, ég er mættur. Kv. Snorri Pet
Ég byrjaði að gerja kit bjór fyrir 10 - 15 árum síðan, þegar ég var fyrsta bekk í menntó. Þá snérist þetta um ódýrt fyllerí. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikinn sykur var sett út í á þessum árum til að keyra upp alkahólið. Ég kom mér upp dágóðu safni af Grolsh flöskum en svo þurfti maður alltaf að fara í partý með þær og þá einhvernveginn í æsingnum fór maður bara að drekka á stút og skítt með gruggið.... Mig hryllir að hugsa um þetta í dag en svona var þetta samt.
Ég byrjaði aftur fyrir tveimur árum og er kominn í þetta af fagurkera-ástæðum, skulum við segja.
Nú er ég búinn með nokkrar "all grain" týpur og upp á síðkastið hef ég verið í Pal ale bransanum og þyrstir í fleiri uppskriftir. Smekkur minn fyrir Lager bjór hefur stórminnkað fyrir vikið.
Alla vega, ég er mættur. Kv. Snorri Pet