Page 1 of 1
Viking Stout
Posted: 30. May 2009 02:14
by Hjalti
Sæmilega mjúkur og ágætur stout. Alveg temmilega mikið gos í honum til að gera hann svona týpískt stout á tunguni.
Liturinn er dökkur og flottur... nær eginlega að verða hálf leðjulegur sem mér fynnst vera kostur við Stout.
Hinsvegar fynnst mér ekki Reykta Maltið hjálpa honum neitt. Mér reyndar fynnst þetta reykta malt bara bragðast eins og Reyktur Lax sem er ekki kostur í bjór....
En ég er soldið skrýtinn með það
Fær 6/10 hjá mér fyrir tækni og stíl en því miður missir hann 2 heila útaf reykta maltinu sem fer alveg með þennan fyrir mér.... Taðreykið lax, ekki bjór!
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 08:16
by Stulli
Hmm, ég er eiginlega alveg pottþétt viss (alveg 99,97% viss) um að það sé ekki reykt malt í Viking Stout.
En, fyndið að þú skulir minnast á það, ég ætla einmitt að taðreykja malt í haust og gera taðreykt jólaöl
(ég er ekki að grínast

)
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 09:37
by Eyvindur
Ég verð að taka undir þetta með Stulla, ég hef ekki fundið neitt reykt bragð af Viking Stout...
Ég er að bræða með mér að gera reyktan Porter fyrir jólin... Ég á rétt tæplega pund af taðreyktu malti, sem mun væntanlega endast mér út ævina... Notaði 20 gr. af því í bjór sem ég gerði með vini mínum um daginn og er geysilega spenntur að smakka hann...
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 09:57
by Stulli
Eyvindur: hvar fékkstu taðreykt malt?
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 10:02
by Eyvindur
Northcountrymalt.com
Er peated annars ekki örugglega það sama og taðreykt?
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 10:04
by Stulli
Nei, peat er mór
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 10:05
by Eyvindur
Ah... Mín mistök... Móreykt var það...
Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 10:07
by Stulli
Hvað sem að því líður, þá er þetta spennandi, vona að ég fái smakk

Re: Viking Stout
Posted: 30. May 2009 10:09
by Eyvindur
Það held ég að sé óhjákvæmilegt...
Smakkaði einmitt porterinn minn í gærkvöldi, og þrátt fyrir öskrandi kvef lofar hann mjög góðu... Gæti verið góður grunnur fyrir portera framtíðarinnar...
Re: Viking Stout
Posted: 16. Jun 2009 10:13
by hallur
Mér finnst stoutinn mjög ferskur og góður... ef hægt er að tala um ferskan stout. Mér finnst rosalega gott að fá mér einn eða tvo Viking Stout áður en ég fæ mér Kalda (hvort sem er ljósan eða dökkan) sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Re: Viking Stout
Posted: 4. Jul 2009 07:03
by nIceguy
Úff talandi um stout, þá finnst mér Imperial Stoutinn frá Ölvisholti snilld. Lava stout nammi namm!
Re: Viking Stout
Posted: 6. Jul 2009 02:39
by Hjalti
Um að gera að búa til nýjan þráð fyrir Lava þá
