Page 1 of 1

Cascade rúg-ljósöl

Posted: 6. May 2009 19:47
by Eyvindur
Þetta er uppskrift sem ég bruggaði um daginn. All grain uppskrift. Meskingin var í kringum 65°C. Ég skolaði óvart of mikið, og fékk því aðeins lægra OG en ég bjóst við, en á móti er ég með næstum 24 lítra af þessu...

4.5 kg American 2-row malt
230 g Carapils malt
235 g Crystal 40°L
450 g Maltaður rúgur
30 g Cascade í 60 mínútur
30 g Cascade í 30 mínútur
30 g Cascade í 5 mínútur
10 g Irish Moss í 15 mínútur
Safale US-05 ger

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 23. May 2009 00:51
by Eyvindur
Var að tappa þessum á flöskur. FG: 1.012. Smakkaði gravity sýnið. Það var svo gott að þegar hálf flaska varð afgangs eftir töppun drakk ég hana af áfergju. Held að þetta sé winner.

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 24. Jun 2009 15:40
by ulfar
Já þessi er mjög góður!

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 24. Jun 2009 17:20
by Eyvindur
Takk fyrir það. Ég er mjög sáttur. Fínasti sumarbjór. Ágætlega humlaður, yndislegt kryddbragð af rúgmaltinu, mjög hressandi.

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 22. Oct 2011 12:30
by Eyvindur
Ég lagði aftur í þennan um daginn. Hann er nú að gerjast við 18°C í nýja gerjunarskápnum mínum, með Wyeast American Ale 1056 geri sem Kristfin skaut á mig af góðmennsku sinni. Ilmurinn þegar ég opna skápinn til að kíkja er himneskur. Hlakka til að endurnýja kynnin við þennan bjór, enda einn sá besti sem ég hef bruggað.

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 9. Feb 2012 19:33
by Feðgar
Var hann drukkinn hratt þessi eða náðu einhverjar flöskur að eldast smá?

Er bara að spá hvernig Rúgurinn kom út eftir smá tíma.

Re: Cascade rúg-ljósöl

Posted: 1. Oct 2012 10:34
by reynirdavids
er mjög hrifinn af þessum.
er að brugga hann í annað skiptið núna.
fyrst notaði ég us-05 og var mjög sáttur.

er með 2falda uppskrift í gerjun núna og með sitthvort gerið.
us-04 og nothingham. verður gaman að sjá útkomuna.