Page 1 of 2
Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jan 2011 01:26
by Smári
Sælir bruggmeistarar.
Fyrsti posturinn minn a spjallbordinu, en eg hef verid dyggur lesandi sidustu manudina og medtekid mørg god rad og fengid enn fleiri hugmyndir. Hef duddad mer vid ad bua til bruggtæki ur gamalli hitavatnstubu. Thar sem eg by i litilli ibud akvad eg ad fira med rafmagni frekar en gasi. Notadi orginal elementid sem var i tubunni og keypti tvø til vidbotar. Samanløgd uppgefin orka er 6 kW, jafnt deilt a elementin 3.
Fyrsta iløgn var i fyrradag, allt gekk med soma en thegar eg tæmdi kutinn e. kælingu tok eg eftir hvitri skan a elementunum. Hun threifst audveldlega af, en gæti thetta verid eitthvad ullabjakk sem eg thyrfti ad hafa ahyggjur af?
ps. afsakid skort a islenskum støfum, by i noregi og skrifa thennan post i vinnunni i furdulegri tølvu sem hatar greinilega islenska stafi.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jan 2011 08:16
by kalli
Smári wrote:Sælir bruggmeistarar.
Fyrsti posturinn minn a spjallbordinu, en eg hef verid dyggur lesandi sidustu manudina og medtekid mørg god rad og fengid enn fleiri hugmyndir. Hef duddad mer vid ad bua til bruggtæki ur gamalli hitavatnstubu. Thar sem eg by i litilli ibud akvad eg ad fira med rafmagni frekar en gasi. Notadi orginal elementid sem var i tubunni og keypti tvø til vidbotar. Samanløgd uppgefin orka er 6 kW, jafnt deilt a elementin 3.
Fyrsta iløgn var i fyrradag, allt gekk med soma en thegar eg tæmdi kutinn e. kælingu tok eg eftir hvitri skan a elementunum. Hun threifst audveldlega af, en gæti thetta verid eitthvad ullabjakk sem eg thyrfti ad hafa ahyggjur af?
ps. afsakid skort a islenskum støfum, by i noregi og skrifa thennan post i vinnunni i furdulegri tølvu sem hatar greinilega islenska stafi.
6 KW græja er mjög myndarlegt

Þú ert ekki lengi að ná upp suðu með þessu.
Þessi hvíta skán er örugglega kalkútfellingar, en vatnið í Noregi er (giska ég á) miklu harðara en hér heima. Ég þekki þetta frá Danmörku, þar sem kalkið settist á elementið í hraðsuðukötlum og í kaffivélum. Það er semsé meinlaust en ég myndi hreinsa elementin eftir hverja suðu því ef skánin fær að hlaðast upp þá fer hún að virka sem einangrun.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jan 2011 10:12
by hrafnkell
Þessi skán er í góðu lagi, og kemur líka á Íslandi. Þetta er aðallega bara upp á lúkkið. Ég þríf þetta öðru hverju, nenni alls ekki að þrífa þetta eftir hverja bruggun

Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jan 2011 13:10
by sigurdur
Ég þríf mín hitöld eftir hverja lögun, en þessi skán er trúlega ekkert hættulegt.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jan 2011 17:39
by Smári
Takk fyrir svörin. Ég stressa mig þá ekkert á þessu.
Ég þreif náttúrulega elementin og nú bubblar bruggið svona líka vinalega í stofunni.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 1. Feb 2011 21:52
by Örvar
Eruði með eitthver góð tips hvernig á að þrífa svona af eftir að þetta hefur fengið að liggja á í lengri tíma?
Ég fékk notaðan plastsuðupott hér á spjallinu og hef notað hann tvisvar og á elementunum er einmitt þessi hvíta skán:
Ég reyndi svo að þrífa þetta af bæði með ofnahreinsi og líka ediki eins og ég las einhverstaðar og þá leit þetta eiginlega bara verr úr, svona brúnleitt:
Í síðustu bruggun fór svo gjörsamlega allt úrskeiðis, þar á meðal suðupotturinn. Ég var búinn að meskja í honum (BIAB) og var að byrja að sjóða þegar eitt elementið slökkti á sér, svo ca 3-4mín seinna fór annað element og aftur 3-4mín seinna fór síðasta elementið. Skil eiginlega ekkert í þessu enda ekki mjög klár í rafmagni en það voru 2x2000w element á 16A öryggi og 1x2000w element á 10A öryggi. Ég náði þá í stærstu pottana sem til voru og skellti því sem ég kom í pottana í eldavélarhelluna og kláraði suðuna þar. En þá var víst 1 element ennþá í sambandi og brann þar sem það var ekki í neinum vökva lengur. Það leit þá svona út:
Nú er ég að reyna að þrífa brennda elementið og sótið er að koma sæmilega af en ég veit ekki hvort ég sé að taka eitthverja málmhúð af elementinu þar sem það kemur koparlitur í ljós undan sótinu:
Hefur einhver af ykkur lent í að brenna element svona og ætli það sé í lagi að nota það eftir að hafa hreinsað það?
Prófaði að kveikja á því eftir allt klúðrið og það lítur út fyrir að það virki.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 1. Feb 2011 22:35
by kalli
A) Hreinsa hitald - Mér er sagt að þetta virki: Sjóða vatn í potti, setja 1 matskeið af lyftidufti í, setja hitaldið í pottinn og láta liggja í bleyti í 10 mínútur.
B) Hitöldin hætta að hita - Ég lenti í þessu sama með mín hitöld (Rúmfatalagers dót). Þetta er biometal fjöður í hitaldinu sem breytir lögun og rýfur strauminn þegar vatnið sýður, sem er ekki mjög hentugt þegar maður ætlar að sjóða í langan tíma. En fyrst tók ég þau af og þurrkaði vandlega af því hvíta kremið sem flytur hitann yfir á biometal fjöðrina. Það dugði ekki til. Þá losaði ég skrúfuna sem heldur biometal fjöðrinni á sínum stað og fjarlægði hana og skrúfaði skrúfuna aftur í. Þetta ætlar að duga.
C) Brunnið hitald - Það er í góðu lagi að nota hitaldið áfram. Það getur verið að líftíminn styttist eitthvað við að ganga þurrt, en meðan það virkar þá virkar það. Ég get ekki ímyndað mér að það komi óbragð í virtinn af svo litlu flatarmáli, ef þú ert hræddur um það.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 1. Feb 2011 22:44
by Stebbi
Mér hefur gengið ágætlega að nota klórblöndu og grófan svamp við að þrífa svona element. Koparliturinn er bara afþví að þetta er búið að hitna svo svakalega, húsið utanum elementið er úr rafpóleruðu ryðfríu stáli.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 1. Feb 2011 22:58
by Örvar
kalli wrote:B) Hitöldin hætta að hita - Ég lenti í þessu sama með mín hitöld (Rúmfatalagers dót). Þetta er biometal fjöður í hitaldinu sem breytir lögun og rýfur strauminn þegar vatnið sýður, sem er ekki mjög hentugt þegar maður ætlar að sjóða í langan tíma. En fyrst tók ég þau af og þurrkaði vandlega af því hvíta kremið sem flytur hitann yfir á biometal fjöðrina. Það dugði ekki til. Þá losaði ég skrúfuna sem heldur biometal fjöðrinni á sínum stað og fjarlægði hana og skrúfaði skrúfuna aftur í. Þetta ætlar að duga.
Þetta eru gömlu elementin þín býst ég við, fékk plastpottinn og elementin hjá þér fyrir áramót. Ég hef soðið með þeim eina lögun og allt var í góðu. Ég átta mig ekki alveg á því hvað þá átt við með biometal fjöður en það er væntanlega búið að fjarlægja hana ef þetta eru sömu element og þú ert að tala um og að ég hef soðið í þessu í klukkustund án þess að hafa lent í neinum vandræðum.
Gæti vandamálið verið eitthvað annað?
Þetta viðrist samt vera eitthvað svipað því það slökknaði á þeim öllum fljótlega eftir að suðan byrjaði
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 10:36
by Stebbi
Þessi Bi-metal fjöður er í plaststykkinu sem er fyrir utan pottinn, eina sem hún gerir er að smella rofanum til baka þegar ákveðnum hita er náð. Þetta virkar eins og mekanískt thermostat.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 12:05
by Örvar
Ok. Það var allavega ekki að gerast, rofinn sló aldrei út þegar elementin slökktu á sér
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 12:20
by kalli
Örvar wrote:kalli wrote:B) Hitöldin hætta að hita - Ég lenti í þessu sama með mín hitöld (Rúmfatalagers dót). Þetta er biometal fjöður í hitaldinu sem breytir lögun og rýfur strauminn þegar vatnið sýður, sem er ekki mjög hentugt þegar maður ætlar að sjóða í langan tíma. En fyrst tók ég þau af og þurrkaði vandlega af því hvíta kremið sem flytur hitann yfir á biometal fjöðrina. Það dugði ekki til. Þá losaði ég skrúfuna sem heldur biometal fjöðrinni á sínum stað og fjarlægði hana og skrúfaði skrúfuna aftur í. Þetta ætlar að duga.
Þetta eru gömlu elementin þín býst ég við, fékk plastpottinn og elementin hjá þér fyrir áramót. Ég hef soðið með þeim eina lögun og allt var í góðu. Ég átta mig ekki alveg á því hvað þá átt við með biometal fjöður en það er væntanlega búið að fjarlægja hana ef þetta eru sömu element og þú ert að tala um og að ég hef soðið í þessu í klukkustund án þess að hafa lent í neinum vandræðum.
Gæti vandamálið verið eitthvað annað?
Þetta viðrist samt vera eitthvað svipað því það slökknaði á þeim öllum fljótlega eftir að suðan byrjaði
Ég lenti ekki í þessu með tunnuna sem þú fékkst hjá mér, heldur með fötuna sem ég setti saman eftir það.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 12:26
by Örvar
Ok. Það er líka ekki þessi fjöður sem er að slá út elementunum hjá mér þar sem rofinn helst inni allan tíman. En það er eins og þau hafi slökkt á sér útaf suðunni eða eitthverju líkt því þar sem það slökknaði á þeim öllum á mismunandi tíma rétt eftir að suðan byrjaði.
Hefur einhver hér hugmynd um hvað gæti hafa verið að gerast?
Er ekki alveg að leggja í að brugga strax aftur ef þetta gæti gerst aftur
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 13:00
by hrafnkell
Hvernig fata er þetta? Ég hef lent í því að stundum ná elementin ekki sambandi þegar fatan er heit (og veggirnir hafa þanist út). Það er hægt að leysa með því að herða betur á elementunum eða lengja contact pinnana aðeins. Þetta ætti ekki að gerast með venjulegar 33l fötur, en gæti gerst á 60l og 120l síldartunnum sem eru með töluvert þykkari veggi.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 14:23
by Örvar
Þetta er í 60l síldartunnu.
Elementin voru vel hert í og mér finnst eiginlega útilokað að þau hafi öll misst samband, sérstaklega þar sem ca. 2mm plast er aukalega á milli í einu elementinu sem hefði þá átt að detta út á undan hinum sem það gerði ekki.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 15:30
by kalli
Örvar wrote:Ok. Það er líka ekki þessi fjöður sem er að slá út elementunum hjá mér þar sem rofinn helst inni allan tíman. En það er eins og þau hafi slökkt á sér útaf suðunni eða eitthverju líkt því þar sem það slökknaði á þeim öllum á mismunandi tíma rétt eftir að suðan byrjaði.
Hefur einhver hér hugmynd um hvað gæti hafa verið að gerast?
Er ekki alveg að leggja í að brugga strax aftur ef þetta gæti gerst aftur
Það sem þú kallar rofa, ég geri ráð fyrir að það sé útsláttaröryggið í rafmagnstöflunni. Það er eðlilegt að það slái ekki út. Bimetal fjöðurin á ekki að slá því út, heldur bara rjúfa rafmagnið á hitaldið.
Viltu ekki koma með tunnuna eða hitaldið sem dettur út við suðu og ég kíki á það með þér. Þú veist hvar ég bý

Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 15:33
by Örvar
Meinti ekki öryggið í töflunni heldur rofann/takkann utan á elementinu sjálfu (plast flipi á element tenginu).
Örygginu í töflunni sló svo út seinna þegar elementið brann en það er önnur saga

Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 16:11
by anton
Mín element eru með svona "rofa" á elementinu sjálfu, sem áður var framlengt og tengt við rofa á hraðsuðukatlinum sjálfum upphaflega.
Það er fjöður líka, en hún er ekki að slá út elementinu þrátt fyrir mikla suðu.
Ég nota rofan til að slökkva og kveikja á elementunum eftir þörfum til að stilla af suðuna. Keyri oftast á einu elementi allan suðutíman en skít aðein á hitt annað slagið
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 18:44
by hrafnkell
Fjöðurin sem slær elementinu út í suðu virkar bara þegar ketillinn er samsettur - því þá er gufa leidd að fjöðurinni, og þegar gufan er orðin suðuheit, þá þenst fjöðurin út og slær elementinu út (og færir rofann). Það gerist ekki í bruggkötlum, en fjöðurin getur verið leiðinlega viðkvæm og slegið út við smá hreyfingar. Það er ekkert mál að taka takkann alveg af eða fjöðurina til að þetta hætti að gerast.
Mig grunar að þetta sé kannski sambandsleysi hjá þér, eins og ég póstaði hérna fyrir ofan. Slökknar á ljósunum á elementinu í þessum vandræðum hjá þér?
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 2. Feb 2011 19:04
by Örvar
Já það slökknaði einmitt á ljósunum á elementunum þegar þetta gerðist, ég reyndi samt aðeins að hreyfa þau til eftir að það slökknaði á þeim til að tékka á sambandsleysi en ekkert gerðist
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 7. Mar 2011 14:38
by Diazepam
Ég er að lenda í þessu núna með mína 60 L tunnu að hitaelementin á henni detta út þegar þau eru búin að vera í gangi lengi. Það er búið að brugga með tunnuni ein 2-3 skipti og ekkert vandamál þessu líkt komið upp áður.
Ég var að sjóða í síðustu viku og var með tunnuna úti á svölum frá 18:30-20:30 og þá var ekki kominn upp suða en virtinn var samt orðinn 85°C heitur og þá tóku elementin uppá því að detta inn og út á einhvern undarlegan hátt. Daginn eftir gat ég vel soðið vatn í tunnunni þá var eins og ekkert hafi gerst.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 7. Mar 2011 15:16
by kalli
Á hitöldunum er bi-metal fjöður sem afmyndast við hita og ýtir þá á rofa sem rýfur fasann. Það þarf að fjarlægja fjöðrina eða rofann og þá er málið leyst.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 9. Mar 2011 22:36
by Diazepam
Ég sem sagt tók í sundur suðutunnuna og fjarlægði þessa litlu málmplötu sem fest var á hitaelementinu. Hitaelementin fóru allavega í gang eftir þessa aðgerð. Nú er að sjá hvort að þetta heldur áfram að.
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jun 2011 14:07
by atax1c
Nú lenti ég illa í því, var að fara að sjóða, og þá slær eitt elementið út, svo annað.
Ég ákvað að tæma suðutunnuna og losa elementin, ég reif þessa litlu málmplötu af báðum og þreif hitakremið. Svo hellti ég virtinum aftur í suðutunnuna og náði að sjóða draslið, EN annað elementið sem ég reif plötuna af slær ennþá út.
Hvað get ég gert ? Ég er búinn að fjarlægja málmplötuna (fjöðrina?), hvernig lítur þessi rofi út ? Er það svona hvítur plastpinni sem ýtist inn ?
Re: Hvit skan a elementum
Posted: 27. Jun 2011 14:13
by anton
Ég var að lenda í því eftir nokkrar suður að elementin voru ekki að ná contact alveg nægilega vel. Pinnarnir voru búnir að éta upp snerturnar sem voru úr kopar...ég tróð samþjöppuðum álpappír í götin og herti vel upp aftur og þetta kikkaði í gang, svona nokkurn vegin...Bottom line held ég að málið sé að kaupa almennileg element. Þessi hraðkatla eru ekki gerð til keyra í fullum gangi tímum saman og endast því eftir því. Eflaust eru þó gæðin misjöfn.
Skoðaðu pinnana og snerturnar. Sjáðu hvernig það lítúr út.