Page 1 of 1

Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 29. May 2009 23:19
by olihelgi
Ég er að velta einu fyrir mér. Núna er ég bara búinn að brugga einn extract IPA og var temmilega sáttur. En mér fannst vanta meiri kropp í bjórinn. Bjórinn var frekar léttur og aðeins fallegri haus og meiri kroppur hefðu bætt hann mikið.

Uppskriftin sem ég notaði er eftirfarandi:

1,5 kg light extract
125 gr Cara-crystal malt (40 lovibond)
100 gr Cascade hops
S-04 English Ale yeast
Irish Moss

Hérna er svo lýsing á því hvernig ég bætti humlunum út í:
60 min 40 gr Cascade
30 min 30 gr Cascade
5 min 30 gr Cascade

Þessi uppskrift gaf mér 10 lítra af bjór.

Það sem mig langaði til að spyrja ykkur að er hvers konar bygg væri heppilegt að nota til að fá meiri kropp og betri haus í bjór eins og IPA? Þá er ég að meina bygg sem að litar bjórinn ekki svartan en hann má alveg vera koparlitaður og út í rautt þess vegna.

Svo er möguleiki að það sé einfaldlega notað allt of lítið af specialty malti í þessari uppskrift, spyr sá sem ekki veit. :think:

Svo væri líka gaman að heyra hvort að þið vitið um góða vefsíðu þar sem að muninum á þessu specialty malti (íslensk þýðing óskast) er lýst? Já eða bara ausa úr viskubrunnum ykkar :write:

Læt þetta nægja í bili.

Óli Helgi.

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 30. May 2009 00:36
by Eyvindur
Carapils virkar mjög vel til að auka fyllingu og haus án þess að það hafi nein teljandi áhrif á bragð eða lit. Þú gætir líka bætt við meira 40°L caramel malti, en þá myndi bjórinn verða ögn dekkri (rauðleitur, hugsa ég) og sætan myndi aukast eitthvað. Annað gott ráð til að auka haus og fyllingu er að nota hveiti. Þú gætir þá bæði notað maltað hveiti eða hveitiflögur, bæði hefur það sömu áhrif. Ég notaði speltflögur í minn IPA, sem er með akkúrat passlega fyllingu að mínu mati, og mjög fínan haus. Ég notaði reyndar líka slatta af caramel malti, bæði ljósu ensku crystal malti og carapils, þannig að ég get ekki sagt til um það hvort speltið hafði þessi áhrif, crystal maltið eða bæði í sameiningu (hallast að því síðasta).

Þannig að lausnin myndi ég segja að væri annað hvort eða bæði: Meira caramel malt, í ljósari kantinum (carapils er það ljósasta sem er til) og/eða hveiti (maltað eða flögur). Gættu þess þó að ganga ekki of langt. Ef þú setur helling af carapils og helling af hveiti gæti hausinn orðið svo mikill að bjórinn spítist út úr flöskunum þegar þú opnast þær (hef heyrt um það, þegar menn hafa alveg misst sig í höfuðlögun).

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 30. May 2009 08:47
by Stulli
Skelltu þér yfir í all-grain og málið er leyst :D :beer:

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 30. May 2009 08:48
by Stulli
En, jú, einsog Eyvindur sagði. Bæta smá hveiti, jafnvel höfrum útí.

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 30. May 2009 20:46
by arnilong
Malto dextrin!

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 1. Jun 2009 05:46
by nIceguy
Óli tékkaðu á þessari uppskrift http://hopville.com/recipe/45300/americ ... -next-step. Þetta er nánast eins og IPAinn sem þú smakkaðir hjá mér. Hann gaf gríðarelgan haus í anda Duvel.

Hef svo áður notað Cara Pils eins og þeir nefna að ofan, það virkaði mjög vel.

Annað, má nota hafraflögur og hveiti í extract? Hef verið að skoða það og það virðast vera blendnar meiningar um það.

Og Óli svo er einhver listi inn á How To Brew síðunni þar sem farið er yfir maltið http://www.howtobrew.com/section2/chapter12-1.html varstu búinn að skoða það?

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 1. Jun 2009 10:03
by Stulli
nIceguy wrote:
Annað, má nota hafraflögur og hveiti í extract? Hef verið að skoða það og það virðast vera blendnar meiningar um það.
Já að sjálfsögðu, en það þarf að fara rétt að. Maður þarf að meskja. Það er samt mun auðveldara en margan grunar. Fyrst að malt extract er uppistaða kolvetna í virtinum, þá þarf ekki nema stóran pasta pott og einhverja aðferð til þess að síja, t.d. stór nælonpoki, stórt eldhússigti.

Maltað hveiti: Það eru ensím í möltuðu hveiti sem að umbreyta sterjum í sykrum, því þarf bara að leggja hveitið, segjum, 0,5 kg (þetta er bara það magn sem að kom upp í kollinn), í 1,5 L af vatni (0,5*3=1,5 það er hægt að stjórna ýmsu með malt:vatn hlutföllum, en við skoðum það bara síðar). Það má bara byrja kalt og hita svo á hellu þangað til að hrostinn er kominn í ca 65-70C og leyfa því svo að standa í 60 mín. Svo síjar maður bara virtinn frá og hellir útí extract suðuna. Ekkert mál :good:

Hafrar: Sama og fyrir maltað hveiti, en maður þarf að meskja hafra með ögn af ljósu malti þar sem að hafrar eru ensímlaus.

Ómaltað hveiti: Er aðjúnkt sem að ég nota mikið (belgískir hveitibjórar í uppáhaldi ;) ). Til þess að nýta þá að einhverju leyti þarf aðeins flóknari aðferð. Blanda ómaltað hveiti með smá ljósu malti og hita upp í 65C, leyfa því að standa í 15 min. Kveikja svo aftur uppí hellunni og sjóða hrostann í 15 min. Blanda því svo saman við kaldan hrosta með ljósu malti til svo að blandan endi í ca 65-70C, leyfa svo að standa í ca 60 min. Síja svo virtinn frá og bæta útí extract suðuna.

Þetta er frekar gróf útlisting, bara svona svo að þið fáið hugmynd um hvernig að þetta virkar. En það að meskja er í grófum dráttum ekkert flóknara en þetta. Ef að maður meskir 0,5 kg af hveitimalti einsog ég tók sem dæmi, þarf maður ekki stærri pott en svona 4L. Það ætti svo að skila í bjórnum eitthvað af fyllingu og þétta froðu. :beer:

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 1. Jun 2009 13:40
by Stulli
Ég vil bara benda á það er alveg hægt að meðhöndla ómaltaða hveitið einsog hafra og meskja það með smá ljósu malti, ef að það er bara eitthvað smá, sérstaklega ef að það er á flökuðu formi. Maður fær fyllingu og froðuaktív efni af því. Þessi suðuaðferð er bara til þess að ná góðu nýtni úr ómaltaða hráefninu ef að það er stór hluti meskingarhráefnanna. :beer:

Ég hef sjálfur notað alveg uppí 20% flakað hveiti í venjulegt single infusion mash án neinna vandkvæða, fékk þeas þá upphafsþéttni sem að ég var að leitast eftir.

Hinsvegar ef að maður notar hrátt hveiti verður maður að mylla það og nota suðu aðferðina. Ég hef gert 50% hrátt hveiti með þessari double mash aðferð. Það er mikil vinna en alveg þess virði ;)

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 1. Jun 2009 18:28
by nIceguy
Magnað, prófa þetta fljótlega.

Re: Hvernig fæ ég meiri kropp?

Posted: 1. Jun 2009 23:18
by olihelgi
Ég þakka fyrir góð svör frá ykkur.

Stulli, takk fyrir ábendinguna um að meskja hluta af korninu. Þetta opna fyrir mikla möguleika og ég hafði ekki spáð í þetta áður.

Freysi, ég hugsa að ég stökkvi á cara-amber, cara-pils e.t.v. líka cara-hell og sé til hvort að ég nota eitthvað annað.

Spennandi tímar framundan! :skal: