Hvernig fæ ég meiri kropp?
Posted: 29. May 2009 23:19
Ég er að velta einu fyrir mér. Núna er ég bara búinn að brugga einn extract IPA og var temmilega sáttur. En mér fannst vanta meiri kropp í bjórinn. Bjórinn var frekar léttur og aðeins fallegri haus og meiri kroppur hefðu bætt hann mikið.
Uppskriftin sem ég notaði er eftirfarandi:
1,5 kg light extract
125 gr Cara-crystal malt (40 lovibond)
100 gr Cascade hops
S-04 English Ale yeast
Irish Moss
Hérna er svo lýsing á því hvernig ég bætti humlunum út í:
60 min 40 gr Cascade
30 min 30 gr Cascade
5 min 30 gr Cascade
Þessi uppskrift gaf mér 10 lítra af bjór.
Það sem mig langaði til að spyrja ykkur að er hvers konar bygg væri heppilegt að nota til að fá meiri kropp og betri haus í bjór eins og IPA? Þá er ég að meina bygg sem að litar bjórinn ekki svartan en hann má alveg vera koparlitaður og út í rautt þess vegna.
Svo er möguleiki að það sé einfaldlega notað allt of lítið af specialty malti í þessari uppskrift, spyr sá sem ekki veit.
Svo væri líka gaman að heyra hvort að þið vitið um góða vefsíðu þar sem að muninum á þessu specialty malti (íslensk þýðing óskast) er lýst? Já eða bara ausa úr viskubrunnum ykkar
Læt þetta nægja í bili.
Óli Helgi.
Uppskriftin sem ég notaði er eftirfarandi:
1,5 kg light extract
125 gr Cara-crystal malt (40 lovibond)
100 gr Cascade hops
S-04 English Ale yeast
Irish Moss
Hérna er svo lýsing á því hvernig ég bætti humlunum út í:
60 min 40 gr Cascade
30 min 30 gr Cascade
5 min 30 gr Cascade
Þessi uppskrift gaf mér 10 lítra af bjór.
Það sem mig langaði til að spyrja ykkur að er hvers konar bygg væri heppilegt að nota til að fá meiri kropp og betri haus í bjór eins og IPA? Þá er ég að meina bygg sem að litar bjórinn ekki svartan en hann má alveg vera koparlitaður og út í rautt þess vegna.
Svo er möguleiki að það sé einfaldlega notað allt of lítið af specialty malti í þessari uppskrift, spyr sá sem ekki veit.

Svo væri líka gaman að heyra hvort að þið vitið um góða vefsíðu þar sem að muninum á þessu specialty malti (íslensk þýðing óskast) er lýst? Já eða bara ausa úr viskubrunnum ykkar

Læt þetta nægja í bili.
Óli Helgi.