Page 1 of 1

Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 23. Jan 2011 21:27
by kalli
Ég er með stóran, ryðfrían pott (57L) og þarf að setja hitald í hlið hans. Það kalla á 32mm gat. Hvað notar maður til að gera svo stórt gat? Beyglar það ekki hlið pottsins til fjandans þegar gatið er tekið?

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 23. Jan 2011 22:22
by kalli
Sennilega er 1 1/4" (32mm) puncher svarið. Á nokkur slíkt að lána mér?

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 23. Jan 2011 23:12
by OliI
Þrepabor?
t.d. http://www.fossberg.is/?prodid=560" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 23. Jan 2011 23:18
by kalli
OliI wrote:Þrepabor?
t.d. http://www.fossberg.is/?prodid=560" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Já, hvað ætli þetta kosti? Dugar HSS týpan á SS eða þarf Cobolt?

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 23. Jan 2011 23:33
by gunnarolis
Menn hafa verið að ræða þetta svolítið á Homebrewtalk og þar segja menn að pilot hole sé möst og cobolt gæjinn sé hentugri. Prófaðu að "Googla" þetta á homebrewtalk, þú ættir að sjá einhverja þræði um þetta þar.

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 24. Jan 2011 00:19
by kristfin
hvernig ætlarðu að festa elementið?

ætlarðu að sjóða múffu eða skrúfa það með pakningum beggja vegna?

ég hefði gaman að gera svona gat fyrir þig, ég geri þetta með þrepabor.

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 24. Jan 2011 00:25
by kalli
kristfin wrote:hvernig ætlarðu að festa elementið?

ætlarðu að sjóða múffu eða skrúfa það með pakningum beggja vegna?

ég hefði gaman að gera svona gat fyrir þig, ég geri þetta með þrepabor.
Kristján, þú ert perla :-)
Ég skrúfa það með pakningu að innanverðu. Ég kem fljótlega í heimsókn ;-)

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 26. Aug 2011 14:54
by gosi
Í dag er ég kominn með 60L plastsuðupott en ég á annan pott, 33L, úr riðfríu stáli
og þar sem hann er minni og hentugur til að gera minni uppskriftir, þá vantar mig
einhvern svakalega góðan fágara til að aðstoða mig við að gera eitt-tvö stykki göt á
hann fyrir hitaelement úr kötlunum. Hef alltaf notað 1500W hellu en hún tekur
heila eilífð að hita vatnið, algjört pein.

Ekki vill svo til að hér séu menn með gott hjarta til að hjálpa einstaklingi í neyð?

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 28. Aug 2011 18:39
by gosi
Svo virðist bara ekki vera :(

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 28. Aug 2011 19:40
by kalli
Það er fullt af fólki hér með gott hjarta. En það er ekki á allra færi að taka gat með þessu þvermáli í ryðfrítt stál. Ef þú færð þér hitastafi eins og þá sem Hrafnkell er með, þá geta ýmsir og þar á meðal ég reddað þessu.

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 28. Aug 2011 22:34
by gosi
Já ég kannski tjekka á þessum hitastaf í náinni framtíð.

Re: Ísetning á hitaelementi í ryðfrían pott

Posted: 6. Sep 2011 01:29
by noname
hafðu samband við mig gosi ætti að geta reddað þessu fyrir þig