Page 1 of 1
Hálslausar flöskur
Posted: 22. Jan 2011 21:15
by viddi
Mér áskotnuðust nokkur hundruð gamlar hálslausar flöskur (sjá mynd). Mig langar mikið að nota þær en tapparinn minn tekur ekki þátt í því (hefðbundinn hand öltappalokari:
http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=54)
Hafa einhverjir reynslu af þessum flöskum og vita hvers konar öltappalokarar gætu virkað? Eða á ég bara að trúa þeim sem skrifuðu skýrum stöfum "Not to be refilled" á flöskurnar?
Re: Hálslausar flöskur
Posted: 22. Jan 2011 21:37
by hrafnkell
Þessar eru töff... Þú getur örugglega notað svona græju sem er svipuð korktappagræjunum.. Hægt að fá svoleiðis í vínkjallaranum veit ég, hugsanlega ámunni líka. Þær þurfa ekki að grípa í hálsinn, bara ýta tappanum á.
Re: Hálslausar flöskur
Posted: 23. Jan 2011 15:34
by halldor
Við notum þessa og hún er snilld (
linkur)
Tekur venjulega 26mm tappa sem og 29mm og korktappa.
Re: Hálslausar flöskur
Posted: 24. Jan 2011 00:25
by kristfin
ég er með svona græju
hún hefur lokað öllum þeim flöskum sem ég hef prófað. ef þig langar máttu prófa hana.
halldor wrote:Við notum þessa og hún er snilld (
linkur)
Tekur venjulega 26mm tappa sem og 29mm og korktappa.
halldór, hvernig er að setja tappa í vínflöskur með þessari? ég hefi ekki nennt að setja mjöðinn minn á flöskur því ég á svo lélegan tappara fyrir þær