Page 1 of 2
Centennial blonde
Posted: 29. May 2009 21:35
by Oli
Fyrsti all grain bjórinn minn á að vera létt og gott sumaröl, svona sem vonandi flestum líkar við, jafnvel þeim sem drekka bara létta lagerinn.
Það sem ég er að spá í er cara pils maltið, ég á von á því frá northern brewer eftir ca. 2 vikur amk., spurningin er hvort það skipti miklu máli ef ég sleppi því og bæti þá frekar við grunnmalti eða jafnvel vienna. Ég veit að cara pils er dextrin malt og gefur kannski meiri fyllingu og haus en í þessu magni (0,75 lbs) skiptir það svo miklu máli? já og ég er með magnið í pundum og únsum ennþá.
Amount Item Type % or IBU
7,00 lb Pale Ale Malt (3,5 SRM) Grain 80,00 %
0,75 lb Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM) Grain 8,57 %
0,50 lb Caramel/Crystal Malt - 20L (20,0 SRM) Grain 5,71 %
0,50 lb Vienna Malt (3,8 SRM) Grain 5,71 %
0,25 oz Centennial [10,00 %] (55 min) Hops 11,0 IBU
0,25 oz Centennial [10,00 %] (35 min) Hops 9,3 IBU
0,25 oz Cascade [5,50 %] (20 min) Hops 3,7 IBU
0,25 oz Cascade [5,50 %] (5 min) Hops 1,2 IBU
Est Original Gravity: 1,045 SG
Est Color: 6,0 SRM
Re: Centennial blonde
Posted: 29. May 2009 22:31
by Stulli
Tja, það mun hafa breytingu á bragðið, en hvort að það sé góð eða slæm breyting er mjög persónubundið.
Ef að þú nennir ekki að bíða í tvær vikur og vilt drífa þig í að brugga (sem að ég skil vel

) þá myndi ég sleppa því og bæta í vienna maltið í staðinn. Þú getur svo etv meskjað nokkrum gráðum hærra en að þú ætlaðir þér til þess að auka aðeins dextrínin.
Annars lítur þessi uppskrift barasta mjög vel út
Þú getur svo prófað að gera þennan aftur með carapils maltinu eftir tvær vikur og borið saman

Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 00:41
by Eyvindur
Já, tek undir það, hafðu meskinguna aðeins heitari til að fá ögn meiri dextrín. 0.75 pund er slatti þegar kemur að caramel malti, þótt það sé carapils. Í mörgum léttari uppskriftum sem ég hef séð er ekki nema hálft pund af caramel malti.
Þarna er líka 20°L caramel malt... Þú gætir aukið það lítillega, þar sem það er hvort sem er ansi ljóst... Kannski hafa 0.75 af því? Veit ekki hvað meistaranum (les: Stulla) finnst um það?
Annars lítur þessi uppskrift stórvel út.
Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 07:25
by Stulli
Eyvindur wrote:
Þarna er líka 20°L caramel malt... Þú gætir aukið það lítillega, þar sem það er hvort sem er ansi ljóst... Kannski hafa 0.75 af því?
Já, þetta er líka góð uppástunga. Það er nákvæmlega ekkert rétt eða rangt í þessu. Það er nokkuð víst að þú munt brugga góðan bjór með þessa uppskrift hvernig sem að þú munt útfæra þessa breytingu. Reynslan mun kenna þér hvað þér finnst gott og hvað ekki. Þess vegna væri ekki vitlust að prófa að gera þess uppskrift nokkrum sinnum með smávægilegum breytingum til þess að finna muninn sem að hver breyting hefur í för með sér. Að þekkja hráefnin er eitt það mikilvægasta í því að setja saman uppskrift að mínu mati. Ég er á þeirri skoðun að nota ekki mikið af crystal/caramel mölt, heldur stjórna fyllingu með meskinguna, en það er bara mín persónulga skoðun.
Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 09:34
by Oli
Já þetta er ekki vitlaus hugmynd, ég prófa bara að bæta aðeins í vienna og crystal maltið, svo get ég gert þennan aftur þegar cara pils maltið er komið, verður gaman að finna muninn.
svona lítur þetta þá út núna:
7,00 lb Pale Ale Malt (3,5 SRM) Grain 80,00 %
1,00 lb Vienna Malt (3,8 SRM) Grain 11,43 %
0,75 lb Caramel/Crystal Malt - 20L (20,0 SRM) Grain 8,57 %
0,25 oz Centennial [10,00 %] (55 min) Hops 10,9 IBU
0,25 oz Centennial [10,00 %] (35 min) Hops 9,3 IBU
0,25 oz Cascade [5,50 %] (20 min) Hops 3,7 IBU
0,25 oz Cascade [5,50 %] (5 min) Hops 1,2 IBU
Est Original Gravity: 1,045 SG
Est Final Gravity: 1,012 SG
Estimated Alcohol by Vol: 4,31 %
Bitterness: 25,2 IBU
Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 09:39
by Eyvindur
Lítur stórvel út.

Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 09:51
by Oli
þessi verður léttur og góður í sól og sumaryl
það er hægt að skella þessum á kút efti ca 10 daga í gerjun, spurning hvort ég setji ekki smá fjörugrös í suðuna upp á skýrleika?
Re: Centennial blonde
Posted: 30. May 2009 10:03
by Stulli
Lítur mjög vel út
Passaðu bara að gefa þessu ekki of stuttan tíma

Re: Centennial blonde
Posted: 28. Jun 2009 23:37
by Oli
Loksins hafði ég tíma til að leggja í fyrsta all grain bjórinn! Byrjaði á að meskja kornið í 75 mínútur og tók svo tvöfalda skolun á þetta . Uppskriftin tók smávægilegum breytingum sl daga og lítur svona út núna ( miðað við að fá 30 lítra í gerjunarílát)
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 78,65 %
0,45 kg Carafoam (Weyermann) (2,0 SRM) Grain 7,08 %
0,45 kg Caramel/Crystal Malt - 20L (20,0 SRM) Grain 7,14 %
0,45 kg Vienna Malt (3,8 SRM) Grain 7,14 %
0,50 oz Centennial [10,00 %] (55 min) Hops 11,3 IBU
0,50 oz Centennial [10,00 %] (35 min) Hops 9,6 IBU
0,50 oz Cascade [5,50 %] (20 min) Hops 3,9 IBU
0,50 oz Cascade [5,50 %] (5 min) Hops 1,3 IBU
0,50 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc
1 Pkgs American Ale Yeast (Fermentis) Yeast-Ale
o.g. er 1.047 og ég fékk nákvæmlega 30 ltr.
26 IBU og 6,1 SRM
Þetta lofar góðu

Re: Centennial blonde
Posted: 29. Jun 2009 00:14
by Eyvindur
Lítur nammi namm út. Til hamingju.
Re: Centennial blonde
Posted: 29. Jun 2009 20:23
by arnilong
Þetta lítur mjög vel út, ég samþykki þessa uppskrift. Centennial eru líklega uppáhalds humlarnir mínir

Re: Centennial blonde
Posted: 29. Jun 2009 21:25
by Oli
takk strákar, verður gaman að smakka og finna muninn (vonandi) á all grain og extrakt.
Ég hafði smávægilegar áhyggjur í morgun þar sem að það var ekkert í gangi í vatnslásunum eftir 10 tíma gerjun, hélt kannski að gerið hefði verið dautt, svo var aðeins byrjað að sullast í vatnslásnum seinna í dag. Ég bleytti aðeins upp í gerinu í vatni áður en ég setti það í, hafði ekki tíma til að testa það áður. Var svo að spá í hvort ég hefði átt að setja meira en einn pakka (11.5 g) af þurru geri en hélt að það ætti að duga. Málið er víst bara að slaka á, engar áhyggjur, fékk mér bara einn kaldann.

Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 09:26
by Eyvindur
11,5 grömm eru vel nóg í þennan bjór. Hafðu engar áhyggjur.
Hvað áttu við með að testa gerið?
Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 09:44
by Oli
setja smá malt útí gerlausnina sem ég var búinn að vekja upp í vatninu og fá gerið af stað, ganga úr skugga að það sé ekki dautt. Kannski óþarfi ef það er ekki útrunnið en kannski hefði það verið betra í þessu tilfelli.
Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 10:24
by Eyvindur
Það er ekki mælt með því að gera starter fyrir þurrger. Ég las meira að segja einhvers staðar að það væri óæskilegt. Sumir mæla með því að bleyta upp í því, en aðrir vilja meina að það sé óþarfi. Sjálfur sáldra ég gerinu alltaf bara yfir virtinn og læt gott heita. Hefur ekki verið vandamál hingað til.
Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 10:47
by Oli
Ég myndi ekki vera svo grófur að kalla það að gera starter, John Palmer mælir með þessu í kafla 6.5 í How to Brew. Hann segir einmitt þar að það séu skiptar skoðanir um þetta meðal manna. En það getur borgað sig að prófa gerið, hefði ekki viljað klúðra þessum skammti eftir alla vinnuna á bakvið
"Preparing Dry Yeast
Dry yeast should be re-hydrated in water before pitching. Often the concentration of sugars in wort is high enough that the yeast can not draw enough water across the cell membranes to restart their metabolism. For best results, re-hydrate 2 packets of dry yeast in warm water (95-105°F) and then proof the yeast by adding some sugar to see if they are still alive after de-hydration and storage."
Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 11:50
by Öli
Hefur ekki verið vandamál hingað til.
Ég sáldra yfirleitt bara gerinu líka beint útí.
En hann segir einmitt í bókinni að ef maður lendir í ónýtu geri einu sinni þá taki maður upp þessi vinnubrögð sem hann mælir með

Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 12:18
by Eyvindur
Já... Flestir sem ég þekki opna nú bara nýjan gerpakka ef þeir lenda í ónýtu geri.

Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 12:52
by Oli
já nákvæmlega, bara meiri hætta á að óæskilegar bakteríur nái fótfestu ef gerjun er ekki komin af stað eftir 1-2 daga. Þá fyrst yrði maður leiður ef 30 ltr skammtur myndi spillast.

Re: Centennial blonde
Posted: 30. Jun 2009 13:13
by Eyvindur
Mjög satt.
Re: Centennial blonde
Posted: 9. Nov 2009 23:28
by Oli
Skellti í einn skammt af þessum aftur, var svo auðdrekkanlegur og fínn í fyrsta skiptið. Uppskriftin þó með smávægilegum breytingum.
4,18 kg Pale Malt (Weyermann) (3,0 SRM) Grain 80,00 %
0,45 kg Carapils (Briess) (1,5 SRM) Grain 8,57 %
0,30 kg Caramel Malt - 20L (Briess) (20,0 SRM) Grain 5,71 %
0,30 kg Vienna Malt (Briess) (3,5 SRM) Grain 5,71 %
14,06 gm Centennial [10,00 %] (55 min) Hops 11,1 IBU
14,06 gm Centennial [10,00 %] (35 min) Hops 7,9 IBU
14,20 gm Cascade [7,30 %] (20 min) Hops 2,1 IBU
14,20 gm Cascade [7,30 %] (5 min)
1,00 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc
2 Pk US 05
25 lítrar, 21 IBU
mesking við 67°c í 60 mín.
Re: Centennial blonde
Posted: 17. Aug 2010 20:50
by sigurdur
Hvernig fannst þér svo munurinn á með eða án carapils?
Re: Centennial blonde
Posted: 17. Aug 2010 22:12
by kristfin
þetta ætti ekki að klikka. hlakka til að fá að smakka
Re: Centennial blonde
Posted: 17. Aug 2010 22:44
by sigurdur
kristfin wrote:þetta ætti ekki að klikka. hlakka til að fá að smakka
Áttu tímavél?

Re: Centennial blonde
Posted: 17. Aug 2010 23:37
by kristfin
duh. hann er örugglega góður þá og nú
