Page 1 of 1

Aula spurning :)

Posted: 18. Jan 2011 14:03
by raggi
Ég er ekki alveg að fatta varðandi boil size og batch size. Lumar einhver á þokkalegri útskýringu. :)

Re: Aula spurning :)

Posted: 18. Jan 2011 14:53
by smar
Boil size er magnið sem fer í pottinn fyrir suðu, batch size er magnið eftir suðu og uppgufun.

Kanski rugl í mér en svona skil ég þetta :D

Re: Aula spurning :)

Posted: 18. Jan 2011 14:57
by kalli
smar wrote:Boil size er magnið sem fer í pottinn fyrir suðu, batch size er magnið eftir suðu og uppgufun.

Kanski rugl í mér en svona skil ég þetta :D
Batch size er sem sé það magn sem fer í gerfötuna.

Re: Aula spurning :)

Posted: 18. Jan 2011 17:04
by gunnarolis
Þegar að þú sýður virt í klukkutíma til einn og hálfann, þá gufar upp töluvert magn af vökva.

Það sem þú setur í bruggpottinn er boil size, það sem þú færð í bruggfötuna eftir uppgufun og kælitap er batch size.

Re: Aula spurning :)

Posted: 18. Jan 2011 17:28
by raggi
Takk kærlega fyrir svörin. Það sem vafðist fyrir mér var hvort kornið væri inn í þessu. Ég skildi þetta þá rétt eftir allt saman.