Page 1 of 2

Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 16:15
by flang3r
Ég sá þetta myndband á öðrum þræði hérna en í þeim þræði var umræðan allt önnur svo að til þess að forðast offtopic leiðindi ákvað ég að búa til nýjan.

http://www.youtube.com/watch?v=EUkEORbPqzk" onclick="window.open(this.href);return false;

Þarna er verið að fylla á flöskur og loka þeim.

Það sem ég sá þarna var að hann ákveður að sótthreinsa keyptu tappana. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei gert(ég er rétt nýbyrjaður að fikta við þetta).

Svo að ég spyr, sótthreinsar þú tappana þína rétt fyrir notkun ?

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 16:22
by Idle
Jamm, ég geri það. Set joðófórsblöndu í litla skál og tappana út í. Leyfi þeim að vera þar á meðan ég tappa á.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 17:30
by atax1c
Idle wrote:Jamm, ég geri það. Set joðófórsblöndu í litla skál og tappana út í. Leyfi þeim að vera þar á meðan ég tappa á.
Ég geri nákvæmlega það sama.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 17:53
by Bjössi
sótthreynsa tappa ekki
aldrei vesen með sýkingu

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 17:59
by halldor
atax1c wrote:
Idle wrote:Jamm, ég geri það. Set joðófórsblöndu í litla skál og tappana út í. Leyfi þeim að vera þar á meðan ég tappa á.
Ég geri nákvæmlega það sama.
Ég geri nákvæmlega það sama :)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 19:27
by hrafnkell
Ég líka! :)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 19:46
by sigurdur
Ég sótthreinsa mína tappa. Ástæðan fyrir því er að ég vil stafla öllum líkum mér í hag að bjórinn verði góður og sleppi við sýkingar.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 19:51
by gunnarolis
Ég sótthreinsa mína tappa fyrir notkun.

Lítið vesen fyrir hugsanlega mikinn ávinning/hugarró.

Sérstaklega er þetta mikilvægt ef þú ætlar að aldra bjórinn lengi held ég...

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 17. Jan 2011 22:04
by anton
sótthreinsa tappana með joðófór lausn í a.m.k 5 mínútur.
Ég fylli líka flöskurnar með joðófór og hellir úr þeim rétt áður en ég fylli á þær ölið og tappan svo eins fljótt á og hægt er.
Ég hef áfyllingarfötuna með loki á og grisju yfir gatinu þar sem venjulega er vatnslás til að minnka líkurnar á að eitthvað komist ofan í hana.
Jafnframt sótthreinsa ég hendurnar vel og reyni að forðast að bora í nefið meðan ég fylli á flöskurnar.

Ég er með 3 plastkassa sem ég raða flöskunum í, fylli þær nánast af joðófór lausninni og hef allt tilbúið.

Þetta allt hjálpar til að minnka líkurnar á að það komi eitthvað vesen í ölið, því það er svo rosalegt vesen!!

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 14:20
by halldor
Svona gerum við er við bottlum okkar bjór (lesist eins og jólalagið):

Þrífum miða af flöskum og látum liggja í klór
Skolum flöskur með köldu vatni, að innan sem utan
Sprautum joðfór í þær með þessari græju
Image
Hengjum til þerris á flöskutré (erum með 12 hæðir, keyptum framlengingu)
Image
Látum tappa liggja í joðfór í 5-15 mín
Setjum bjór á flöskur
Gefum kolsýru smá tíma til að ýta súrefni úr flöskuhálsinum (1-3 mín)
Setjum tappa á og lokum með þessu
Image

Kveðja,
Halldór

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 16:26
by atax1c
Hvar fenguði þessa átöppunargræju og hvernig virkar hún ?

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 21:10
by halldor
Pöntuðum frá Northernbrewer.com á tæpa 67$ (sjá hér)
Maður skellir flöskunni upp á járnhilluna og setur tappa ofan á. Síðan togar maður bara handfangið niður þar til tappinn lokast.
Þessi virkar líka fyrir korktappa þannig að við höfum verið að setja "fínni" bjórana okkar á 750 ml bjórflöskur (eða kampavínsflöskur).
Það fylgja sem sagt þrír mismunandi toppar með þessu 26mm (venjulegir bjórtappar), 29mm (stórir evrópskir tappar... frekar sjaldgæfir) og svo toppur til að ýta korktappa ofan í.

Toppurinn sem sést á myndinni er korktappatroðarinn. Neðst á græjunni til hæri og vinstri má sjá hina toppana í hvíldarstöðu.
Þetta er frekar stór og fyrirferðarmikil græja, mun stærri en mér sýndist á myndinni. Sá sem tók þetta með sér heim frá USA fyrir mig þurfti að kaupa nýja ferðatösku til að koma þessu fyrir :)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 21:59
by Braumeister
Tad eina af öllu tvi drasli sem eg hef keypt til tessa og eg hef verid anaegdari med heldur en flöskuudarann og flöskutred sem halldor postadi er tessi graeja herna.

Nuna tekur enga stund ad thvo og sotthreinsa 90 flöskur.

Kv.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 22:18
by halldor
Braumeister wrote:Tad eina af öllu tvi drasli sem eg hef keypt til tessa og eg hef verid anaegdari med heldur en flöskuudarann og flöskutred sem halldor postadi er tessi graeja herna.

Nuna tekur enga stund ad thvo og sotthreinsa 90 flöskur.

Kv.
Hér með er þetta komið á innkaupalistann ;)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 23:09
by hrafnkell
halldor wrote: Sprautum joðfór í þær með þessari græju
Image
Þarf joðófórinn ekki lengri contact tíma en þessi græja býður upp á? Mig minnti að hann þyrfti uþb 60sek contact tíma til að sótthreinsa þannig að ég ákvað að splæsa ekki á þessa græju einhvertíman þegar ég var að pæla í þessu.
halldor wrote: Hengjum til þerris á flöskutré (erum með 12 hæðir, keyptum framlengingu)
Image
Þetta er hinsvegar sniðugt.. Hvað kemurðu mörgum flöskum á tréð? Ég er með heimasmíðaða útgáfu af þessu en hef pínu áhyggjur af því að hreinlætið sé ekki nógu gott í því.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 18. Jan 2011 23:35
by sigurdur
Ég hef verið að nota bottle blasterinn, flöskutréð og vinatorinn hingað til í átöppunina og þessar græjur gerðu þvílíkan mun!.

hrafnkell, ef þú hefur áhyggjur af tímanum sem joðófórið er í snertingu við flöskuna, þá getur þú bara sprautað oftar. Ég sprauta tvisvar í hverja flösku og kalla það gott. (það tekur sinn tíma fyrir joðófórlausnina að leka úr flöskunni þannig að ég stressa mig ekki mikið)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 19. Jan 2011 06:52
by Braumeister
halldor wrote:
Braumeister wrote:Tad eina af öllu tvi drasli sem eg hef keypt til tessa og eg hef verid anaegdari med heldur en flöskuudarann og flöskutred sem halldor postadi er tessi graeja herna.

Nuna tekur enga stund ad thvo og sotthreinsa 90 flöskur.

Kv.
Hér með er þetta komið á innkaupalistann ;)
Tid eigid eftir ad slast um ad fa ad skola flöskurnar :beer:

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 19. Jan 2011 12:56
by atax1c
Þarf joðófórinn ekki lengri contact tíma en þessi græja býður upp á? Mig minnti að hann þyrfti uþb 60sek contact tíma til að sótthreinsa þannig að ég ákvað að splæsa ekki á þessa græju einhvertíman þegar ég var að pæla í þessu.
Það myndast í raun joðófór filma innan á flöskunni sem tekur soldinn tíma að leka úr eins og Sigurður sagði, meira en 60 sek allavega.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 19. Jan 2011 14:22
by flang3r
Þetta eru allt mjög góðir punktar.
Ég held ég splæsi í eitthvað af þessum græjum, við höfum verið að hafa mikið fyrir því að hreinsa þessar flöskur.

Við höfum ekki verið að nota joðófór neitt, heldur bara notað uppþvottaduft og heitt vatn, til að sótthreinsa hverja einustu flösku, og látið liggja í lausninni í u.þ.b. 3 mín.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 00:47
by atax1c
Ég myndi ekki láta þvottaefni koma nálægt bjórnum. Endilega notiði frekar joðófór til að sótthreinsa flöskurnar.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 01:18
by halldor
hrafnkell wrote: Hvað kemurðu mörgum flöskum á tréð? Ég er með heimasmíðaða útgáfu af þessu en hef pínu áhyggjur af því að hreinlætið sé ekki nógu gott í því.
Það komast 9 flöskur á hverja "hæð", þannig að það eru 45 flöskur sem komast á þetta.
Ég keypti hins vegar nokkrar hæðir í viðbót og við komum því um 100 flöskum á tréð sem við erum með og það er bara nokkuð stöðugt. Joðfór sprautan á svo að passa ofan á tréð en við erum ekki með þá týpu af flöskutré þannig að það gekk ekki upp hjá okkur, enda er það orðið svo hátt að það væri óþægilegt að vinna með sprautuna ofan á því.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 09:28
by kristfin
mjög ódýr og góð lausn við þetta er að eignast plastkassa eins og kjúklinarnir koma í í bónus. bora 38mm göt, svona 45 stk, og stinga flöskunum ofaní á hvolf eftir að búið er að skola þær í joðfór. ég hef gert þetta, er eldsnöggur og þetta er tiltölulega hreinlegt, amk hreinlegra en tré, þar sem þú ert að setja flöskur ofaná pinna sem hafa verið opnir fyrir andrúmsloftinu.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 11:30
by bjarni
Það er alveg helvíti frábær hugmynd að nota göt í stað pinna.
Reyndar á ég risa stál-tré á hjólum upprunnið í ölgerðinni held ég. Það er bara svo helvíti stórt að það er óþægilegt að geyma það.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 11:47
by gunnarolis
bjarni wrote:Það er alveg helvíti frábær hugmynd að nota göt í stað pinna.
Reyndar á ég risa stál-tré á hjólum upprunnið í ölgerðinni held ég. Það er bara svo helvíti stórt að það er óþægilegt að geyma það.
Thats what she said.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 11:53
by halldor
kristfin wrote:mjög ódýr og góð lausn við þetta er að eignast plastkassa eins og kjúklinarnir koma í í bónus. bora 38mm göt, svona 45 stk, og stinga flöskunum ofaní á hvolf eftir að búið er að skola þær í joðfór. ég hef gert þetta, er eldsnöggur og þetta er tiltölulega hreinlegt, amk hreinlegra en tré, þar sem þú ert að setja flöskur ofaná pinna sem hafa verið opnir fyrir andrúmsloftinu.
Sniðug lausn.
En að sjálfsögðu þrífum við tréð fyrir og eftir notkun og joðfórum það til helvítis fyrir notkun.