Ég hef verið að gera vín og bjór en nú langar mig að leggja í langtíma mjöð. Mér skilst að euroshoper hunangið sé ágætt en ég var að velta fyrir mér muninum á þessu fljótandi og fasta hunangi. Ég sá einnig í Kosti stóra flösku (að ég held næstum 2L) á um 2.900kr. Ég ætla að setja í þokkalega stóra lögn og vera þolinmóður, svo að það væri gaman að heyra hvað hefur reynst vel.