Page 1 of 2
sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 14:02
by kristfin
ég er að breyta brugghúsinu mínu núna. ætla að hætta að nota immersion chiller og nota í staðinn counterflow chiller. að auki þá ætla ég að bæta whirlpool við ferlið svo ég fái hreinni bjór í gerjun.
um miðnættið í gær, var ég úti á götu með 20 metra garðslöngu og hamaðist við að þræða koparrörið inn í. tók mig klukkutíma og mikil átök. örugglega verið fjör fyrir nágrannana að horfa á, en þeir eru öllu vanir.

- small-IMG00239-20110112-0830.jpg (26.25 KiB) Viewed 52096 times
ég notaði korny kút til að vefja uppá, hefði átt að nota eitthvað breiðara, svo hönkin yrði ekki svona há. en þetta virkar allavega.
ég ákvað að nota skrúfaðan fittings, frekar en að sjóða. get þá tekið í sundur og lagað ef til kemur.
þetta er ekki ókeypis þó. ódýrasta 3/4" slangan sem ég fann var í múrbúðinni 20 metrar á 4500. fittingsinn kom úr landvélum og byko. landvélar áttu kónatengi fyrir 3/8" koparrör sem skrúfast í 3/8" stp.
næsta vers er að bæta við einu gati á pottinn og stilla þessu svona upp.
mjög sennilegt að ég einfaldi pípulögnina í fyrstu umferð.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 14:15
by anton
kristfin wrote:um miðnættið í gær, var ég úti á götu með 20 metra garðslöngu og hamaðist við að þræða koparrörið inn í. tók mig klukkutíma og mikil átök. örugglega verið fjör fyrir nágrannana að horfa á, en þeir eru öllu vanir.
Varstu ekki með ídráttarsápu
Ég notaði kónatengi á endana kopar-immersion kælispíralinn minn og svo vinkil horn og slöngutengi með góðum árangri. Allt botnhert og virkar lekalaust. En auðvitað ekki ókeypis (minnir að fittingsið hafi verið ca 2000 kall)
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 14:41
by kristfin
ég var með stórann brúsa af sápu. en sennilega hefur kuldinn og koparinn sem var ekki alveg beinn og hreinn skapað vandræði. en þetta small
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 14:47
by anton
Þetta er flott!
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 18:06
by Maddi
Úff, fyrir nýgræðinginn er þetta flókin mynd hehe.
Gætirðu komið með örstutta lýsingu á þessu ferli sem þú lýsir þarna á myndinni?
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 20:19
by smar
Flottur kælir.
Er ekki málið að skella slönguni uppá áður en að rörinu er vafið upp? held að það geti sparað tíma og létt mönnum lífið við smíðina.

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 22:33
by gunnarolis
Ef hann er með sama koparrör og ég (sem mig grunar) þá er það keypt upprúllað, en ekki í beinum lengjum.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 12. Jan 2011 23:35
by kristfin
ég byrjaði á að taka gamla ic kælinn minn og rúlla honum út í beina lengju. síðan var henni troðið inni slöngu og slöngunni síðan rúllað upp.
en spurt var hvernig virkar þetta síðan. hér er einfalda útgáfan:
1) fylla af vatni. opna #1 og #2
2) ef notuð er hringrás í meskingunni
opna #2, #4, #3 og #6 og dæla
3) sterilesera fyrir lok suðu,
láta renna í gegnum #2, #Y, #4, #3, #7 og #9 og dæla
4) kæla og ná hringiðu. opna #2, #4, #3, #7 og #9 og dæla, sem og #X fyrir kælivatnið
5) kælingu og botnfalli náð, opna #2 og #Y og láta renna í gerjunarílát
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 13. Jan 2011 07:46
by anton
Með svona marga krana sem hægt er að opna og loka er eins gott að vera með á hreinu hvað maður vill opna og hvað á að loka hverju sinni. T.d. að opna óvart 2+8 í stað 2+7 væri ekki spennandi niðurstaða

Alveg viss um að þeir sem ekki þekkja búnaðinn myndu fá taugaáfall bara við að horfa á alla kranana

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 13. Jan 2011 10:32
by kristfin
upphaflega planið var að vera opinn fyrir RIMS eða HERMS ef maður færi í þá átt. þá er lykilatriði að geta pumpað í allar áttir.
fyrsta útgáfan verður svona.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 13. Jan 2011 10:59
by anton
Ok, skil. Þetta er flott. Hvernig er úttakið úr suðupottinum hjá þér?
Það skiptir máli að það sé á réttum stað þegar virtinn er dregin ofan í gerjunarílátið (niðri og draga úr horninu). Minnir að þú sért með það þannig.
En spurningin er hvernig þrífuru suðutunnuna? Þá er betra að geta dregið úr botninum líka, myndi ég halda. Kannski bara hraðtengi á öllu svo auðvelt er að fara með suðutunnuna í uppþvott?
Það hljómar allavega eitthvað svo næs að geta dúndrað heitu vatni í tunnuna, jafnvel sett það í suðu, sett í gang whilpool (til að þrífa og sótthreinsa whirlpool dótið) og hleypt öllu gumsinu sem mögulega kemur (CONE) niður úr miðjunni og í niðurfall.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 13. Jan 2011 11:02
by kristfin
það er ein af grunnhugmyndunum. þrifin eiga að vera einstaklega einföld. bara stilla hitann og setja dæluna í gang
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 11:51
by kristfin
útbjó fyrstu útgáfu í gær.
í fyrstu keyrslu komu nokkrir augljósir hönnunargallar í ljós.
15 metra kælir er algert óverkill, þar sem ég er að dæla inn í pottinn aftur, og vera þar sem alllur krafturinn í dælunni fer í að ýta í gegnum koparinn. því næ ég ekki neinni hringiðu þegar þetta fer í gegnum kælinn. duh.
síðan ef eg dæli virtinum aftur inn í pottinn svona neðarlega þá er ég með 15 gráðu heitan virt í botninum og 70 gráður uppi, þar sem hringiðunin virkaði ekki. duh
hérna er ég búinn að laga aðeins inntakið, láta rörið hækka bununa og beina henni í hring. vantar samt kraft til að ná iðunni.
næsta skref er að redda sér plötukæli, stytta þennan niður í 5 metra, eða smíða annan úr 1/2" röri.
til að ná hringiðunni þarf lögnin öll að vera 1/2", þannig að nýr kælir er líklegasta lausnin.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 11:57
by hrafnkell
Ég gæti hugsanlega losað þig við CFCinn þinn ef þú vilt smíða þér nýjan

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 12:16
by kristfin
þessi cfc er rosalegur. eftir svona 5 mínútur, þá er bunan útur honum jafnheit og kælivatnið sem fer inn í hann

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 12:25
by anton
Spurning. Væri hægt að setja framhjáhlaup framhjá CFC þannig að þú gætir t.d. stýrt því þannig að X% færi ekki í gegnum CFC heldur beint í að mynda hringiðun og 100-X% færi í gegnum CFC inn og svo út í hringiðun?
Þá geturu líka haf X=100%, myndað góða hringiðiðun og svo smám saman keyrt passlega mikið í gegnum CFC inn og kælt niður á þeim hraða sem þú vilt.
Þetta er kannski heimskulegt, en myndi kannski ekki þurfa mikið meira en krana og T til að prófa? Kannski myndi þú aldrei geta stýrt þessu almennilega samt nema með einhverjum rándýrum fittings... ég er auðvitað enginn pípari, þótt ég sé stundum með plömmer...
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 12:47
by gunnarolis
Ég er aftur kominn með CFC kláða...Ég hata að kæla.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 12:58
by kristfin
góður punktur anton. ég prófaði það og það virkar vel. loka planið er að geta stýrt buninni hvort hún fari í gegnum cfc, hringiðuna eða í skolun.
þarf amk að breyta þessu svo iðunin fari fram í gegnum 1/2 tommu.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 14:22
by kalli
Mig langar að spyrja: Hvað skiptir miklu máli að koma upp whirlpool? Ég veit að það fer þá minna af hotbreak oþh. í gerjun, en margir okkar eru að setja allt gumsið í gertunnuna og telja jafnvel að það hafi bara góð áhrif (gamall þráður einhversstaðar á Fágun). Svo er það skilið eftir þegar er fært yfir í átöppunarfötuna.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 14:37
by kristfin
púrítismi. fá meira úr bjórnum. geta stýrt betur hvað er í honum og hvað ekki.
mínar prófanir benda til þess að ég sé að fá meiri bjór og hreinna ger. þetta er hinsvegar engan vegin réttlætanlegt út frá kostnaði.
fyrst ég er kominn með dælu og cfc fyrir utan, þá er whirlpooling gratis, og mér finnst bara kjánalegt að nýta það ekki.
ég er ekki búinn að útloka að ég fari í rims eða herms. langar að bæta hopback við líka. fyrir mig er föndrið stór partur af hobbýinu. hef átt mörg hobbý. ekki getað drukkið niðurstöðuna fyrr en nú

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 14:52
by kalli
kristfin wrote:púrítismi. fá meira úr bjórnum. geta stýrt betur hvað er í honum og hvað ekki.
mínar prófanir benda til þess að ég sé að fá meiri bjór og hreinna ger. þetta er hinsvegar engan vegin réttlætanlegt út frá kostnaði.
fyrst ég er kominn með dælu og cfc fyrir utan, þá er whirlpooling gratis, og mér finnst bara kjánalegt að nýta það ekki.
ég er ekki búinn að útloka að ég fari í rims eða herms. langar að bæta hopback við líka. fyrir mig er föndrið stór partur af hobbýinu. hef átt mörg hobbý. ekki getað drukkið niðurstöðuna fyrr en nú

Ok

Þá er það sett í perspektív
Við erum í þessu af svipaðri ástæðu

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 15:54
by Squinchy
Klippa cfc í tvennt og selja hinn helminginn 7,5M ætti að vera meira en nóg
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 16:05
by kristfin
ég var eiginlega kominn á það. þarf síðan að breyta pípunum aðeins
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 19. Jan 2011 16:11
by hrafnkell
Já það er góður punktur - 7.5m ætti að vera feykinóg

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 20. Jan 2011 00:32
by kristfin
breytti þessu í kvöld.
ég næ fínni hringiðu með því að dæla beint inn í pottinn. tengdi þetta samt í gegnum CFC sem ég skipti í 2 hluta. þetta snýst svona í rólegheitum núna, miklu betur en með upprunalega CFC.
kælingin virkar allavega vel og ég fæ smá hringiðu. má segja að eftir mikla vinnu sé ég kominn á sama stað og ég byrjaði. duh
en núna er CFC til sölu. hrafnkell var búinn að panta