Page 1 of 1
Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 10:28
by Idle
Draumurinn rættist loks. Nú á ég þokkalegan ísskáp fyrir lagergerjun, m. a. s. með smá frystihólfi undir humlana og gerið.
Hvað notið þið til að stýra og viðhalda réttu hitastigi í ykkar ísskápum? Veit að Ranco eru vinsælar á meðal Kana, en finnst þær heldur dýrar (~10.000 kr. og jafnvel meira hingað komið)
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 10:43
by anton
Til hamingju með það (öfund) - ég hef einmitt verið að reyna að fá það í gegn að uppfæra ískápinn í eldhúsinu til að nota gamla gamla í annað.
En varðandi frystirinn, ef þú ert með "external" hitastýringu myndi ég ekki treysta frystinum alveg. Veist ekki alveg hvernig hitastigið verður þar, kannski í góðu fyrir humlana, en gerið er svo viðkæmt fyrir hitabreytingum hef ég heyrt.
Allavega er fólk að setja gerið í kælibox með klökum inn í frystirinn til að viðhalda jafnara frosti þegar t.d. frystir er opnaður eða fer í afþýðingarprogram o.s.frv.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 10:54
by Idle
anton wrote:Til hamingju með það (öfund) - ég hef einmitt verið að reyna að fá það í gegn að uppfæra ískápinn í eldhúsinu til að nota gamla gamla í annað.
En varðandi frystirinn, ef þú ert með "external" hitastýringu myndi ég ekki treysta frystinum alveg. Veist ekki alveg hvernig hitastigið verður þar, kannski í góðu fyrir humlana, en gerið er svo viðkæmt fyrir hitabreytingum hef ég heyrt.
Allavega er fólk að setja gerið í kælibox með klökum inn í frystirinn til að viðhalda jafnara frosti þegar t.d. frystir er opnaður eða fer í afþýðingarprogram o.s.frv.
Góður punktur. Þetta hefði getað orðið að góðu "D'oh!" augnabliki að hætti Hómers.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 11:49
by Oli
Til hamingju með það Siggi
Ég keypti mér svona
http://cgi.ebay.com/Mini-Temperature-Co ... 41554e12a7" onclick="window.open(this.href);return false;
Virkar bara vel, þarf ekki ssr, þolir 10 amp.
anton wrote:En varðandi frystirinn, ef þú ert með "external" hitastýringu myndi ég ekki treysta frystinum alveg. Veist ekki alveg hvernig hitastigið verður þar, kannski í góðu fyrir humlana, en gerið er svo viðkæmt fyrir hitabreytingum hef ég heyrt.
Allavega er fólk að setja gerið í kælibox með klökum inn í frystirinn til að viðhalda jafnara frosti þegar t.d. frystir er opnaður eða fer í afþýðingarprogram o.s.frv.
Þetta á frekar við um frystingu á geri í vökva, þurrgerið þolir þetta alveg, amk hefur mitt þurrger alveg virkað þrátt fyrir töluverðar hitasveiflur.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 11:56
by Idle
Lítur vel út. Einhverjir punktar varðandi tengingu og frágang, ef ég panta mér svona grip?
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 12:42
by kristfin
ef ísskápurinn er með 2 hólfum, þá viltu væntanlega tengja kontrolerinn í staðinn fyrir controlerinn sem er fyrir annað hólfið nú þegar.
þegar ég bjó mér til keggerator, þá lét ég frystinn halda sér, en tengdi minn controller í staðinn fyrir controlerinn í kælipartinum. sáraeinfalt. opnar bara stýringuna í ísskápnum og sérð hvaða vír fær ríleiið opnar á þegar á að kæla. tengir það síðan við þinn kontroller.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 12:53
by Bjössi
Áhugavert!
en er ekki "vesen" að tengja þetta fyrir leikmann? ég er með 30 ára ísskáp á frysti
við ættum kannski að panta saman Siggi?
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 13:13
by kristfin
Bjössi wrote:Áhugavert!
en er ekki "vesen" að tengja þetta fyrir leikmann? ég er með 30 ára ísskáp á frysti
við ættum kannski að panta saman Siggi?
maður bara hrærir í þessu þangað til að þetta virkar. ekki vitlaust að mæla kannski.
standard disclaimer: 230v í blauta putta er ekkert fjör!
hafðu bara bjór standby og ég skal koma og tengja með þér
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 13:17
by anton
Já . lookar vel.
Ætti ekki að vera stórmál að tengja þetta - virðist vera diagram á myndinni, en ekki nægilega skýrt að hægt sé að lesa það.
Spurning, er hægt að tengja bæði "hitara" og "kælara" inn á þetta unit, allt að 10A? Eða hvað er þetta Defrost dæmi?
Svo er svipað tæki hér - í svipuðum pakkningum. Þar er greinilega bæði hægt að tengja heating og cooling inn á það skv diagram.
http://stores.homestead.com/KwanChiKin/ ... Detail.bok" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég væri örugglega til í svona grip líka ef verið er að pannta til að lækka innflutningskostnaðinn. Þetta ætti ekki að vera nema 4-6 þúsund heimkomið svona gróft reiknað.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 13:25
by sigurdur
Ég tengdi svona græju um daginn í skápinn minn. Setti þetta allt saman í 1L ísbox.
http://picasaweb.google.com/nikkiclau/A ... directlink" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 17:28
by Andri
Hvernig er þetta að virka hjá þér Óli og hvað kostaði þetta komið heim? Ertu með annað hitamæli inni í ískápnum til að sannreyna að það sé rétt hitastig?
Ég hef slæma reynslu af óvönduðum kínverskum rafbúnaði, hafa lekið þéttar hjá mér og einn sprungið..
Hef verið að spá í að fá mér danfoss tstat fyrir nýju ískápana mína

Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 19:28
by sigurdur
Andri, þetta virkar vel hjá mér.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 12. Jan 2011 21:53
by Stebbi
Passið ykkur samt á einu að ískápar með einni vél eru bara með thermostati fyrir ískápinn en ekki frystirinn, sem þýðir að ef að það er sett hitastýring á skápinn og stillt í td. 18°c fyrir gerjun þá fer vélin svo sjaldan í gang að frystihólfið er jafnvel komið uppí 10°c þegar að ískápurinn kallar á kælingu. Eina leiðin til að minka þessa sveiflu er að stilla diffrensinn eins neðarlega og hægt er.
Er sjálfur með Elliwell stöðvar með PTC fölerum og tók eftir þessu þegar ég setti að gamni aðra stöðina í gang og henti fölernum inní frysti til að athuga hvort ég gæti ekki geymt humlana og gerið þar inni. Niðurstaðan var nei.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 13. Jan 2011 07:41
by anton
Eruði að setja þurrger í frysti? Ef já, afhverju?
Eftir því sem ég best veit þá er bara verið að setja glycerin blandað ger í frysti í litlum skömmtun til að geyma í lengri tíma í eink-gerbanka. Eruð þið að tala um það?
Öll geymsla á þurrgeri ætti að vera yfir 0° því að frostið í bestafalli skemmir það lítið - geyma það í sem stöðugasta hitastigi - það er nú alveg nógu langur stimpill á pökkunum og svo má jafnvel nota gerið þótt það sé komið yfir þau mörk.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 14. Jan 2011 10:39
by Oli
Andri wrote:Hvernig er þetta að virka hjá þér Óli og hvað kostaði þetta komið heim? Ertu með annað hitamæli inni í ískápnum til að sannreyna að það sé rétt hitastig?
Ég hef slæma reynslu af óvönduðum kínverskum rafbúnaði, hafa lekið þéttar hjá mér og einn sprungið..
Hef verið að spá í að fá mér danfoss tstat fyrir nýju ískápana mína

Já þetta virkar 100%, er með annan mæli líka til að sannreyna hitastig. Kostar lítið og auðvelt að tengja þannig að þetta er ódýr kostur.
Minnir að tvö stk hingað heim hafi verið um 8 þús samtals...
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 14. Jan 2011 10:54
by Oli
anton wrote:Eruði að setja þurrger í frysti? Ef já, afhverju?
Eftir því sem ég best veit þá er bara verið að setja glycerin blandað ger í frysti í litlum skömmtun til að geyma í lengri tíma í eink-gerbanka. Eruð þið að tala um það?
Öll geymsla á þurrgeri ætti að vera yfir 0° því að frostið í bestafalli skemmir það lítið - geyma það í sem stöðugasta hitastigi - það er nú alveg nógu langur stimpill á pökkunum og svo má jafnvel nota gerið þótt það sé komið yfir þau mörk.
já ég var að tala um ger í glycerin lausn eða í cryotube, ef menn eru að nota venjulegan frysti með sem fer reglulega á defrost er mælt að setja frystipakka með gerinu í kassa.
Annars erum við komnir með aðgang að -75°frysti, þurfum ekki að spá í því.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 20. Oct 2011 20:30
by bergrisi
Takk fyrir myndina af "ísboxinu" þínu Sigurður. Ég var búinn að tengja þetta allt vitlaust. Nú er þetta farið að virka hjá mér og styttist í lagerbjór. Bjó til eitt box með innstungum og get annað hvort sett þetta á ískápinn eða í bruggskúrinn. Algjör snilld.
Re: Hitastýring fyrir ísskáp
Posted: 21. Oct 2011 00:24
by sigurdur
Gaman að myndirnar gerðu gagn
