Page 1 of 1
Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 12:05
by Örvar
Sælir meistarar.
Nú er planið að fara að leggja í AG nr. 2 og langar mig að gera eitthvern stout bjór, helst eitthvað sem er í líkingu við Viking Stout.
En vandamálið er að ég hef enga reynslu af því að setja saman uppskrift svo ég var að velta fyrir mér hvort eitthver hér hafi gert eitthvað svipað eða hafi hugmyndir af uppskrift í þessum stíl?
Allar ábendingar væru vel þegnar.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 16:40
by Sleipnir
Ég væri til í að nálgast þannig uppskrift, jólabock eða stout.
Hélt kannski að þessi væri þannig:
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=609&start=10
En mér skilst að hann sé gjörólíkur, hann hljómar samt spennandi og ég ætla að prófa.
Siggi
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 17:36
by Idle
Raven Rock Stout hafnaði í öðru sæti í keppninni í fyrra og er alveg ljómandi góður. Langt síðan ég hef bragðað hann, líkt og Víking stout, svo ég þori ekki að fullyrða um hversu líkir þeir eru...
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 18:56
by Sleipnir
Myndirðu sleppalakkrísrótinni aftur einsog þú gerðir við seinni lögunina? Og myndirðu breyta einhverju öðru?
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 19:03
by Idle
Ég myndi halda mig við fyrstu (óbreyttu) uppskriftina. Annað hvort að sleppa lakkrísrótinni (kemur ekki að sök), eða auka magnið til að reyna að ná fram örlitlum keim. Veit fyrir víst að hann er eins góður án hennar. Annars myndi ég engu breyta.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 20:41
by ulfar
Veit að viking Stout er lager bjór. Ef þér líkar hann en hefur ekki gerjunaraðstöðu fyrir lager þá væri U05 eða annað neutral ger gott val.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 22:43
by Sleipnir
Það eru hráefni þarna sem eru allavega fyrir mér frekar framandi.
Barley, what malt, roasted barley og chinook.
Í hvaða dótabúð færðu þetta?
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 22:45
by Örvar
Takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Ég vissi ekki að Víking Stout væri lager. Ég gæti gert lager en þá þyrfti ég að fórna bjórískápnum mínum svo ég held ég hafi þetta öl.
Sá þessa uppskrift:
http://www.homebrewtalk.com/f68/o-flann ... ard-41072/ og leist vel á hana en hef svosem ekkert fyrir mér í því.
En aftur eru allar ábendingar og uppástungur vel þegnar

Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 11. Jan 2011 23:04
by Oli
Dry Stout frá Jamil Zainasheff, sami og í Brewing Classic Styles
http://beerdujour.com/Recipes/Jamil/JamilsDryStout.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 12. Jan 2011 00:41
by kristfin
þessi er mjög góður og einfaldur. gott að byrja á þessum og breyta honum síðan eftir smekk. meira ristað, kaffi, body etc. ef vill
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 12. Jan 2011 01:07
by Idle
Sleipnir wrote:Það eru hráefni þarna sem eru allavega fyrir mér frekar framandi.
Barley, what malt, roasted barley og chinook.
Í hvaða dótabúð færðu þetta?
Flaked barley = byggflögur (fást í heilsuvöruhornum flestra matvöruverslana núorðið). Wheat malt = maltað hveiti, sama og grunnurinn í hveitibjórum. Roasted barley = ómaltað, ristað bygg. Keypt af Ölvisholti á sínum tíma. Chinook eru ágætir humlar með alfasýrugildi í hærri kantinum, hentugir sem beiskjuhumlar. Keyptir erlendis (morebeer.com).
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 12. Jan 2011 18:00
by Örvar
Takk fyrir ábendingarnar.
Mynduði þá frekar ráðleggja mér að byrja á uppskrift Jamils frekar en þessari:
http://www.homebrewtalk.com/f68/o-flann ... ard-41072/ ?
Er ekki rétt að Carapils gefur meira body og svo er í honum súkkulaðimalt sem ég var einmitt að fíla í Viking Stout
Og svo aðeins um stílinn, er Viking Stout dry stout?
Annars ætla ég ekkert að festa mig í að reyna að gera Víking Stout. Þekki ekki stout stílinn nógu vel en fannst þessi bara svo helvíti góður
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 12. Jan 2011 18:40
by kristfin
Örvar wrote:Takk fyrir ábendingarnar.
Mynduði þá frekar ráðleggja mér að byrja á uppskrift Jamils frekar en þessari:
http://www.homebrewtalk.com/f68/o-flann ... ard-41072/ ?
Er ekki rétt að Carapils gefur meira body og svo er í honum súkkulaðimalt sem ég var einmitt að fíla í Viking Stout
Og svo aðeins um stílinn, er Viking Stout dry stout?
Annars ætla ég ekkert að festa mig í að reyna að gera Víking Stout. Þekki ekki stout stílinn nógu vel en fannst þessi bara svo helvíti góður
taktu annan hvorn. skiptir ekki máli.
það má segja að þessi hjá jamil sé svona klassískur grunn stout, sem maður gerir síðan sinn. flaked barley gefur boddy og mýkt, þannig að ég væri ekki að bæta við carapils, en það gefur mildara bragð.
þessi uppskrift er samt nokkurn veginn í sömu hluföllum og jamils uppskrift, súkkulaðið gefur "meira" bragð, sennilega í átt við viking stout.
mér finnst 70/20/10 uppskrifin rosalega góð, ekki ósvipaður og murphy, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 13. Jan 2011 22:24
by aki
Þú ættir að geta notað hvaða beiskjuhumla sem er ef þú bara passar upp á að hafa sama ibu-gildi í uppskriftinni. Humlabragðið kemur sama og ekkert í gegnum maltið.
Ég myndi halda að Viking Stout væri sweet stout. Þeir stout sem við höfum gert hafa yfirleitt verið í áttina að því af því við vorum að meskja þá við tiltölulega hátt hitastig (68°). Við notuðum haframjöl til að gefa fyllingu.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 18. Jan 2011 11:11
by BeerMeph
Ég bruggaði eitt sinn raven rock stoutinn hans Idle's og heppnaðist mjög vel. Reyndar fór kæliboxið mitt að leka inn á frauðplastið þannig að ég eyðilagði meskikerið mitt og hitastig féll talverts. Úr varð þurrari stout sem líkist Viking stout

.
Held að ég hafi notað sömu uppskrift og idle er að birta hér nema að ég sleppti lakkrísrót og notaði hveitiflögur eingöngu í staðinn fyrir hveitimalt.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 2. Feb 2011 20:36
by Sleipnir
Ég ætla að taka Ó Flannagáin þar er "roasted barley" og mig langar að rista byggið sjálfur. Það er eitthvað um þetta hjá John Palmer, en hvernig er með ykkar reynslu í þessu?
Kv.
S.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 2. Feb 2011 21:33
by Eyvindur
Passaðu bara að rista byggið ekki inni hjá þér - það þarf víst að reykræsta eftir slíkar æfingar. Borgar sig að gera það á útigrilli.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 2. Feb 2011 22:37
by gunnarolis
Correct me if wrong, en er ekki roasted barley ómaltað?
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 2. Feb 2011 22:56
by hrafnkell
gunnarolis wrote:Correct me if wrong, en er ekki roasted barley ómaltað?
Jú ég held það. Engin ástæða til að malta það því ensímin eru öll drepin í ristuninni.
Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Posted: 2. Feb 2011 23:22
by Eyvindur
Júbb, ómaltað.