Page 1 of 1

Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 7. Jan 2011 17:44
by atax1c
Jæja, langar að prófa að setja gerjunarkútinn út á svalir að lokinni gerjun í þeirri von að bjórinn tærist fyrr.

En hvernig er með svona gler-carboy ? Er þetta ekki hrikalega viðkvæmt fyrir hitabreytingum ?

Á ég að þora þessu með glerkútinn eða nota bara fötu í staðinn ?

Re: Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 7. Jan 2011 18:41
by hrafnkell
Það ætti að vera í góðu lagi - aðal vandamálið með gler er ef hitabreytingarnar eru snöggar. þannig að kannski ekki henda carboyinu í skafl, kannski bara láta duga að setja það út :)

Re: Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 7. Jan 2011 19:14
by atax1c
Já hugsaði þetta einmitt. Ef ég er með sirca 20 lítra af bjór sem er 20°C, þá er þetta ekkert að fara að kólna neitt hrikalega fljótt er það ?

En hvað ef það kæmi mikið næturfrost eða eitthvað slíkt ? Myndiru halda að það væri samt nógu hæg hitabreyting að ekkert myndi gerast ?

Re: Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 7. Jan 2011 19:35
by hrafnkell
Bjórinn ætti að vera nógu góður buffer þannig að þetta yrðu aldrei neitt ofur hraðar breytingar.

Re: Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 7. Jan 2011 19:37
by atax1c
Held að það sé rétt hjá þér, annars fær fólkið fyrir neðan mig frían bjór bara :)

Re: Crash cool með 23L gler-carboy

Posted: 9. Jan 2011 19:49
by bjarkith
Ég geymi, að mig minnir 40l, gler carboy alltaf úti þegar það er ekki notkun þar sem það er ekki pláss fyrir það inni og hefur ekkert gerst við það, er í fínu lagi.