Page 1 of 1

Eldhúsútgáfan

Posted: 6. Jan 2011 23:04
by kalli
Það var að blunda með mér að gera mini útfærslu af brugggræjum til að geta bruggað í eldhúsinu, gert tilraun með BIAB og gera forkönnun á þriðju kynslóðar græjunum sem eru í pípunum hjá mér. Svo ég setti saman það sem er á meðfylgjandi myndum. Kannski hafa einhverjir gagn af myndunum.

Kerfið er ytri fata með hitöldum og innri fata fyrir kornið. Lítil dæla sér um hringdælingu á virtinum. Síðar meir kemur PID hitastýring með Solid State Relay (SSR).

Fatan er 33L og ég ætti að geta fengið 19L í gerjun miðað við miðlungsþungan bjór og með engri skolun.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 6. Jan 2011 23:14
by kalli
Seinni hluti:

Og að endingu allt samansett og klárt í meskingu:

Fatan er öll einangruð að utan og hitatapið er lítið. Ég mældi það og það reyndist vera um 4° á klst.
Ég mældi hvað tók langan tíma að hita 29L af vatni úr 8,69° í 62° og það reyndist vera 30 mínútur.
Svo tók 20 mínútur í viðbót að ná upp suðu.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 6. Jan 2011 23:21
by kalli
Þriðji hluti:

Fatan er einangruð að utan og lokið með. Hitatapið er lítið og mældist 4° á klst.
Ég mældi tímann sem tók að hita 29L úr 8,7° í 62° og hann var 30 mín. Síðan tók 20 mínútur til viðbótar að ná upp suðu.

Afsakið óreiðuna á myndunum. Það er aðeins hægt að uploada 3 myndum pr. póst og þetta fór aðeins í bendu hjá mér.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 7. Jan 2011 10:06
by hrafnkell
Prófaðu að einangra slönguna - Mesta hitatapið er líklega frá henni. Annars lúkkar þetta mjög vel - svipað og ég hafði hugsað mér að gera :)

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 7. Jan 2011 10:21
by kristfin
lofar góðu

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 7. Jan 2011 18:59
by sigurdur
Þetta er mjög flott kalli.

Þú kíkir kanski með þetta á fundinn næsta mánudag fyrir meðlimi til að dást af..

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 8. Jan 2011 07:45
by kalli
sigurdur wrote:Þetta er mjög flott kalli.

Þú kíkir kanski með þetta á fundinn næsta mánudag fyrir meðlimi til að dást af..
Jú, ég reikna með að mæta á mánudaginn og ég get kippt þessu með.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 8. Jan 2011 17:44
by kalli
hrafnkell wrote:Prófaðu að einangra slönguna - Mesta hitatapið er líklega frá henni. Annars lúkkar þetta mjög vel - svipað og ég hafði hugsað mér að gera :)
Það tekur því ekki að einangra slönguna, því hitatapið í heild er svo lítið og ég er með hitöld til að halda hitanum uppi.

Mao., ég er að elda kalkún í pottinum akkúrat núna. Takk fyrir ábendinguna Hrafnkell ;-)

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 8. Jan 2011 21:37
by hrafnkell
Já fyrst þú ert með hitöldin í gangi til að halda hitanum þá er þetta ekkert issue.

Ég er með pid stýringuna fyrir þig reddí - fattaði ekki að senda hana með gleraugunum. refracto og vogir ætti ég að fá á mánudag eða þriðjudag.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 12. Jan 2011 19:58
by kalli
Nú er ég búinn að laga þetta heilmikið. Innri fatan er nú alveg eins og sú ytri. Ég skar neðstu 8 cm af fötunni, keypti ryðfrítt net og strekkti yfir botninn. Það er auðvelt að klippa það til með blikkklippum. Ég skrúfaði netið svo fast á botninn, skar svo botninn sjálfann úr og var þá kominn með 8 cm hólk með neti í botninn. Þennan hólk setti ég inn í botnlausu fötuna og festi þar. Þar með er komin fata með fölskum botni og fellur þétt í ytri fötuna.

Þvermálið á nýju innri fötunni er um 40% meira en á þeirri gömlu. Flæðið í gegnum kornið fjórfaldast af þeirri sök. Kornbeðurinn þynnist um helming af því hann dreifist yfir stærra flatarmál og flæðið tvöfaldast aftur þess vegna. Þá er netið miklu opnara en ryðfría sigtið og flæðið eykst þess vegna. Allt í allt 10-16 falt flæði miðað við áður.

Ryðfría netið er með 2mm möskva og keypt í Poulsen, Skeifunni 2. Sveigjanlegt og traust en dýrt, eða 5.080 kr. fyrir 40*100cm bleðil.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 17. Jan 2011 23:57
by andrig
hvar fær maður svona dælu? og hver er prísinn á henni? og er hún alveg að ná að halda góðri hreifingu á vatninu?

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 18. Jan 2011 00:11
by kalli
andrig wrote:hvar fær maður svona dælu? og hver er prísinn á henni? og er hún alveg að ná að halda góðri hreifingu á vatninu?
Dælan fæst hér: http://shop.solarproject.co.uk/sp2020-e ... -p-10.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Verðið í pundum kemur fram á síðunni en heildarverðið hingað komið var 5.550. Ef þú pantar, athugaðu að velja öflugustu dæluna (ef það er það sem þú vilt) úr drop-down listanum. Það er 12W útgáfan. Sú dæla er öflugri en sú sem okkur stóð til boða um daginn.

Mín dæla er býsna dugleg og hún dælir 7L á mínútu. Ég er með u.þ.b. 24L af virti svo hún er rúmar 3 mínútur að dæla því öllu í gegn um kornið eða 17 sinnum á klst. Mér finnst það nokkuð gott.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 18. Jan 2011 09:57
by bjarni
Flott setup.
Tvær spurningar, af því ég er líka að útbúa BIAB kerfi:
Er dælan ekki overkill? Væri ekki nóg að hræra vel?
Er tveggja millimetra möskvi ekki of víður, þ.e. sleppur ekki fullt af gruggi í gegn eða ertu með poka líka?

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 18. Jan 2011 10:07
by hrafnkell
2ja millimetra möskvi er kannski í lagi ef þú ert með dælu sem dælir yfir kornið á meðan meskingin á sér stað, því þá virkar kornið sem sía. Þeas drullunni sem kemst í gegn er dælt aftur yfir kornið og þá festist drullan í korninu.

Ef þú ætlar ekki að hafa hringrás á þessu þá þarf möskvinn að vera miklu minni, líklega nær 0.1mm eða jafnvel 0.02mm. Ég hef ekki hugmynd um hvað möskvinn er í efninu sem ég nota, en hann er svo fínn að maður sér í raun ekki götin.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 18. Jan 2011 10:20
by kalli
Þar sem ég er með plastfötu með fölskum botni innan í suðutunnunni og ekki poka er ég ekki með BIAB. Ég prófaði það en fata með fölskum botni og dæla er næsta skref í þróuninni á eftir BIAB. Og þessari fullyrðingu verða margir sammála og aðrir ósammála :-)

En það er rétt hjá þér, með BIAB hefur dæling ekkert upp á sig og nóg er að hræra vel í.

2mm möskvastærð er ekki of mikið því að kornið sest til og myndar massa sem er ekkert á hreyfingu í fötunni. Einhversstaðar las ég að 3mm sé hámarkið.

En ég get bætt við því að eftir að ég fór í FÍF (fötu í fötu) :-) útgáfuna er virturinn kristaltær. Við hringdælinguna gleypir kornbeðurinn allar minnstu agnir í virtinum.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 18. Jan 2011 23:39
by Bjarki
Flott hjá þér Kalli veistu hvaða nýtni þú færð úr seinni útgáfunni ?

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 19. Jan 2011 00:48
by bjarni
kalli wrote:Þar sem ég er með plastfötu með fölskum botni innan í suðutunnunni og ekki poka er ég ekki með BIAB.
Myndi það ekki útleggjast BIAB: Bucket in a Bucket :P
En takk fyrir upplýsingarnar.

Re: Eldhúsútgáfan

Posted: 19. Jan 2011 09:56
by kalli
Bjarki wrote:Flott hjá þér Kalli veistu hvaða nýtni þú færð úr seinni útgáfunni ?
Ég fæ yfir 80% nýtni úr henni.