Page 1 of 1

Brygland's Brown Ale

Posted: 5. Jan 2011 19:52
by flang3r
Jæja, ég skellti í AG bjór númer 2 á sunnudaginn seinasta(2. jan)

Þegar við vorum að kaupa hitt og þetta sem okkur vantaði og fannst heldur dýrt hér á Íslandi eða vissum ekki hvar sum áhöld fengust þá ákváðum við að leita til Danmerkur.

Vefverslunin Brygland varð fyrir valinu

http://www.brygland.dk" onclick="window.open(this.href);return false;

Fyrst við vorum að versla þar, þá ákváðum við að kanna hvort ekki væri hægt að panta AG uppskriftir frá þeim og viti menn, það var hægt. Við ákváðum að velja Brown Ale.
http://www.brygland.dk/brygland-s-brown-ale.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Eini gallinn við þennan pakka, er það að ég hef ekki hugmynd hvað var í Malt pokanum. Ekkert gefið upp hvaða korn var né hve mikið af hverju. Ég reiknaði með að þetta væri einhverstaðar á vefsíðunni þeirra en ég sé þetta ekki neinstaðar.
En þó gefa þeir upp útreiknaðar tölur svo sem:
Brown Ale

Færdig bryg 25 liter

OG 1054
FG 1015
EBC 30
ABV 5,2 %
IBU 20

(Malten er frisk valset)

Brygvejledning medfølger i printet version.
þarna er einnig að finna fáránlega ýtarlegar leiðbeiningar á dönsku
http://www.brygland.dk/vejledninger/b_0 ... ndhold.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Við studdumst mikið við þessar leiðbeiningar og gerðum þau mistök að nota vatns innihaldið sem þeir gefa upp, án þess að taka inn í þetta hve mikið vatn við misstum seinast og þess vegna erum við núna með í gerjun 21 lítra af þessum mjög dökka virti. Skv. leiðbeiningunum hér að ofan áttum við jú að enda í 25 lítrum.

En fyrir utan það, þá gekk þetta fáránlega vel og ekkert annað sem fór úrskeiðis.

Ég reiknaði út að við misstum 5,25 lítra á klst. í ryðlausa stálsuðupottinum okkar.

Re: Brygland's Brown Ale

Posted: 5. Jan 2011 19:54
by flang3r
ég mældi áður en við suðum humlana 1,040 pre boil gravity og
OriginalGravity 1,059

og kannski má bæta því við að það var mjög vel pakkað, allt innihald sem fylgdi AG uppskriftinni.
Loftþéttar umbúðir sem héldu öllu fersku og góðu.

Re: Brygland's Brown Ale

Posted: 5. Jan 2011 20:08
by hrafnkell
Hvað kostaði þessi pakki hingað kominn?

Re: Brygland's Brown Ale

Posted: 5. Jan 2011 22:18
by flang3r
hrafnkell wrote:Hvað kostaði þessi pakki hingað kominn?
Sendingakostnaðurinn var inn í öllu með áhöldunum svo að ég veit ekki hvað pakkinn kostar einn og sér hingað kominn. Ef ég ætti að giska þá uþb. 4000-5000

Re: Brygland's Brown Ale

Posted: 17. Jan 2011 15:45
by flang3r
Jæja, hann er kominn á flöskur. Gengum frá þessu í gær.

Endaði á að tappa á 18 lítra.

FinalGravity : 1,016

Samkvæmt beersmith ætti það að gefa 5,6 til 5,7 ABV.

Þessi lofar mjög góðu. Dökkur og sætur við smá smökkun í gær. Minnir pínulítið á Guinness.

í priming sykur notuðum við púður sykur. Það verður gaman að sjá hvað gerist.


Skál!

Re: Brygland's Brown Ale

Posted: 27. Jan 2011 23:07
by flang3r
Smökkuðum þennan þriðjudaginn seinast liðinn.
Svakalega ljúfur, mjög hæfilegt gos magn. Bragðast frábærlega!
Púðursykurinn gefur smá aukabragð sem virðist passa vel við.
Liturinn er mjög dökkur í þessum og virðist líka vera smá rauður.