Page 1 of 1

Vallhumall og blóðberg?

Posted: 31. Dec 2010 02:55
by inurse
Góða kvöldið
Hafið þið prófað að nota íslenskar jurtir, t.d. vallhumal og blóðberg í bjórgerð?

Við prófuðum um daginn að nota Vallhumal í stað beiskjuhumla, en vorum/erum óöryggir varðandi magn sem best er að nota.
- Við gerðum tilraun og blönduðum saman heitu vatni og vallhumal í ákv. hlutfalli og prófuðum að gera hið sama við cascade humla. Okkar niðurstaða var sú að vallhumalinn virðist vera a.m.k hemingi bragðdaufari en cascade humlar blandaðir í heitt vatn, og því tvöfölduðum við magnið af vallhumlum í uppskriftina (í stað cascade). Verður verulega áhugavert að sjá hvernig það mun koma út.... en lyktin lofar góður :)

Svo erum við gríðarlega forvitnir að vita hvernig Blóðberg smakkast í bjór. Hefur einhver reynslu af því?

Kveðja, Þorsteinn

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 31. Dec 2010 10:01
by aki
- Við gerðum tilraun og blönduðum saman heitu vatni og vallhumal í ákv. hlutfalli og prófuðum að gera hið sama við cascade humla.
Þetta er sniðugt og eitthvað sem ég hafði hugsað mér að gera næsta sumar. Kemur mér á óvart að hann hafi reynst svona mikið beiskur. Voruð þið með þurrkaðan eða ferskan? Blöð eða heilan?

Ein jurt sem ég ætla líka að prófa að þurrka og nota í bjór næsta sumar er horblaðka eða reiðingsgras, sem vex í grunnum tjörnum um allt land. Hún er eina íslenska jurtin sem ég hef fundið sem er lýst sem beiskri en ekki barkandi. Ég hefði einmitt áhyggjur af því varðandi blóðbergið, hvort stilkarnir væru barkandi (gæfu þurrktilfinningu).

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 31. Dec 2010 10:55
by sigurdur
Ég prófaði að þurrkrydda með nokkrum grömmum af blóðbergsblómum í bjór hjá mér. Ég gerði ekkert til að sótthreinsa blóðbergið og bjórinn sýktist.
Úlfar gerði mjög góðan bjór þar sem hann notaði blóðberg í þurrkryddun. Sá bjór kom ljómandi vel út.

Ráðin sem hann gaf mér var að tína blómin (bleika/rauða hlutann) og nota hann í bjórinn.
Ég mæli með að það sé sótthreinsað með vodka/suðu.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 31. Dec 2010 14:48
by inurse
Voruð þið með þurrkaðan eða ferskan? Blöð eða heilan?
Við vorum með hann þurrkaðan og heilan, týndur seint í sumar.

Sigurður, Þegar þú talar um "þurrkryddun" ertu þá að tala um að setja það í gerjunartunnuna?
- Og hvað myndir þú mæla með (halda) að best væri að sjóða Blóðbergið lengi? (30 mín?)

Annars, gleðilegt nýtt bjórÁr :)

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 1. Jan 2011 04:26
by gunnarolis
Ég mundi sótthreinsa þetta með ódýru vodka/landa...

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 1. Jan 2011 21:25
by OliI
Ég veit til þess að einir hefur verið notaður til að ná beiskju. Lyktin er ekki ósvipuð lykt af hvönn, sem Bruggsmiðjan notar í „StinningsKalda“.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 2. Jan 2011 11:27
by sigurdur
inurse wrote:Sigurður, Þegar þú talar um "þurrkryddun" ertu þá að tala um að setja það í gerjunartunnuna?
- Og hvað myndir þú mæla með (halda) að best væri að sjóða Blóðbergið lengi? (30 mín?)
já, ég var að tala um að setja það í gerjunartunnuna.
Ég myndi ekki sjóða blóðbergið ef þú kemst hjá því. Ef þú kemst ekki hjá því, þá getur þú sótthreinsað með því að setja kryddið í 77°C í a.m.k. 30 sek.
Til að vera viss um að flestallir óvættir séu dauðir þá getur þú soðið í 15 mínútur en þú átt á hættu að ná út tannín og beiskju úr kryddinu ef þú sýður svo lengi.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 3. Jan 2011 12:33
by halldor
inurse wrote: Svo erum við gríðarlega forvitnir að vita hvernig Blóðberg smakkast í bjór. Hefur einhver reynslu af því?
Við vinirnir gerðum belgískan Wit með blóðbergi fyrir um ári síðan. Við notuðum þurrkað blóðberg en líklega aðeins of mikið.
Ölvisholt notaði blóðberg í Vatnajökul, sem fór nú aldrei í almenna sölu að mig minnir, heldur var bara seldur í ríki Vatnajökuls. Þar fannst mér blóðbergið einnig skína eilítið of mikið í gegn.
Ef þú ætlar að nota blóðberg þá legg ég til að þú byrjir á litlu magni og vinnir þig síðan upp út frá því. Einnig getur verið sniðugt að skipta batch-inu í 4 hluta (eða fleiri) og nota mismunandi magn í hvern hluta fyrir sig.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 4. Jan 2011 01:01
by aki
Það væri gaman að taka saman smáreynslubrunn yfir þessar helstu íslensku jurtir sem hægt er að nota í brugg (beiskju, bragð, ilm, áferð, áhrif suðu o.s.frv.). Væri vit að setja upp sérflokk fyrir það á spjallinu?

Meðal þess sem ég ætla mér að prófa næsta sumar er vallhumall, horblaðka, einiber, krækiber, beitilyng, augnfró, birkilauf, brenninetla, njóli og mjaðjurt... verður allt þurrkað :) sé til hvað mér tekst að gera úr þessu.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 4. Jan 2011 11:39
by halldor
aki wrote:Meðal þess sem ég ætla mér að prófa næsta sumar er vallhumall, horblaðka, einiber, krækiber, beitilyng, augnfró, birkilauf, brenninetla, njóli og mjaðjurt... verður allt þurrkað :) sé til hvað mér tekst að gera úr þessu.
Við höfum notað einiber í gylltan belgískan sterköl (ásamt kóríander) og það kom frábærlega út.
[edit] Notuðum líka appelsínu og sítrónubörk (ferskan). Þessi lenti í 4. sæti í >6,5% flokknum 2010. [/edit]
Man ekki nákvæmlega magnið en get skellt því inn í þráðinn þegar ég kem heim í kvöld. Ef maður notar of mikið af einiberjum getur maður fengið sterkan gin-keim af bjórnum sem er ekki mjög eftirsóknarvert að mínu mati.

Við gerðum tvær útgáfur af belgíska Wit bjórnum sem ég nefndi ofar í þræðinum. Í þann seinni notuðum við, auk blóðbergs, birkilauf og hvönn. Hann var ekkert frábær enda of mikið magn af hverju kryddi fyrir sig í honum.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 4. Jan 2011 13:49
by aki
Væri gaman að heyra ca. hvaða magn þið voruð að nota.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 5. Jan 2011 09:46
by bjarni
Fíflablóm eru líka beisk og voru notuð í gamla daga á norrænum slóðum.
Einhversstaðar las ég að hægt væri að nota alla plöntuna (líka rót) við suðu en gula hlutann af blóminu við þurrkryddun.
ss. rífa litlu gulu blómblöðin af hausnum

Fyrir þá sem vilja prófa íslenskar plöntur, eða plöntur aðrar en humal vil ég mæla með þessari síðu: http://www.gruitale.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna eru lýsingar á allskyns plöntum og aðferðum sem notaðar hafa verið til íblöndunar í gegnum tíðina.
Valhumall heitir "yarrow" á útlensku btw.
Hér er t.d. góð lýsing á notkun vallhumals: http://www.gruitale.com/bot_yarrow.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna er t.d. bent á að nota blöðin í suðunni til beiskjunar, en blómin í þurrkryddun.

Re: Vallhumall og blóðberg?

Posted: 9. Jan 2011 18:19
by aki
Hef heyrt að best sé að þurrka vallhumal heilan með því að hengja hann upp á hvolfi. Þá þarf maður væntanlega plastpoka utanum blómin eða eitthvað fyrir neðan til að safna þeim.