Page 1 of 1

Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 30. Dec 2010 12:45
by Chewie
Góðan dag

Ég er með Evrópskan bjórkút með ytri skrúfgangi sjá: http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... =3&t=93360" onclick="window.open(this.href);return false;
Kúturinn hefur líklegast ekki verið opnaður í einhvern tíma því ég get með engu móti skrúfað þetta stykki út. Hvað verkfæri hafið þið kútarnir verið að nota til að skrúfa þessu.

Kær kveðja
Árni

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 30. Dec 2010 13:05
by kristfin
það eru til video á youtube sem sýna hvernig þetta er gert. þarft í raun bara lítið skrúfjárn til að taka splittið og stærra til að banka þetta létt uppúr.

annars er hann stebbi snillingur í þessu

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 30. Dec 2010 13:06
by kristfin
http://www.youtube.com/watch?v=npUA8DvngVw" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 30. Dec 2010 14:44
by gunnarolis
Ég hef gert þetta. Það sem er númer 1, 2 og 3 er náttúrulega að taka þrýstinginn af kútnum. Án þess geturðu nánast ekkert gert.

Eftir það boraði ég í splittin og náði þeim úr, notaði síðan stóra töng sem ég glennti í sundur og sneri þannig að skrúfaða "dip tube"-ið losnaði. Eftir þetta geturðu togað dótið uppúr án erfiðleika.

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 30. Dec 2010 20:31
by Stebbi
Ef þú ákveður að nota skrúfjárn eins og svo margir gera til að tappa þrýstingnum af reyndu þá að snúa andlitinu í hina áttina og hafa kútinn á hliðini. Ekkert eins ónotalegt og að fá gamlan bjór í augun. Þú getur líka notað fastan lykil númer 14 minnir mig til að ýta inn miðjuni með smá lagni, þá opnast hann ekki of mikið og þrýstingurinn fer.

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 31. Dec 2010 13:12
by Chewie
Þið eruð að tala um D-sankey sem er fyrir USA kúta. Ég er með S-sankey sem er ekki með hring að ofan heldur er skrúfgangur og svo er nokkurs konar safety lock á þessu sem ég get engan veginn komist fram hjá.
http://www.beer-recipe.org/EuroSanke.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir kútar sem eru með svona systemi eru ma. frá Heineken, Miller og Stella Artois.
Hér er reyndar einn gaur sem segir frá hvernig eigi að losa þetta. Éf hef reynt að fylgja þessu eftir en án árangurs.
http://www.youtube.com/watch?v=pmbBVSPFAXA" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég verð að nota s-sankey því ég er með S-coupler. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort hægt sé að nota S-coupler fyrir D-sankey kúta, veit það einhver ? Það myndi gera mér auðveldara fyrir.

Ef einhver veit hvernig á að losa S-sankey úr kúti þá má hann endilega svara mér.

Kær kveðja
Árni

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 31. Dec 2010 17:10
by Squinchy
Hef opnað svona kút með einmitt svona safety lás, þarf 3 - 4 hendur til að losa þetta, einn aðilinn ýtir lokanum niður meðan hinn kemur þunnu skrúfjárni niður til að spenna klemmuna aftur, þá er hægt að ná þessu upp :P

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 1. Jan 2011 04:22
by gunnarolis
Það er sjúklega mikið vesen, og ég mundi klárlega ekki nenna að nota kúta sem eru 4ra manna tak að opna. Að fylla á kút þarf ekki að vera hópíþrótt.

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 1. Jan 2011 06:15
by Squinchy
Þetta er samt bara erfitt fyrst, svo er bara að fjarlægja þessa öryggis klemmu og þá er mjög auðvelt að opna hann aftur

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 1. Jan 2011 14:12
by Stebbi
Þetta er ekkert mál, það þarf að nota 90° boginn síl eða annarskonar krókverkfæri til að ná þessu og lítið skrúfjárn. Svo þegar það er búið þá borar maður í endann á splittinu báðu megin til að geta notað splittatöng næst. Það er líka hægt að bora í annað hornið þegar splittið er í kútnum til að auðvelda sér þetta en þá verða menn að fara varlega því að borinn á það til að brotna þegar hann fer í gegn.

Re: Verkfæri hentug til að opna Evrópskan kút

Posted: 24. Jan 2011 13:13
by Chewie
Gleymdi að setja inn að við vinirnir fundum leið til að opna þennan S-sankey kút.
Annar armurinn af tveimur sem maður snýr til að skrúfa hausinn upp er merktur með S. Um 5cm fyrir neðan þetta er safety lock sem maður sér ekki. Til að ná hausnum upp þarf að ýta pinnanum í miðjunni og gúmmí hringnum frá S merkinu. Taka flat skrúfjárn og hamar og hamra þetta safety lock nokkuð fast eða þar til að það dettur af. Þá er hægt að ná hausnum auðveldlega upp.
Vona að þetta hjálpi þeim sem eiga eins kúta.

Kveðja
Árni