Page 1 of 1

Íslensk tunga

Posted: 27. May 2009 22:04
by ulfar
Var að ræða við Eyvind um tungumálaörðugleika. Þurfum við ekki að koma okkur upp íslenskum orðaforða.
T.d.
meskiker/hrostastampur
gerjunar kútur/gilker
skola (e. sparge) - Vantar hugmyndir til að greina milli fly og batch
starter - vantar hugmyndir
aroma humlar - vantar hugmyndir

Re: Íslensk tunga

Posted: 27. May 2009 22:25
by Eyvindur
Bittering hops = Beiskjuhumlar
Flavoring hops = Bragðhumlar
Aroma hops = Ilmhumlar/keimhumlar
Dry hopping = Þurrhumlun
First wort hops = ?

Fly/continuous sparge = Jöfn skolun
Batch sparge = ? (Skammtaskolun? Skorpuskolun?)

Gravity = Mettun
Specific gravity (SG) = ?
Orginal gravity (OG) = Upphafleg mettun
Final gravity (FG) = Lokamettun
Pre boil gravity = Mettun fyrir suðu (augljóslega)

Malt bill = Maltsamsetning
Hopping schedule = Humlaviðbætur

Ég er ekki með fleiri hugtök í handraðanum sem stendur, en ef ég man eftir fleiru hendi ég því hérna inn... Þegar hér er kominn ágætis orðalisti reyni ég að setja orðskýringar inn á Edduna góðu.

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 10:42
by nIceguy
Gravity, getur thad ekki verid edlisthyngd? ég er kannski ad rugla! :)

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 10:49
by Eyvindur
Hmm... Nú man ég ekki eðlisfræðina mína mjög vel, en er eðlisþyngd ekki eitthvað annað? Hvað sem því líður, er maður þá ekki að mæla sykurmettun vökvans þegar maður mælir með flotvog (já, eða ljósbrotsmæli ef maður er svo heppinn)?

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 11:37
by Hjalti
Er ekki eðlisþyngd Density?

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 11:46
by Eyvindur
Density þýðir þéttleiki.

Ég veit það ekki, kannski er eðlisþyngd réttara hugtak yfir gravity... En það er ekki mjög þægilegt í notkun, og maður er vissulega að mæla sykurmettun. Þetta er spurning um merkingu hugtaksins, ekki orðsins.

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 12:30
by Stulli
Varðandi orð fyrir Gravity, þá hef ég sjálfur notað þéttleika. Mér finnst mettun eitthvað sem að er "yfirfullt" og óbreytilegt. Hinsvegar er þéttleiki hugtak sem að í mínum huga getur tekið breytingum. T.d. virtirinn hafði byrjunarþéttleikann 1.060 og endaþéttleikinn var 1.012.

Réttast væri að kalla þetta hlutfallslega eðlisþyngd (=Specific Gravity) þar sem að þessar tölur eru hlutföll eðlisþyngs virtisins og vatns. Eðlisþyngd er mæling á þéttleika, og finnst mér það bæta í réttlætingu þess að kalla Gravity einfaldlega þéttleika :skal:

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 12:49
by Eyvindur
Flott mál. Þéttleiki virkar vel, ögn þjálla en eðlisþyngd finnst mér. Fær allavega mitt atkvæði. :)

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 21:56
by ulfar
En að stytta þetta úr ,,hlutfallsleg eðlisþyngd" niður í ,,þyngd". Tala þá um upphafsþyngd og lokaþyngd. Þrátt fyrir að það sé ekki hárnákvæmt þá vita allir um hvað er rætt.

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 22:18
by Eyvindur
Reyndar verð ég að segja eitt, eftir að hafa hugsað þetta betur. Ég held að sykurmettun sé ekki það vitlaust. Mettun þýðir ekki það sama og fullmettun. Til dæmis er talað um súrefnismettun í blóði, og er hún mæld (s.s. hversu mikil súrefnismettunin er). Það sama hlýtur að geta átt við sykurmettun...

Vildi bara benda á þetta...

Re: Íslensk tunga

Posted: 28. May 2009 23:26
by Stulli
Hvað segiði um að reglunefndin taki að sér þýðingar líka, og setji saman ensk-íslenska ölgerðarorðabók, til þess, jú að samræma þetta allt og yfirfæra á þjála og góða íslensku.

Ég hef amk hugmyndir og skoðanir um þessi mál og þætti best að ræða þessi mál ekki i gegnum tölvu.

Re: Íslensk tunga

Posted: 29. May 2009 09:23
by Eyvindur
Flott mál.

Re: Íslensk tunga

Posted: 29. May 2009 09:24
by ulfar
Ég er sammála þér Eyvindur um að mettun sé ekki slæmt orð en hinsvegar (svo ég tali fyrir minni uppástungu) þykir mér þyngd mun nær þeirri mælingu sem verið er að gera. Þ.e. mæla þyngd vökvanns sem hlutfall af þyngd vatns án uppleystra efna.

Re: Íslensk tunga

Posted: 29. May 2009 10:02
by Oli
Ég er sammála Úlfari með að nota "þyngd" yfir gravity. Upphafsþyngd - Lokaþyngd, við erum að mæla hlutfallslega eðlisþyngd vökvans og breytingu þar á.

Re: Íslensk tunga

Posted: 29. May 2009 11:32
by Öli
http://edda.fagun.is/" onclick="window.open(this.href);return false; - búin að setja inn tóma síðu fyrir orðabókina. Go wild! :)

Þeir sem enn eru ekki komnir með aðgang geta sent póst á olafure at gmail punktur com.

Re: Íslensk tunga

Posted: 22. Sep 2010 23:00
by kalli
Eldgamall þráður ... en ég verð að bæta þessu við:
Fermenter = gangker
Áhöld til ölgerðar = ölgögn eða hitugögn
Hús til ölgerðar = ölhús eða hituhús
(heimild: Vísindavefurinn, Wikipedia o.fl.)

Mig langar að bæta við frá eigin brjósti All-grain = alkorn

Ég er að skoða gamlar heimildir og ölgerð hefur verið stunduð hér á landi linnulítið frá víkingaöld. Það er því til eitthvað af orðum sem tengjast þessu. Sumt af því (hrosti og hrostastampur) hefur komið fram í öðrum þræði. Eigum við ekki að skoða það nánar áður en við finnum upp ný orð yfir sama hlutinn?