Page 1 of 1

Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 9. Dec 2010 10:03
by Oli
Sælir
Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar verður haldið á Ísafirði laugardaginn 11.des.
Jólabjórar og aðrar afurðir verða smakkaðar og jafnvel verða gefnar einkunnir ef vel liggur á mönnum, einnig verður boðið upp á súpu og byggbrauð.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kíkja við, kynna sér hobbýið og fá að smakka á afurðum er um að gera að senda undirrituðum skilaboð. :beer:

Óli :fagun:

Re: Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 9. Dec 2010 23:11
by OliI
Svo það fari nú ekkert milli mála þá mæti ég.

Re: Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 10. Dec 2010 16:10
by þristurinn
Maður getur ekki látið sig vanta :skal:

Re: Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 10. Dec 2010 21:57
by arnarb
Djö... verst að vera ekki fyrir vestan um helgina. Hefði verið ansi skemmtilegt að heilsa upp á Vestfjaraðadeildina - enda fer hún ört stækkandi.

Re: Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 20. Dec 2010 11:13
by Oli
arnarb wrote:Djö... verst að vera ekki fyrir vestan um helgina. Hefði verið ansi skemmtilegt að heilsa upp á Vestfjaraðadeildina - enda fer hún ört stækkandi.
Arnar það var megastuð og góð mæting, látum þig vita með betri fyrirvara næst :)

Re: Jólateiti Vestfjarðadeildarinnar

Posted: 26. Dec 2010 13:13
by arnarb
Frábært. Það var ekki von á öðru en að Vestfirðingarnir myndu skemmta sér vel með bjór í hendi :)