Page 1 of 1

Nýgræðingur

Posted: 9. Dec 2010 09:23
by HlynDiezel
Daginn.

Ég ákvað að taka upp nýtt hobby yfir jólin og taka barnaskref í átt að því að fara að brugga alvöru bjór. Stefnan er að byrja á svona imba-proof sýrópskitti um helgina og læra aðeins inn á ferlið, færa sig svo upp á skaftið þegar fram líða stundir og fara að malla korn og humla sjálfur í potti.

Eftir að hafa rætt um að hefja bjórgerð við félaga mína fór ég að lesa mig til um þetta og horfa á töluvert mörg youtube video fékk ég hálfgerða dellu. Því skellti ég mér í ámuna til að skoða mig um og labbaði út með byrjunarbúnað.

Re: Nýgræðingur

Posted: 9. Dec 2010 09:52
by Oli
Velkominn :)
Gangi þér vel með nýja hobbýið

Re: Nýgræðingur

Posted: 9. Dec 2010 12:24
by kristfin
til lukku.

lestu þér síðan til um BIAB og taktu tilbúna uppskrirft af brew.is og bruggaðu næst.

velkominn

Re: Nýgræðingur

Posted: 9. Dec 2010 17:59
by sigurdur
Velkominn í hópinn.

Re: Nýgræðingur

Posted: 27. Jan 2011 15:20
by Eyvindur
Ég vil bara vara þig við fyrirfram. Bjórgerð á það til að hætta að vera hobbý og verða að þráhyggju. You have been warned. ;)

Re: Nýgræðingur

Posted: 27. Jan 2011 16:17
by kalli
Eyvindur wrote:Ég vil bara vara þig við fyrirfram. Bjórgerð á það til að hætta að vera hobbý og verða að þráhyggju. You have been warned. ;)
Tek undir það Eyvindur, ég fer að leita aðstoðar sálfræðings :-)

Re: Nýgræðingur

Posted: 29. Jan 2011 16:36
by atax1c
Eyvindur wrote:Ég vil bara vara þig við fyrirfram. Bjórgerð á það til að hætta að vera hobbý og verða að þráhyggju. You have been warned. ;)
Svo hrikalega satt...