Page 1 of 1
Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 12:46
by BeerMeph
Maður kíkir reglulega inn á ámuna til að athuga hvort eitthvað sniðugt detti þar inn (reyndar þegar það gerist þá er reynist það oft ekki vera þess virði) og sá að þeir eru með fötu með hitun.
http://aman.is/index.php?page=shop.prod ... p&Itemid=1
Engar tækniupplýsingar eru látnar fylgja á síðunni þeirra en kostar kvikindið 30.000 kr.
Hefur einhver kíkt á þetta? Eða er kannski búin að fara umræða um þetta sem ég hef misst af?
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 13:17
by Idle
Minnir að Bjössi hafi verið með eina svona þegar við brugguðum saman í sumar. Ágæt til síns brúks, en verðið er ekkert nema fáránlegt.
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 13:19
by karlp
lítur út svona:
http://www.hopshopuk.com/products/view/ ... eat-boiler" onclick="window.open(this.href);return false;
brupak er stór dreifingarveita? (distributor?) heimabruggavörur á bretland.
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 13:29
by kristfin
þetta er stórsniðugt og dýrt.
miklu meira gaman að gera þetta sjálfur samt. ég á stórt hitateppi, til að setja í stól hjá bakveikum, sem væri hægt að ota í svona. bara vefja um fötuna og setja controller á.
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 14:17
by sigurdur
Þetta er sniðugt, en ekki þess virði ef maður hefur gaman af því að setja svona saman sjálfur.
Ef maður nennir hins vegar ekki að setja þetta saman þá er verðið ekkert allt of vitlaust.
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 14:33
by hrafnkell
Er hitastýring á þessu? eða bara hægt að stilla á ákveðna % af fullum krafti?
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 3. Dec 2010 14:51
by BeerMeph
Ég er einmitt þessi lati græjukall og vildi helst vera með mann í vinnu við að brugga uppskriftirnar mínar.
En allavega það er semsé element í þessu (hægt að sjóða í þessu líka) og hitastýring þannig að maður gæti hæglega bruggað lager með þessu á veturna.
Edit: Eða vó element er það ekki soldið tæpt að nota það til að halda hita á gerjuninni

Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 9. Dec 2010 14:05
by Bjössi
ég fjárfesti í svona, dauð sé eftir því
mæli ekki með þessari tunnu, þó svo að sé hitastýring
minnir að sé 2.200W
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 9. Dec 2010 16:23
by BeerMeph
Bjössi wrote:ég fjárfesti í svona, dauð sé eftir því
mæli ekki með þessari tunnu, þó svo að sé hitastýring
minnir að sé 2.200W
Hvað vastu lengi að ná suðu með þessu?
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 9. Dec 2010 18:02
by sigurdur
Samkvæmt Boil time calculator (
http://www.phpdoc.info/brew/boilcalc.html" onclick="window.open(this.href);return false; ) þá ætti maður að vera 84 mínútur að hita 25 lítra úr 7°C í 100°C með 2200W og 88% nýtingu.
Re: Áman - fata með hitun og krana.
Posted: 27. Jan 2011 16:42
by Eyvindur
Svo því sé haldið til haga þá er þetta suðufata, ekki gerjunarfata. Þetta er fáránlegt verð - hægt að búa svona til sjálfur fyrir skít og ekkert.