Page 1 of 1
Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 08:54
by sigurdur
Desemberfundur verður haldinn mánudaginn 6. desember á Vínbarnum kl 20:30.
Þetta er opinn fundur og allir eru velkomnir.
Fundarefni
Fólk kynnir sig
Almenn umræða
Athugað hvort áhugi sé á bruggi á sömu uppskrift fyrir samanburð í febrúar.
Bjórsmökkun (fólk getur komið með að heiman)
Annað efni
Staðsetning og fundartími
Vínbarinn, 6. desember kl 20:30
Vil hvetja alla sem að ætla að mæta að staðfesta mætingu sína sem svar í þræðinum.
Þeir sem að fengu ekki að sjá BIAB pokann hjá mér á seinasta fundi geta skoðað hann á þessum fundi. Það verður þó ekki sér liður í þetta sinn heldur flokkast sem annað efni.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 10:07
by kristfin
svona í ljósi sögunar væri flott að fá staðfest hjá vínbarnum að það sé opið
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 10:18
by hrafnkell
kristfin wrote:svona í ljósi sögunar væri flott að fá staðfest hjá vínbarnum að það sé opið
Tek undir það

Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 11:11
by sigurdur
Það er einmitt í dagatalinu hjá mér eftir hádegi að athuga með opnunina.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 13:23
by karlp
ég kem, með jólabjórinn mínum, þvi það er loksins koma jól. (bruggað í júni)
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 13:31
by andrimar
Mæti, með nokkrar flöskur undir hendinni að sjálfsögðu.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 3. Dec 2010 15:29
by BeerMeph
Ég veit ekki hvaða öfl koma að því að degsetningar og tímar henta mér aldrei
Einhvern tímann skal ég mæta!
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 4. Dec 2010 21:55
by Classic
Alveg spurning að fara að kíkja á ykkur félagana með nokkrar flöskur í poka, kálfinn er búinn að vera að stríða mér svo maður er tæpur á að mæta í boltann sem fram að þessu hefur aftrað manni frá því að mæta... Ég sé allavega til hvað vinstri fóturinn segir á mánudaginn

Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 4. Dec 2010 22:07
by gunnarolis
Ég ætla að stefna að því að mæta. Ef ég kem þá kem ég með Rauðöl með mér.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 5. Dec 2010 11:58
by hrafnkell
Ég smakkaði IPAinn minn í gær, hann var bara mjög góður eftir aðeins um 2 vikur á flöskum. Kippi með 1-2 flöskum í smakk.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 5. Dec 2010 22:43
by ulfar
Eg maeti saell og gladur (var ad horfa a reyni petur)
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 09:10
by ElliV
Ég stefni á að mæta
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 11:27
by hrafnkell
Er örugglega opið í vínbarnum?
Edit:
Obbossí, vínkjallaranum -> vínbarnum
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 17:36
by Classic
Ég mæti.. Er ekki rétt munað hjá mér að þetta er staðurinn við hliðina á Borginni, í Pósthússtrætinu næst Dómkirkjunni?
Og tek undir með síðasta ræðumanni, er ekki örugglega opið?

Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 17:55
by halldor
Þú ert líklega að hugsa um pósthúsbarinn. Vínbarinn er þarna rétt hjá samt. Dómkirkjan er beint á milli Vínbarsins og Austurvallar.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 18:09
by sigurdur
Ég staðfesti það að það sé pottþétt opið hjá þeim.
Ég var að heimsækja þau til að fá það staðfest.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 6. Dec 2010 18:26
by sigurdur
Classic wrote:Ég mæti.. Er ekki rétt munað hjá mér að þetta er staðurinn við hliðina á Borginni, í Pósthússtrætinu næst Dómkirkjunni?
Sjá þetta google maps kort
Þú getur meir að segja plottað leiðina þangað ...!!
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 7. Dec 2010 08:41
by sigurdur
Takk fyrir fundinn, mér fannst hann var mjög skemmtilegur.
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 7. Dec 2010 19:32
by ulfar
Já þetta var eðal!
Re: Desemberfundur Fágunar, opinn fundur
Posted: 7. Dec 2010 23:47
by karlp
sigurdur wrote:Takk fyrir fundinn, mér fannst hann var mjög skemmtilegur.
þaðer er alltaf skemmtilegri í bæinn frekar en 220
