Page 1 of 1

Sjálfskynning

Posted: 2. Dec 2010 22:57
by addi31
Góða kvöldið

Andrés heiti ég ætla skella mér í bjór bruggun. Hef legið mikið síðustu virkurnar yfir fróðleik varðandi bruggun á bjór. Hef ákveðið að nota BIAB aðferðina og brugga heima hjá mömmu. Hef lesið mig til um að hreinlæti sé í fyrsta sæti varðandi brugggerð. Er þessa stundina að mæla hitastig út í bílskúr og svo í kjallaranum út í bílskúr til að sjá hvert hitastigið og hver hitastigssveiflan er. Þar hef ég hugsað mér að geyma bjórinn við gerjunina. Ætla byrja á lítilli blöndu til að prófa mig áfram og ná tækninni þokkalega á hreint.

kv. Andrés

Re: Sjálfskynning

Posted: 2. Dec 2010 23:05
by sigurdur
Sæll Andrés og velkominn í hópinn.

Skemmtileg ákvörðun hjá þér. Vonandi gengur þér vel að koma þér í þetta. :)

Vertu bara duglegur að lesa þig til um og prófa!
:skal:

Re: Sjálfskynning

Posted: 3. Dec 2010 10:13
by kristfin
velkominn.

ég er líka að gerja úti í bílskúr. þar er ég með hita frá svona 7° til 20° eftir árstíma, en ég stilli hitann á gerjunarfötunni með vatni.

Re: Sjálfskynning

Posted: 3. Dec 2010 17:24
by addi31
Ég mun einnig smíða kerfi til að viðhalda bjórnum við rétt hitastig við gerjun. Hvort það verður vatsnkælt eða keyptur ódýr íssápur undir það veit ég ekki. Var áðan að koma 3x10L fötur hjá Viðarsúlunni sem ég ætla nota sem gerjunarfötur og svo átöppunarfötu.