Page 1 of 1
Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 1. Dec 2010 23:27
by sigurdur
Úr
http://fagun.is/viewtopic.php?p=11729#p11729" onclick="window.open(this.href);return false;
Braumeister wrote:Það gæti líka verið að rugla að þjóðverjar reikna nýtnina öðruvísi en ameríkanar. Þýska nýtnin er lægri.
Getur þú útskýrt þetta nánar?
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 2. Dec 2010 17:59
by BeerMeph
Eru ekki flestir nýtni útreikningar byggðir á tilraunum? Þeir sem brugga mjög mikið gætu þess vegna búið sér til reiknilíkan fyrir sinn eigin búnað þannig að það kæmi mér ekki á óvart að sumir reikni fræðilega nýtni á mismunandi hátt.
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 2. Dec 2010 19:48
by sigurdur
Orðið nýtni er heill flokkur, það er hægt að meina svo margt með orðinu. Sem dæmi þá er mikill breytufjöldi sem er borinn við sjálfan sig í meskingunni einni sem að er flokkað undir nýtni.
Þegar ég sá þetta í hinum þræðinum þá varð ég svolítið forvitinn þar sem að það má vera að Braumeister hafi rekist á gögn um mismunandi útreikninga á nýtni og ég vil vita hvaða nýtni það er og út frá hvaða forsendum þær reiknast.
Gott dæmi um nýtni er að Egils segist vera með, ef ég man rétt, 105% nýtni úr meskingunni. Þar eru bornar saman tölur úr rannsóknarstofu sem notar gamlar (?) aðferðir við að ná sykri úr korni (líklega staðlaðar aðferðir) og magn sykurs úr meskingu fyrir suðu.
Ég er enn forvitinn að vita hvað er verið að meina með nýtni hjá þjóðverjum versus BNA.
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 2. Dec 2010 21:17
by BeerMeph
Já það var einmitt það sem ég hugsaði líka - gleymdi auðvitað að nefna kornið er stærsti óvissuþátturinn hvað varðar nýtni. Við heimabruggarnir getum lítið stjórnum breytileikum sem verða þar á borði eins og stóru brugghúsin en þau fá væntanlega nákvæmt magn orkuefna í korninu þegar þau kaupa það.
Í efnafræðilegum skilningi getur nýtni verið skilgreind sem það hlutfall mælanlegs products sem fæst út úr efnafræðilegu ferli miðað við magn hvarfefnsi. Nýtni er munur á upphafsþætti og lokaþætti og það á að vera 100% vissa á hverjir þeir þættir séu annars hefur nýtni enga merkingu.
Þar sem mín sérgrein er efnafræði myndi ég vilja skilgreina nýtni sem það magn sterkju sem næst úr bygginu, og nýtnin væri þá magn niðurbrotinnar sterkju miðað við það sem var í korninu.
En svo vitum við að sterkjan brotnar niður í misjafnar einingar í meskingunni og spurning hvort menn séu aðhugsa eingöngu um gerjanlegan sykur þegar nýtni er reiknuð?
Heimabruggarar hafa takmarkaða tæki til að mæla svona hluti og eina sem við höfum er eðlisþyngdarmæling með hydrometer sem er ekki sérlega nákvæm aðferð og nýtni reiknuð út frá hydrometer hefur mjög há skekkumörk. Því er oft fyndið hvað menn státa sér af hárri nýtni þar sem óvissan með að nota svona mæli er mikil.
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 3. Dec 2010 07:56
by Braumeister
Ég skal reyna að pósta jöfnunum sem þeir nota hérna um helgina. Þetta er allt mikið einfaldara heldur en það sem bnananarnir nota.
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 3. Dec 2010 10:15
by kristfin
ég ætla ekki að brugga neitt fyrr en þessar jöfnur eru á hreinu!
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 3. Dec 2010 11:12
by sigurdur
kristfin wrote:ég ætla ekki að brugga neitt fyrr en þessar jöfnur eru á hreinu!
Einmitt

Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 3. Dec 2010 12:02
by gunnarolis
Ástæðan fyrir því að Egils fær 105% nýtni er sú (get ég mér til um) að þeir eru í "high gravity brewing". Það er að þeir eru að brugga sterkari bjór og þynna hann síðan með vatni (sem er algengt í stórum brugghúsum). Eða það er allavegana það sem mér dettur í hug.
Er ekki einfaldast að skilja nýtnina sem svona: Út úr einu kílói af byggi ættirðu miðað við eitthvað x magn af vatni að geta fengið virt upp á 1.040 sirka. Ef þú meskjar síðan og færð x mikið magn af virti við 1.030 þá ertu að fá 75% nýtni?
Er hægt að reikna þetta á marga mismunandi vegu spyr ég?
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 3. Dec 2010 12:50
by kristfin
ég man að við spurðum meistarann hjá agli. þeir eru að nota malt, sem framleiðandinn segir að geti gefið X magn af sykri per Y magn af malti. þeir eru hinsvegar að fá 1.05X og því segir hann 105%
í þessum nýtni frumskógi er ég ennþá jafntýndur. ég er að fá 80% með BIAB en var í 75% með skolun. ég kýs að leita til drottins með skýringar á þessum 5% og ræða það ekki frekar. (það eru reyndar einhverjar skýringar í efnisheiminum ef fólk hefur áhuga
http://www.biabrewer.info/viewtopic.php ... 2835#p2822" onclick="window.open(this.href);return false;)
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 5. Dec 2010 19:55
by Braumeister
Jæja..
Svona er jafnan fyrir Sudhausausbeute (brewhouse efficiency):
AS (%) = Saccharometeranzeige * spezifisches Gewicht * 0,96 * Ausschlagmenge (l) / Schüttung (kg)
Hraðþýtt:
As (%) = Plato (%) * rúmþyngd * 0.96 * magn virtis (l) / magn malts (kg)
Þannig að ef þú ert með 23 lítra af 12 % / 1.048 virti sem þú gerðir úr 4 kg af malti er nýtnin hjá þér 69%.
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 5. Dec 2010 22:53
by sigurdur
Formúlan gerir semsagt ráð fyrir að það sé hægt að ná sama magni af eðlisþyngd virts úr öllum tegundum af malti. Hmm.. eru þetta rosalega gömul formúla?
Re: Öðruvísi útreikningur á nýtni hjá Þjóðverjum mv. BNA?
Posted: 6. Dec 2010 07:09
by Braumeister
Nei, þetta er "Stand der Technik". Þeir nota svo töflur til að reikna út IBU (óháð rúmþyngd) og meskja allt með þrepameskingu.
Það ber að hafa í huga að 90 % af því sem þeir brugga eru 3 til 4 tegundir af bjórum. Münchner Helles, Pilsener, Weissbier og Bock.
Hérna er týpískt setup: niðursuðupottur með hitastýringu og hrærivél.
http://www.youtube.com/watch?v=EgaAcJUIvlI" onclick="window.open(this.href);return false;